Magnús Karlsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Karl Magnús Karlsson frá Sokkseyri, sjómaður, Baadermaður, viðgerðarmaður á bílaverkstæði fæddist 6. mars 1939 og lést 27. mars 2018.
Foreldrar hans Karl Jónasson vélamaður og rennismiður, f. 18. febrúar 1909, d. 15. apríl 1980, og Aðalheiður Gestsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja, f. 15. október 1907, d. 8. apríl 1997.

Þau Steinunn hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Bjarmalandi við Flattir 10. Þau skildu
Þau Alfa Jenný hófu sambúð 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast í Sandgerði.

I. Sambúðarkona Magnúsar Karls var Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, myndlistarkona, leiðbeinandi, f. 19. júlí 1940, d. 15. maí 2023.
Barn þeirra:
1. Ægir Magnússon, f. 13. mars 1959, d. 19. apríl 1990.

II. Sambúðarkonakona Karls var Alfa Jenný Gestsdóttir, frá Lækjarbakka á Árskógsströnd í Eyjafirði húsfreyja, verkakona, f. 6. september 1944, d. 11. janúar 2002. Foreldrar hennar Kristjana Steinunn Ingimundardóttir frá Garði, húsfreyja, verkakona, f. 4. ágúst 1903, d. 8. febrúar 1990, og Gestur Sölvason frá Litlu-Árskógssandi í Eyjafirði, f. 17. september 1896, d. 21. október 1954.
Börn þeirra:
2. Magnea Inga Magnúsdóttir, f. 13. desember 1963.
3. Karl Magússon, f. 28. apríl 1968
4. Kristjana Magnúsdóttir, f. 16. júlí 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.