Kristjana Þorsteinsdóttir (Langa-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Kristjana Þorsteinsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Kristjana Þorsteinsdóttir, frá Gröf í Setbergssókn á Snæfellsnesi, húsfreyja, síðar lausakona í Langa-Hvammi, fæddist 5. maí 1879 og lést 2. ágúst 1949.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Bárðarson, bóndi á Kirkjufelli og í Gröf, f. 16. janúar 1851, d. 20. júlí 1899, og Guðbjörg Bergsdóttir, f. 18. nóvember 1851, d. 10. maí 1927.

Kristjana var á Kirkjufelli í Setbergssókn 1890, í Gröf þar 1901.
Þau Guðmundur giftu sig, eignuðust eitt barn.
Guðmundur drukknaði 1911.

I. Maður Kristjönu var Guðmundur Árnason frá Björnskoti u. Eyjafjöllum, húsmaður í Gröf, f. 13. mars 1880, drukknaði 14. september 1911. Foreldrar hans voru Árni Filippusson, f. 30. mars 1848, d. 12. febrúar 1915, og Halla Guðmundsdóttir, f. 15. september 1851, d. 2. febrúar 1912.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Árnason Guðmundsson, skipstjóri, f. 22. maí 1912 á Bjargi í Setbergssókn, drukknaði í Höfninni 14. desember 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.