Magnús Jónsson (Syðri-Steinsmýri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Jónsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft., vinnumaður, garðyrkjumaður, sjómaður fæddist þar 10. júní 1907 og lést 21. apríl 1964 í Rvk.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson bóndi, f. 28. ágúst 1865, d. 23. júní 1918, og kona hans Þuríður Oddsdóttir, húsfreyja, f. 12. janúar 1872, d. 16. mars 1955.

Magnús var með foreldrum sínum á Syðri-Steinsmýri til 1910, á Á 1910-1914, á Skálmabæjarhraunum 1914-1919, vikadrengur á Mýrum 1919-1920, tökubarn á Herjólfsstöðum 1920-1921, vikadrengur í Hraunbæ 1921-1924, vinnumaður í Sandaseli 1924-1927, kom til Rvk 1933, var garðyrkjumaður þar 1939, kom til Rvk frá Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal, Borg. 1948 og var sjómaður þar það ár, var í Eyjum 1960.

Þau Þórunn giftu sig 1938, ekki er getið um börn.

I. Kona Magnúsar var Þórunn Björnsdóttir, frá Hátúni í Fáskrúðsfirði, f. 21. ágúst 1914, d. 7. desember 1944. Foreldrar hennar Björn Jónsson, f. 13. nóvember 1878, d. 10. september 1928, og Margrét Guðmundsdóttir, f. 16. júní 1880, d. 15. september 1917.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.