Kristmundur Jónsson (Skógum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristmundur Jónsson bifreiðastjóri fæddist 11. september 1889 á Seljavöllum u. Eyjafjöllum og lést 8. ágúst 1968.
Foreldrar hans voru Jón Stefánsson vinnumaður, síðar trésmiður á Akureyri, f. 24. maí 1868, d. 28. ágúst 1939, og Sigurlaug Híerónýmusdóttir vinnukona, f. 1852, d. 26. mars 1895.

Kristmundur var tökubarn á Rauðafelli 1890, fóstursveinn í Ytri-Skógum 1901, vinnumaður þar 1910.
Hann flutti til Eyja 1916, var bifreiðastjóri, lengi hjá Bænum.
Þau Guðlaug giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Jaðri við fæðingu Jakobínu 1918, í Háaskála við Brekastíg 11b 1920 í Skógum við Bessastíg 8 1921 og síðan.
Kristmundur lést 1968 og Guðlaug 1983.

I. Kona Kristmundar var Guðlaug Sigurðardóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 24. mars 1888, d. 22. mars 1983.
Barn þeirra:
1. Jakobína Kristmundsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 19. október 1918, d. 18. desember 2008.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.