Kristján Haukur Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Haukur Guðmundsson starfsmaður í Álverinu í Straumsvík fæddist 1. nóvember 1995.
Foreldrar hans voru Theódóra Anný Hafþórsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 10. maí 1972, og Guðmundur Helgi Kristjánsson úr Eyjum, pípulagningamaður, f. 30. júlí 1965.

Þau Íris Una hófu sambúð, hafa eignast eitt barn. Þau búa í Rvk.

I. Sambúðarkona Kristjáns Hauks er Íris Una Ingimarsdóttir úr Rvk, húsfreyja, bókari, f. 2. júní 1992. Foreldrar hennar Ingimar Ísaksson, f. 22. júní 1962, og Jórunn Sigríður Ólafsdóttir, f. 8. september 1959.
Barn þeirra:
1. Aþena Ósk Kristjánsdóttir, f. 13. mars 2025.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.