Kristín Þórðardóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Þórðardóttir.

Kristín Þórðardóttir kennari fæddist 14. september 1937 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þórður Guðmundsson verslunarstjóri, f. 19. maí 1908, d. 19. október 1988, og kona hans Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1914, d. 21. mars 2002.

Kristin nam við Kvennaskólann í Reykjavík 1950-1954, lauk námi í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1956, sótti íþróttanámskeið í London og Íþróttaháskólanum í Köln 1957.
Hún var kennari í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1956-1957, Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum í Keflavík frá ársbyrjun 1958-1965 og Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1971-1973.
Þau Guðmundur giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Helgafelli 1972.

I. Maður Kristínar, (20. febrúar 1960), er Guðmundur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður, f. 13. desember 1932.
Börn þeirra:
1. Unnur Guðmundsdóttir, f. 24. júlí 1960. Maður hennar Knut Toven.
2. Álfhildur Guðmundsdóttir, f. 24. apríl 1964.
3. Þóra Margrét Guðmundsdóttir, f. 3. apríl 1974. Maður hennar Leo Cavaleri.
4. Valgerður Guðmundsdóttir, f. 9. október 1978.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 3. apríl 2002. Minning Margrétar Sigurðardóttur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.