Kristín Benediktsdóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, rak gistihús í Stykkishólmi, vinnur á hjúkrunarheimili, fæddist 19. júní 1962.
Foreldrar hennar Ester Guðjónsdóttir, húsfreyja, bóndi, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012, og maður hennar Benedikt Frímannsson trésmíðameistari, bóndi, f. 27. júlí 1930, d. 10. febrúar 2017.

Börn Esterar og Benedikts:
1. Rebekka Benediktsdóttir, Brimhólabraut 38, húsfreyja, f. 21. janúar 1957. Maður hennar var Magnús Þórarinsson, látinn.
2. Drengur, fæddur andvana 16. apríl 1958.
3. Rakel Benediktsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1959. Maður hennar er Óskar Már Ásmundsson.
4. Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, rak gistihús í Stykkishólmi, vinnur á hjúkrunarheimili, fæddist 19. júní 1962. Maður hennar er Gestur Hólm Kristinsson.
5. Líney Benediktsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, býr í Mosfellsbæ, f. 3. október 1963. Sambýlismaður hennar er Reynir Jónsson.

Þau Ómar Ingi giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Gestur giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau búa í Stykkishólmi.

I. Fyrrum maður Kristínar er Ómar Ingi Jóhannesson vélstjóri, skipasmiður, er með doktorspróf í sálfræði, vinnur hjá Hagstofunni. Foreldrar hans Ólafía Stefánsdóttir, f. 10. maí 1919, d. 11. október 1999, og Jóhannes Jakobsson, f. 7. desember 1907, d. 13. apríl 1972.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Ómarsdóttir, f. 28. desember 1982.
2. Benedikt Ómarsson, f. 20. nóvember 1984.

II. Maður Kristínar er Gestur Hólm Kristinsson úr Stykkishólmi, vélstjóri, trillukarl, f. 5. ágúst 1956. Foreldrar hans Ingveldur Sigurðardóttir, f. 6. janúar 1928, d. 4. október 2018, og Kristinn Bjarni Gestsson, f. 23. nóvember 1932, d. 8. nóvember 2009.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.