Kristný Ólafsdóttir (Sandgerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristný Ólafsdóttir í Sandgerði, húsfreyja á Leirum og Mið-Skála u. Eyjafjöllum fæddist 12. apríl 1842 í Eyvindarhólasókn þar og lést 2. mars 1914 í Sandgerði.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson bóndi, f. 24. september 1814 í Lágu-Kotey í Meðallandi, d. 20. september 1896 í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, og kona hans Ástríður Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1799 í Bakkahjáleigu í V.-Landeyjum, d. 29. apríl 1883 í Ytri-Skógum.

Kristný var með foreldrum sínum.
Þau Stefán giftu sig 1863, eignuðust sjö börn, en fjögur voru látin 1910. Þau bjuggu í Miðskála u. Eyjafjöllum.
Stefán lést 1906. Kristný var hjá Guðrúnu dóttur sinni í Mið-Skála 1910, flutti til Eyja með henni 1912, var hjá þeim og lést 1914.

I. Maður Kristnýjar, (22. júlí 1863), var Stefán Guðmundsson bóndi í Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 1842, d. 25. maí 1906. Foreldrar hans voru Guðmundur Tómasson, bóndi í Ystaskála, f. 1799, og kona hans Guðrún Snorradóttir húsfreyja, f. 1797.
Börn þeirra hér:
1. Guðný Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1864 í Ysta-Skála, d. 2. mars 1941.
2. Jón Stefánsson, f. 7. september 1869, drukknaði 9. apríl 1916.
3. Ásmundur Stefánsson, f. 10. september 1871 í Miðskála, d. 9. desember 1871.
4. Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 24. ágúst 1878 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1954.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.