Kristbjörg Sigurjónsdóttir (ljósmyndari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristbjörg Sigurjónsdóttir, ljósmyndari fæddist 4. júlí 1975 í Eyjum.
Foreldrar hennar Sigurjón Ragnar Grétarsson, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, rafeindavirki, f. 21. október 1954, og sambúðarkona hans Guðrún Fjóla Kolbeinsdóttir, húsfreyja, veitingakona, f. 24. nóvember 1955.

Börn Sigurjóns Grétars og Guðrúnar Fjólu:
1. Kristbjörg Sigurjónsdóttir ljósmyndari, f. 4. júlí 1975 í Eyjum. Sambúðarmaður hennar Elvar Már Pálsson.
2. Ragnhildur Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. júní 1980 í Eyjum. Maður hennar Kristján Sigfússon.
Börn Sigurjóns og Þórgunnar:
1. Ellisif Sigurjónsdóttir, með M.A.-próf í siðfræði og M.Sc.-próf í markaðsfræði og alþjóða viðskiptum, f. 15. apríl 1986 í Eyjum. Hún vinnur hjá Nox Medical. Maður hennar Baldur Bett.
2. Jóhanna Sigurjónsdóttir, með MPA-próf í H.Í., sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, f. 25. júní 1991 í Rvk. Sambúðarmaður hennar Arnar Geir Sæmundsson.

Þau Elvar Már hófu sambúð, eignuðust eitt barn.

I. Sambúðarmaður Kristbjargar er Elvar Már Pálsson, f. 4. maí 1982. Foreldrar hans Páll Bjarni Kjartansson, f. 5. nóvember 1959, og Þuríður Pálsdóttir, f. 4. apríl 1956.
Barn þeirra:
1. Hrafnhildur Elva Elvarsdóttir, f. 22. nóvember 2014 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.