Laufey Guðjónsdóttir (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Laufey Guðjónsdóttir.

Laufey Guðjónsdóttir kennari fæddist 14. febrúar 1911 að Uppsölum í Eiðaþinghá, S.-Múl. og lést 4. maí 1994.
Foreldrar hennar voru Guðjón Þorsteinsson bóndi, f. 26. nóvember 1870, d. 10. desember 1923, og kona hans Sigmundína Sigríður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1881, d. 19. ágúst 1968.

Hún var ekki með foreldrum sínum 1920, var þá barn á Mýnesi þar.
Laufey nam í Alþýðuskólanum á Eiðum 1929-1931, lauk kennaraprófi 1939.
Hún var heimiliskennari á Torfastöðum í Jökulsárhlíð 1931-1932 (kennari 1 mánuð þann vetur í Jökuldalsskólahéraði), kennari í Skriðdalsskólahéraði 1934-1936, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1939-1941, Eiðaskólahéraði 1941-1947, 1951-1955 og frá mars 1957-1959.
Þau Einar Örn giftu sig 1941 í Eyjum, eignuðust sjö börn. Laufey bjó við Fífilgötu 5 og á Bergstöðum við Urðaveg 24 við fæðingu Arnljóts.

I. Maður Laufeyjar, (5. janúar 1941 hjá bæjarfógeta), var Einar Örn Björnsson bóndi á Mýnesi, f. 15. apríl 1913, d. 17. júní 1996. Foreldrar hans voru Björn Antoníusson bóndi, f. 4. október 1876, d. 31. maí 1930, og kona hans Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1884, d. 17. maí 1959.
Börn þeirra:
1. Arnljótur Einarsson bifvélavirkjameistari, f. 16. maí 1941 á Bergstöðum.
2. Sigríður Laufey Einarsdóttir starfsmaður ferðaskrifstofu í Rvk, f. 26. apríl 1942.
3. Björn Einarsson, í Reykjavík, f. 15. maí 1944.
4. Áskell Gunnar Einarsson bóndi á Tókastöðum í Eiðaþinghá, f. 28. júlí 1945.
5. Úlfur Einarsson bifvélavirki í Rvk.
6. Guðjón Einarsson bóndi í Mýnesi, f. 12. maí 1949.
7. Hjörleifur Einarsson fulltrúi í Rvk, f. 23. nóvember 1955, d. 27. maí 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.