Kristbjörg Einarsdóttir (hárgreiðslumeistari)
Kristbjörg Einarsdóttir frá Austurvegi 18, húsfreyja og hárgreiðslumeistari á Selfossi fæddist 26. nóvember 1940 á Stóru-Heiði.
Foreldrar hennar voru Einar Sæmundur Guðmundsson frá Málmey, skipstjóri, f. 14. júlí 1914, d. 21. mars 1995, og kona hans
Guðfinna Bjarnadóttir frá Gerðisstekk í Viðfirði, S-Múl., húsfreyja f. þar 19. janúar 1918, d. 1. ágúst 2008.
Börn Guðfinnu og Einars:
1. Gísli Einarsson sjómaður, stýrimaður, f. 26. september 1939 á Búrfelli, Hásteinsvegi 12.
2. Kristbjörg Einarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari á Selfossi, f. 26. nóvember 1940 á Stóru-Heiði.
Kristbjörg var með foreldrum sínum í æsku, lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1956, lauk fræðilegu iðnnámi í Iðnskólanum í Eyjum og verklegu námi í hárgreiðslu hjá Guðfinnu Thorberg í Reykjavík 1959.
Hún vann við iðn sína, fluttist til Selfoss 1962.
Þau Tryggvi giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau búa á Selfossi.
I. Maður Kristbjargar, ( 13. nóvember 1965), er Tryggvi Sigurðsson pípulagningameistari, f. 30. ágúst 1945. Foreldrar hans voru Sigurður Ingi Sigurðsson smiður, búfræðikandídat, kennari, oddviti, gjaldkeri á Selfossi, f. 16. ágúst 1909, d. 1. júní 2005, og kona hans Arnfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1919, d. 8. janúar 2016.
Börn þeirra:
1. Einar Tryggvason húsasmiður, lögreglumaður, sjúkraflutningamaður, f. 12. mars 1965. Kona hans er Ágústa Þórisdóttir.
2. Guðfinna Tryggvadóttir húsfreyja, íþróttakennari, f. 22. júlí 1971. Maður hennar er Trausti Sigurberg Hrafnsson.
3. Drengur, f. 10. nóvember 1972, d. 12. nóvember 1972.
4. Inga Fríða Tryggvadóttir, leikskólastjóri í Hafnarfirði, f. 12. október 1973. Hún bjó með Einari Gunnari Sigurðssyni, býr nú með Hönnu G. Stefánsdóttur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kristbjörg Einarsdóttir.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.