Loftur Guðmundsson (Svaðkoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Loftur Guðmundsson bóndi og hreppstjóri í Svaðkoti fæddist 1735 og lést 4. ágúst 1803.
Loftur var skráður bóndi og ekkjumaður á Ofanleiti, 3. býli, 1801, en Svaðkot var eitt af hjáleigum þeirrar jarðar og komið á skrá við andlát hans.
Kona hans var Rannveig Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 1740, d. 6. desember 1793 úr „innvortis meinsemd“.
Barna er ekki getið, enda byrjar skráning fæðinga 1786.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.