Kristinn Jörundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristinn Jörundsson.

Kristinn Jörundsson viðskiptafræðingur, ráðgjafi fæddist 23. október 1950 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jörundur Kristinsson skipstjóri, f. 16. ágúst 1930, d. 24. apríl 2005, og kona hans Auður Waagfjörð húsfreyja, f. 25. febrúar 1929, d. 15. september 2010.

Börn Auðar og Jörundar:
1. Kristinn Jörundsson viðskiptafræðingur, f. 13. október 1950 í Eyjum. Kona hans er Steinunn Helgadóttir.
2. Kristín Bára Jörundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 22. desember 1953. Maður hennar er Eiríkur Ragnar Mikkaelsson.
3. Jón Sævar Jörundsson skrifstofumaður, f. 19. apríl 1955. Kona hans er Rita Arnfjörð Sigurðardóttir.
4. Alda Guðrún Jörundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25. mars 1957. Maður hennar er Jóhann G. Hlöðversson.
5. Anna Sigríður Jörundsdóttir B.ed.-kennari, f. 22. nóvember 1958. Maður hennar er Bjarni Kristinn Jóhannsson.
6. Jörundur Jörundsson viðskiptafræðingur, f. 3. október 1968. Kona hans er Áslaug Hreiðarsdóttir.

Kristinn var með móður sinni í Garðhúsum, var síðan með foreldrum sínum, en var í sveit í sex sumur í æsku sinni.
Hann var í fyrsta hópi stúdenta í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1970, lauk námi í viðskiptafræði í Háskóla Íslands 1974.
Á námsárum sínum vann hann ýmis störf, við gatnagerð, við sorphirðingu, í byggingavinnu, í frystihúsi, hjá Ríkisendurskoðun, og eitt sumar vann hann í verslun og á smíðastofu á Húsavík. Síðasta árið í viðskiptafræðináminu vann hann hlutastarf í hagdeild Landsbankans og byrjaði þar í fullu starfi við útskrift. Hann varð fjármálastjóri hjá Hildu hf. 1983.
Fjölskyldan flutti til Skotlands 1989 og þar var Kristinn framkvæmdastjóri hjá Eiderknit UK Ltd, dótturfyrirtæki Hildu hf. Þau fluttu heim 1991 og Kristinn var fjármálastjóri og skrifstofustjóri hjá Byggðaverki ehf. fram til ársins 1995, en þá stofnaði hann ráðgjafafyrirtækið Kjör ehf. Hann stofnaði ásamt Lögmönnum í Hafnarfirði Ráðgjafastofuna ehf. og Bókhaldsstofuna ehf. og rak til 2002. þá fór hann í fjölskyldufyrirtækið Ris þangað til hann fór að starfa sjálfstætt í ráðgjafafyrirtækinu sínu Kjöri ehf. ásamt því að vera deildarstjóri skrifstofu VHE ehf., þar sem hann hefur starfað síðan.
Kristinn lék mikið körfuknattleik á yngri árum sínum, var margfaldur meistari með ÍR, verið kjörinn körfuboltamaður ársins þrisvar. Einnig var hann framarlega í knattspyrnu og varð Íslandsmeistari með Fram einu sinni og bikarmeistari þrisvar. Einnig var hann um skeið þjálfari í boltagreinum. Þau Steinunn giftu sig, eignuðust fimm börn.

I. Kona Kristins er Steinunn Helgadóttir húsfreyja, bókari, f. 27. maí 1953. Foreldrar hennar Helgi Jónasson frá Völlum á Kjalarnesi, bifvélavirkjameistari, verkstjóri á bifreiðaverkstæði, f. 31. ágúst 1915, d. 15. september 1997 og kona hans Eyrún Lilja Guðmundsdóttir frá Grindavík, húsfreyja, f. 6. ágúst 1920, d, 18. febrúar 1915.
Barn þeirra:
1. Jörundur Kristinsson hópstjóri í Kópavogi, f. 9. september 1975. Kona hans Erna Hrönn Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.