Knútur Þorsteinsson (kennari)
Knútur Valdemar Þorsteinsson kennari fæddist 12. maí 1907 á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði og lést 16. maí 1996.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson bóndi, f. 29. október 1871, d. 23. nóvember 1931, og kona hans Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1976, d. 24. desember 1931.
Knútur var með foreldrum sínum á Úlfsstöðum 1920.
Hann nam í Alþýðuskólanum á Eiðum 1927-1929, sótti kennaranámskeið í Bergen 1929, lauk kennaraprófi 1931.
Knútur var kennari í Fáskrúðsfirði 1932-1938 og 1940-1942, í Barnaskólanum í Eyjum í forföllum kennara 1938-1939, í Reykholtsskólahéraði í Borg. 1939-1940, í Sandgerði í forföllum kennara 1942-1943, í Neskaupstað 1943-1944, skólastjóri í Norðfjarðarhreppi 1944-1945, kennari í barnaskóla á Seyðisfirði 1945-1948, skólastjóri barnaskólans á Höfn í Hornafirði frá 1948-1961, fulltrúi í menntamálaráðuneytinu 1961-1977, starfsmaður þar 1977-1983.
Knútur var hreppsnefndarmaður í Loðmundarfirði í 2 ár, hreppsnefndarmaður á Höfn í Hornafirði í 3 ár, skattanefndarmaður Hafnarhrepps í allmörg ár.
Þau Oddný giftu sig 1948, eignuðust tvö börn.
I. Kona Knúts, (5. desember 1948), var Oddný Sveinsdóttir kennari, f. 20. júlí 1920, d. 25. desember 2020. Foreldrar hennar voru Sveinn Guðbrandson bóndi á Hryggstekk í Skriðdal, S.-Múl., f. 3. september 1896, d. 15. september 1981, og kona hans Steinunn Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1895, d. 28. október 1993.
Börn þeirra:
1. Ósa Knútsdóttir kennari, f. 24. febrúar 1953.
2. Jón Hagbarður Knútsson guðfræðingur, prestur, f. 25. september 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.