Kristjana Guðmundsdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Kristjana Jóhanna Guðmundsdóttir skólahjúkrunarfræðingur fæddist 10. október 1891 í Reykjavík og lést 2. desember 1953.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson skipstjóri, f. 27. janúar 1840, d. 23. júlí 1923 og Ingibjörg Guðrún Jónsdóttir, f. 27. október 1857, d. 14. október 1950.
Kristjana naut einkatíma í tungumálum, var í Verslunarskóla íslands í 2 ár, lauk hjúkrunarnámi í Kommunehospital í Khöfn í nóvember 1921.
Hún var hjúkrunarfræðingur í sjúkrahúsi í Deventer í Hollandi 1922-1923, var deildarhjúkrunarkona á Vífilsstöðum 1923-1926, yfirhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1926-1927, hjúkrunarfræðingur í Klinik Rauða krossins í Brüssel 1927-1932, deildarhjúkrunarfræðingur á Kleppsspítala 1932-1933, vann á klinik Rauða krossins í Brüssel 1933-1935, við heimilishjúkrun á vegum Dansk sygeplejeråds Bureau í París 1935-1939, við heillsuvernd og var skólahjúkrunarkona í Eyjum 1940-1953.
Kristjana bjó í Björk við Vestmannabraut 47.
Hún lést 1953 í Reykjavík.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.