Magnús Magnússon (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Magnússon vinnumaður fæddist 20. maí 1829 í Neðridal í Mýrdal.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson bóndi, vinnumaður, f. 1804 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, d. 12. maí 1863, og barnsmóðir hans Ástríður Sigurðardóttir vinnukona, f. 1792 í Reynisholti þar, d. 8. júní 1854.

Magnús var með móður sinni í Neðridal til 1833, í Pétursey í Mýrdal 1833-1844/5, matvinnungur og síðan vinnumaður í Sólheimahjáleigu 1844/5-1855, fór þá vinnumaður að Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum. Hann var vinnumaður í Vörum í Garði, Gull. 1860 og til 1861, í Pétursey 1861-1862, í Sólheimahjáleigu 1862-1863, í Skógum u. Eyjafjöllum 1863-1865, í Pétursey 1865-1867. Þá fór hann að Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, var vinnumaður í Höfnum á Reykjanesi 1870.
Magnús var vinnumaður í Þorlaugargerði í Eyjum 1880 og 1881.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.