Kristján Þórisson (Sléttabóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Þórisson.

Kristján Þórisson vélstjóri fæddist 11. desember 1943 í Eyjum og lést 26. janúar 2009 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Þórir Kristjánsson skipstjóri á Eyrarbakka, f. 17. febrúar 1922, d. 17. apríl 1969, og kona hans Sigríður Þórðardóttir frá Sléttabóli, húsfreyja, verkakona, f. 24. mars 1921, d. 12. janúar 1996.

Börn Sigríðar og Þóris:
1. Þórður Þórisson vélstjóri, stýrimaður, f. 11. desember 1943 á Sléttabóli, fórst með m.b. Hugrúnu 2. mars 1976.
2. Kristján Þórisson vélstjóri, f. 11. desember 1944 í Eyjum, d. 26. janúar 2009.
3. Magnús Þór Þórisson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri í Hafnarfirði, f. 16. mars 1950 á Eyrarbakka.
4. Eygerður Þórisdóttir húsfreyja, fangavörður, f. 9. desember 1955 á Eyrarbakka.

Kristján var með foreldrum sínum, í Eyjum og flutti með þeim til Eyrarbakka 1945.
Hann lauk hinu minna vélstjóraprófi í Reykjavík 1963.
Kristján hóf ungur sjómennsku og stundaði hana lengstan hluta ævi sinnar.. Hann vann einnig ýmis störf í landi, t.d. við uppsetningu Þjórsárvirkjana. Síðustu árin var hann matsveinn á bátum hjá útgerðarfélaginu Auðbjörgu í Þorlákshöfn.
Þau Þuríður giftu sig 1968, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brimnesi á Eyrarbakka, en síðast á Háeyrarvöllum 6 í Árborg.
Kristján lést 2009.

I. Kona Kristjáns, (2. nóvember 1968), er Þuríður Sigurbjörg Tómasdóttir frá Fljótshólum í Flóa, húsfreyja, f. 1. maí 1947. Foreldrar hennar voru Tómas Tómasson bóndi, oddviti, f. 24. febrúar 1895 á Efri-Gengishólum í Flóa, d. 18. júní 1973, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1903 á Fljótshólum, d. 4. janúar 1985.
Börn þeirra:
1. Guðríður Kristjánsdóttir húsfreyja á Reyðarfirði, f. 11. desember 1965 á Selfossi. Maður hennar Guðlaugur Þröstur Bjarnason.
2. Þórir Kristjánsson vélfræðingur í Reykjavík, f. 18. ágúst 1968. Kona hans Þórey Gylfadóttir.
3. Tómas Kristjánsson framreiðslumaður, býr í Kópavogi, f. 24. desember 1969. Kona hans Sigrún Guðmundsdóttir.
4. Guðfinna Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. desember 1971. Maður hennar Snorri Gunnar Sigurðsson.
5. Sigríður Kristjánsdóttir lífefnafræðingur, sérfræðingur, f. 26. desember 1973. Maður hennar Guðmundur Magnús Hermannsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 7. febrúar 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.