„Súlnasker“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
3.260 bætum bætt við ,  25. nóvember 2005
Texti Gísla Lárussonar settur inn
Ekkert breytingarágrip
(Texti Gísla Lárussonar settur inn)
Lína 48: Lína 48:


Á seinni árum hefur þó ekki orðið vart við skerprest og eru því líkur til að hann sé annaðhvort dáinn eða þá orðinn svo hrumur af elli að hann sé ekki ferðafær þó það hafi hvorki frést að brauðið sé veitt öðrum eða gamli presturinn sé búinn að taka sér kapellán.“ <small>Fengið úr Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar frá Textasafni Orðabókar Háskóla Íslands. </small>
Á seinni árum hefur þó ekki orðið vart við skerprest og eru því líkur til að hann sé annaðhvort dáinn eða þá orðinn svo hrumur af elli að hann sé ekki ferðafær þó það hafi hvorki frést að brauðið sé veitt öðrum eða gamli presturinn sé búinn að taka sér kapellán.“ <small>Fengið úr Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar frá Textasafni Orðabókar Háskóla Íslands. </small>
==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==
VI. '''Súlnasker''' ; liggur ca 300-400 faðma frá [[Geldungur|Geldung]] í suðaustur. Er Súlnasker líkt á hæð og Geldungur. Það mun vera nál. Í ferhyrning og liggur norðan til á því hryggur austur og vestur, eftir endilöngu skeri. Er halli norðan við hrygginn ekki mikill og er þar alþakið fýl og lunda. Fyrir sunnan hrygginn er sléttlendi nokkuð, lárétt og er súluvarp mikið, en fyrir sunnan það er snarbratti að brún og alþakið [[fýll|fýl]] og lunda. Fyrir miðju skeri, að sunnan, skerst inn í það breiður vogur og ganga tvö nef þar fram, að vestan og austan. Á nefjum þessum er enginn halli og verpir þar aðallega svartfugl. Í gegnum nef þessi að neðan liggja göng, sem róa má stórum bát í gegn. Einnig má róa bát út úr vognum; er bergið mjög á sig fyrir miðjum vognum og 30 faðmar á hæð, svo að hellislögun verður og er það kallað '''Hellir''' . Hrapaði þar maður ofan af brún, Davíð nokkur Ólafsson ca 1850 og hafði líf (var hann að binda skóþveng sinn fremst á brún og er hann reisti sig upp féll hann niður. Tók hann jafnskjótt höndum niður fyrir knésbætur og rann þannig í sjó niður; báturinn var rétt hjá og tók hann upp meðvitundarlausan. En hann kom brátt til sjálfs sín og sakaði hvergi).
Örnefni eru hér mjög fá, þó er varða austast á Skerinu (hryggnum) nefnd '''Skerprestur'''  (sjá Þjóðsögur Jóns Árnasonar um prestinn). Önnur sögn er þessi: Tvo menn hrakti eitt sinn þangað og komust upp báðir og er þó uppganga þar afar örðug. Sagði þá annar maðurinn: Hér er ég kominn fyrir Guðs hjálp! En hinn mælti: Hér er ég kominn hvort sem hann vill eða ekki! Er þá mælt að skerið hafi hrist guðleysingjanum af sér og á suðurhallinn að stafa frá því. En hinn hlóð vörðu og hafðist þar bjargarlaus við í ½ ár, uns róðrabátar björguðu honum. Er það síðan talin skylda allra, er koma þangað upp í fyrsta sinn – og er þar nú eini uppgangurinn – að hlaða upp vörðuna og leggja fé í. Er þar töluvert af koparfé og hnöppum.
Á uppgöngunni eru þessi örnefni: '''Steðji'''  er farið er af skipi, á landsuðurshorninu, ofan við hann er '''Bænabringur'''  (gera menn þar bæn sína áður en upp er farið). Ofar enn er nefnt '''Súlnabæli''' ; þar suður af dálítið svæði nefnt '''Hella''' . Hér sunnar '''Langi-Lærvaður''' ; þar er farið niður á lærvað, þegar farið er þeim megin niður. Hér suður af eru '''Jappar'''  (flá gilmyndun með stöllum); enn sunnar '''Tómagil''' , mjótt gil, erfitt yfirferðar, því næst efst í uppgöngunni er endar á suðausturshorni skersins. Þá er vestan í skerinu nefnd '''Efri-'''  og '''Neðri-Rifa''' ; er þar súluvarp og há sig; má komast þar hátt upp af sjó fyrir færustu fjallamenn. Gegnum norðvesturhorn skersins er lítið gat, sem lokast við sjávarmál. Þetta gat er nefnt '''Rifa''' . Stendur Skerið þannig á fjórum fótum, eins og oft er að orði komist.
{{Heimildir|
* [[Gísli Lárusson]]. 1914 '''Örnefni á Vestmannaeyjum'''. [http://www.ornefni.is Örnefnastofnun Íslands]
}}


[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Eyjur]]

Leiðsagnarval