Kristinn Stefánsson (Kalmanstjörn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Guðmundur Stefánsson frá Kalmanstjörn, öryrki fæddist 3. janúar 1919 í Langa-Hvammi og lést 6. október 1967.
Foreldrar hans voru Stefán Ingvarsson frá Kalmanstjörn í Höfnum, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 14. janúar 1886, d. 18. apríl 1961, og kona hans Snjáfríður Guðrún Torfadóttir frá Söndu á Stokkseyri, húsfreyja, f. 4. apríl 1889, d. 23. september 1973.

Börn Snjáfríðar Guðrúnar og Stefáns:
1. Kristinn Guðmundur Stefánsson öryrki, f. 3. janúar 1919 í Langa-Hvammi, d. 6. október 1967.
2. Ingibjörg Stefánsdóttir, síðast á Dvalarheimilinu Fellsenda í Dalabyggð, f. 26. júní 1928 á Kalmanstjörn, d. 10. janúar 2011.

Kristinn var með foreldrum sínum.
Hann var fatlaður. Nemendur Gagnfræðaskólans gengu fyrir söfnun í bænum 1936 og tókst með henni og hjálp sérfræðinga og alþingismanns að afhenda honum rafdrifinn þríhjóla vagn, sem hann gat stjórnað.
Hann bjó með foreldrum sínum í Langa-Hvammi, á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, í Höfða við Hásteinsveg 21 1941, síðar við Hásteinsveg 50, flutti með þeim til Reykjavíkur 1947.
Kristinn lést 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.