Lilja Einarsdóttir (Löndum)
Lilja Einarsdóttir frá Löndum, síðar í Utah fæddist 8. október 1872 í Fagurlyst og lést 26. mars 1948 í Utah.
Foreldrar hennar voru Einar Eiríksson gull- og silfursmiður á Löndum, f. 30. desember 1847 í Lágu-Kotey í Meðallandi, d. 8. október 1831 í Utah, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1840 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 18. mai 1930 í Utah.
Börn Guðrúnar og Einars voru:
1. Halldóra Helga Einarsdóttir, f. 9. apríl 1871, d. 29. nóvember 1871 úr kíghósta.
2. Lilja Einarsdóttir, f. 8. október 1872, d. 26. mars 1948 í Utah.
3. Bárður Einarsson, f. 10. september 1875, d. 22. júlí 1970 í Utah.
4. Eiríkur Einarsson, f. 12. júlí 1878, d. 27. mars 1965 í Utah.
5. Helga Eiríksdóttir, f. 3. september 1879, d. 31. maí 1962 í Utah.
Börn fædd í Utah:
6. Magna Sina Einarsdóttir Eiriksson, f. 3. janúar 1884 í Spanish Fork, d. 14. maí 1890 þar.
7. Elias W. Einarsson Eiriksson, f. 8. september 1887 í Spanish Fork, d. 9. janúar 1975 í Salt Lake City, Utah.
Lilja var með fjölskyldu sinni og fluttist með henni til Spanish Fork í Utah 1880.
Þau fluttust til Castle Valley í Utah, námu land og stunduðu landbúnað og farnaðist vel.
Lilja giftist manni að nafni Smith.
Hún lést 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- The Icelanders in Utah. La Nora Allsted.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.