Kristín Salómonsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Salómonsdóttir frá Landlyst, húsfreyja fæddist 28. október 1915 að Giljum í Hvolhreppi, Rang. og lést 6. mars 1999 á Eir í Rvk.
Foreldrar hennar voru Salómon Bárðarson frá Norður-Móeiðarhvoli í Oddasókn í Rang., f. 7. maí 1889, d. 8. febrúar 1966, og kona hans Þorvaldína Elín Þorleifsdóttir frá Miðhúsum í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 17. apríl 1895, d. 10. október 1981.

Bróðir Kristínar var
1. Bragi Salómonsson yfirverkstjóri, f. 28. desember 1924, d. 11. ágúst 2006.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku, í Giljum í Hvolhreppi, í Landlyst og á Miðhúsum í Hvolhreppi.
Hún lauk námi í Kvennaskólanum í Rvk 1935.
Kristín vann í mörg ár hjá Sláturfélagi Suðurlands. Hún söng með kór Tónlistarfélagsins og kór Rangæingafélagsins.

Þau Óskar giftu sig 1939, eignuðust þrjú börn, en fyrsta barn þeirra dó nýfætt.
Óskar lést 1946.
Þau Hallgrímur giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn.
Hallgrímur lést 1990 og Kristín 1999.

I. Maður Kristínar, (5. júní 1939), var Óskar Magnússon, sjómaður, f. 8. maí 1914, d. 7. júlí 1946. Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson, bóndi og sjómaður, f. 30. október 1884, d. 7. júlí 1945, og Sigrún Árnadóttir húsfreyja, f. 27. september 1890, d. 4. maí 1955.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 16. nóvember 1939, d. 16. nóvember 1939.
2. Gústav Óskarsson, húsgagnasmiður, f. 29. maí 1942, d. 24. maí 2022. Kona hans Elsa Haraldsdóttir.
3. Sigrún Þóra Óskarsdóttir, f. 14. febrúar 1944. Fyrrum maður hennar Eiríkur Árni Sigtryggsson.

II. Maður Kristínar, (16. júní 1951), var Hallgrímur Pétursson, verkstjóri í Rvk, f. 14. júní 1918, d. 28. janúar 1990. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundson bóndi í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, f. 15. júní 1893 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í Landeyjum, d. 13. febrúar 1959 í Rvk, og kona hans Soffía Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 3. júlí 1892 á Reykjum í Mosfellssveit, d. 25. mars 1973.
Börn þeirra:
4. Soffía Rut Hallgrímsdóttir, f. 19. febrúar 1951. Maður hennar Emil Ágústsson.
5. Anna Hallgrímsdóttir, f. 2. desember 1954. Maður hennar Arngrímur Hermannsson.
6. Ína Salóme Hallgrímsdóttir, f. 11. desember 1955. Maður hennar Gunnar Borgarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.