Kristín Jónasdóttir (Túnsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Jónasdóttir.

Kristín Jónasdóttir frá Leirá í Borgarfirði, húsfreyja fæddist þar 20. desember 1843 og lést 2. febrúar 1917 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jónas Benediktsson söðlasmiður, húsmaður, bóndi í Belgsholti í Melasveit, f. 14. ágúst 1816 á Stóru-Giljá í Hún., d. 16. desember 1854, og Helga Sveinsdóttir vinnukona á Leirá, f. 1807, d. 27. mars 1854.

Þau Jón giftu sig 1869, eignuðust sjö börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári sínu. Þau bjuggu á Indriðastöðum, Narfastöðum, Geldingaá og í Áskoti í Borgarfirði.
Jón lést 1889.
Kristín bjó ekkja í Áskoti 1889-1900, flutti þá til Magnúsar Jónssonar sonar síns á Sólvangi og bjó hjá honum til dánardægurs 1917.

I. Maður Kristínar, (3. júní 1869), var Jón Jónsson frá Deildartungu í Reykholtsdal í Borgarfirði, bóndi, f. þar 17. nóvember 1840, d. 23. október 1869. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Signýjarstöðum í Hálsasveit og í Deildartungu í Reykholtsdal í Borgarfirði, f. 11. desember 1786, d. 20. desember 1858, og síðari kona hans Guðrún Böðvarsdóttir frá Hofsstöðum í Hálsaveit, Borg., húsfreyja, f. 25. maí 1810, d. 13. apríl 1886.
Börn þeirra:
1. Jón Jónsson Reykdal málarameistari í Reykjavík, f. 28. september 1865, d. 6. júlí 1921. Kona hans Fanney Valdimarsdóttir.
2. Guðrún Jónsdóttir forstöðukona, rjómabústýra, húsfreyja á Ormsstöðum á Fellsströnd, Dal., f. 23. febrúar 1871, d. 23. mars 1956. Maður hennar Gestur Magnússon.
3. Jóhannes Jónsson smiður í Reykjavík, f. 21. maí 1872, d. 17. desember 1944. Fyrsta kona hans Helga Vigfúsdóttir, önnur kona hans Solveig Sæmundsdóttir. Þriðja kona hans Kristín Jónsdóttir.
4. Magnús Jónsson skipstjóri, ritstjóri, f. 1. september 1875, d. 6. febrúar 1946. Kona hans Hildur Ólafsdóttir.
5. Þorbjörn Jónsson smiður í Vesturheimi, f. 3. mars 1877, d. 27. september 1947.
6. Helga Jónsdóttir, f. 18. apríl 1879, d. 20. febrúar 1880.
7. Helgi Bjarni Jónsson búfræðingur, bóndi, smiður, f. 27. febrúar 1881, d. 13. janúar 1943. Kona hans Jósefína Sigurðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.