Klemensarkirkja

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Fyrsta kirkjan sem byggð var á Íslandi var Klemensarkirkja. Klemens er nafn á kaþólskum dýrlingi sem m.a. var verndardýrlingur sjófarenda. Hún er talin hafa verið byggð undir Heimakletti á Hörgaeyri. Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu kirkjunnar og sumir fræðimenn telja að hún hafi ekki verið reist á Hörgaeyri heldur sunnan við innsiglinguna. Ljóst er að land á þessum slóðum hefur verið meira en nú og því margt komið undir sjó sem áður hefur staðið. Vestan við Heimaklett hafa fundist mannabein oftar en einu sinni og gæti þar hafa verið skipulagður kirkjugarður. Kirkjan stóð í kringum 300 ár, þangað til sjávarágangur hefur haft yfirhöndina.

Sjá einnig

  • Stafkirkjan. Byggð hefur verið endurmynd kirkjunnar og greinin um hana er ítarleg.Heimildir