Lúðvík N. Lúðvíksson
Lúðvík Níels Lúðvíksson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 22. nóvember 1879 í Geithellnahreppi, S.-Múl. og lést 25. ágúst 1957 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Lúðvík Lúðvíksson bóndi í Hammersminni á Djúpavogi og Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, f. 17. júlí 1854, d. 19. nóvember 1913, og kona hans Hansína Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1857, d. 20. febrúar 1914.
Lúðvík var með foreldrum sínum.
Hann lauk námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 13. apríl 1904.
Lúðvík var í siglingum í nokkur ár, síðan skipstjóri, m.a. á Njáli, Violu og Lifly.
Hann bjó í Hafnarfirði, flutti til Eyja 1923. Á næstu árum fór hann tíu ferðir til Danmerkur að sækja mótorbáta.
Lúðvík varð útgerðarmaður, eignaðist m.b. Herjólf ásamt öðrum, síðar m.b. Ásdísi, sem hann átti einn og lét stækka og endurbyggja.
Hann starfaði í sjódómi í Eyjum í mörg ár og var prófdómari í Stýrimannaskóla í Eyjum.
Þau Helga giftu sig, eignuðust ekki börn, en eignuðust tvö fósturbörn. Þau bjuggu á Heklu í Djúpavogssókn 1910, við Hverfisgötu í Hafnarfirði 1920, fluttu til Eyja 1923 bjuggu við Kirkjuveg 72.
Lúðvík lést 1957 og Helga 1968.
I. Kona Lúðvíks, (3. janúar 1909), var Helga Sigurðardóttir frá Svínaskálastekk í Eskifirði, húsfreyja, f. þar 3. október 1881, d. 16. nóvember 1968.
Börn þeirra, fósturbörn:
1. Dagný Ingimundardóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 27. ágúst 1914, d. 16. apríl 2011. Maður hennar Tómas Geirsson (Kanastöðum)|Tómas Geirsson]].
2. Oddur Magnús Ólafsson frá Bakka á Flötum, sjómaður, verkamaður, f. 4. janúar 1920 á Bólstað, d. 15. júní 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.