Kristín Arnardóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Arnardóttir.

Kristín Arnardóttir kennari fæddist 13. júní 1957 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Örn Sigurjónsson vélstjóri, f. 4. desember 1930, d. 5. október 2004, og kona hans Inga Guðmundsdóttir húsfreyja, aðstoðarútibússtjóri, f. 1. nóvember 1931, d. 9. október 2022.

Kristín lauk kennaraprófi 1981, nam í framhaldsdeild K.H.Í. (sérkennsla) 1983-1984, stjórnendanám fyrir starfsleikninám 1986. Hún nam í DPU í Danmörku 2001, hluta úr meistaranámi í sérkennslufræðum 2011-2012, í kennsluleyfi 2021-2022 var hún í meistaranámi í kennslu tvítyngdra.
Hún var kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja 1981-1983, í Öskjuhlíðarskóla í Rvk frá 1985-1998, Hún kenndi í Varmalandsskóla í Borgarfirði 1999-2000, kenndi í Danmörku 2001-2002, aftur í Öskjuhlíðarskóla 2002-2006, þar af deildarstjóri 2003-2006, kenndi í Snælandsskóla 2006-2007, í Engidalsskóla í Hafnarfirði, deildarstjóri í sérkennslu 2007-2010, var sérkennslustjóri á leikskóla í Kópavogi 2010-2011, í Kópavogsskóla frá 2011.
Þau Steinn giftu sig, eignuðust þrjú börn og Steinn á tvö börn frá fyrri samböndum.

I. Maður Kristínar er Steinn Kárason skrúðgarðyrkjumeistari, umhverfishagfræðingur, f. 22. október 1954. Foreldrar hans Kári Steinsson frá Neðra-Ási í Hjaltadal, íþróttakennari, sundlaugarvörður, f. 2. apríl 1921, d. 24. júlí 2007, og kona hans Dagmar Valgerður Kristjánsdóttir frá Bræðraá í Sléttuhlíð í Skagaf., húsfreyja, f. 15. febrúar 1931, d. 15. apríl 2010.
Börn þeirra:
1. Sindri Freyr Steinsson tónmenntakennari, upptökustjóri, f. 26. febrúar 1987. Sambúðarkona hans Elín Edda Pálsdóttir.
2. Helgi Steinsson, vinnur á sambýli, f. 19. mars 1990.
3. Hlynur Steinsson, líffræðingur, f. 11. mars 1996. Sambúðarkona hans Eyrún Guðmundsdóttir.
Börn Steins frá fyrri samböndum:
4. Ásta Lilja Steinsdóttir, f. 29. desember 1973.
5. Kári Steinsson, f. 21. janúar 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Kristín.
  • Morgunblaðið 24. apríl 2010. Minning Dagmarar Valgerðar Kristjánsdóttur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.