10
breytingar
Sigmar thor (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Sigmar thor (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 9: | Lína 9: | ||
Ég man vel að það var svo mikill vindur að það var varla stætt á bryggjunni, hvað þá heldur upp á bílpalli þar sem ég var að taka á móti og losa úr fiskisílóinu sem landað var með í þá daga. Þetta var áður en fiskikör og kassar komu til sögunnar. | Ég man vel að það var svo mikill vindur að það var varla stætt á bryggjunni, hvað þá heldur upp á bílpalli þar sem ég var að taka á móti og losa úr fiskisílóinu sem landað var með í þá daga. Þetta var áður en fiskikör og kassar komu til sögunnar. | ||
Eftir löndun var gengið vel frá bátnum inn í Friðarhöfn og áhöfnin fór heim. | Eftir löndun var gengið vel frá bátnum inn í Friðarhöfn og áhöfnin fór heim. | ||
Við Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, kona mín og sonur okkar Gísli á öðru ári, bjuggum á þessum tíma í nýju húsi við Illugagötu 38, vestast í bænum. | Við [[Kolbrún Ósk Óskarsdóttir]], kona mín og sonur okkar [[Gísli Sigmarsson]] á öðru ári, bjuggum á þessum tíma í nýju húsi við [[Illugagötu 38]], vestast í bænum. | ||
Við Kolla fórum í bíó þetta kvöld og þegar við komum úr bíóinu var komið ágætis veður og logn þegar við fórum að sofa um miðnættið. | Við Kolla fórum í bíó þetta kvöld og þegar við komum úr bíóinu var komið ágætis veður og logn þegar við fórum að sofa um miðnættið. | ||
Rétt fyrir kl. 2 um nóttina þann 23. janúar vakti Kolla mig og sagði að það væri einhver að hlaupa í kringum húsið, hún hefði fundið það. Við risum upp og hlustuðum en heyrðum ekki neinn hávaða þannig að við fórum bara aftur að sofa. Seinna gerðum við okkur grein fyrir því að þarna var um að ræða jarðskjálfta sem skók Heimaey þegar gosið kom upp á yfirborðið. | Rétt fyrir kl. 2 um nóttina þann 23. janúar vakti Kolla mig og sagði að það væri einhver að hlaupa í kringum húsið, hún hefði fundið það. Við risum upp og hlustuðum en heyrðum ekki neinn hávaða þannig að við fórum bara aftur að sofa. Seinna gerðum við okkur grein fyrir því að þarna var um að ræða jarðskjálfta sem skók Heimaey þegar gosið kom upp á yfirborðið. | ||
Stuttu seinna hringdi síminn og í símanum var Sigurður Óskarsson mágur minn sem bjó þá ásamt konu sinni og börnum við Helgafellsbraut 31, austarlega í bænum. Hann var að láta okkur vita að það væri farið að gjósa austur á Eyju. Þar sem ég stóð við símann gat ég horft austur gegnum eldhúsgluggann á þann stað sem Siggi sagði að gos hefði hafist. Það var ekki um að villast ég sá eldtungurnar stíga þarna til himins. Ég þakkaði Sigga fyrir að láta okkur vita og kvaddi. Kallaði í Kollu og sagði henni tíðindin. Við horfðum dálitla stund á þetta út um eldhúsgluggann. | Stuttu seinna hringdi síminn og í símanum var [[Sigurður Óskarsson]] mágur minn sem bjó þá ásamt konu sinni og börnum við [[Helgafellsbraut 31]], austarlega í bænum. Hann var að láta okkur vita að það væri farið að gjósa austur á Eyju. Þar sem ég stóð við símann gat ég horft austur gegnum eldhúsgluggann á þann stað sem Siggi sagði að gos hefði hafist. Það var ekki um að villast ég sá eldtungurnar stíga þarna til himins. Ég þakkaði Sigga fyrir að láta okkur vita og kvaddi. Kallaði í Kollu og sagði henni tíðindin. Við horfðum dálitla stund á þetta út um eldhúsgluggann. | ||
Það næsta sem ég gerði var, svona eftir á að hyggja, svolítið skrítin ákvörðun, en ég sagði Kollu minni að ég ætlaði að fara austur í bæ að skoða þetta nánar. Ég klæddi mig í föt og dreif mig út í bíl sem reyndar var bilaður því það snuðaði í honum kúpplíngsdiskurinn. Ég var ekki á þessum tíma alveg með það í huga að flýja Heimaey, það var ekki inn í myndinni. Kolla var reyndar ekki hrifin af því að ég skyldi fara þarna austur eftir, en reyndi ekki að stoppa mig. Hún fór að vekja Gísla litla og klæða hann í föt. | Það næsta sem ég gerði var, svona eftir á að hyggja, svolítið skrítin ákvörðun, en ég sagði Kollu minni að ég ætlaði að fara austur í bæ að skoða þetta nánar. Ég klæddi mig í föt og dreif mig út í bíl sem reyndar var bilaður því það snuðaði í honum kúpplíngsdiskurinn. Ég var ekki á þessum tíma alveg með það í huga að flýja Heimaey, það var ekki inn í myndinni. Kolla var reyndar ekki hrifin af því að ég skyldi fara þarna austur eftir, en reyndi ekki að stoppa mig. Hún fór að vekja Gísla litla og klæða hann í föt. | ||
Ég dreif mig nú af stað og keyrði sem leið lá austur á Eyju til að skoða gosið nánar. Sú sjón sem maður sá þarna austurfrá er ógleymanleg, jörðin nötraði og sérstakur og undarlegur hávaði og drunur fylgdu þessu. Þarna voru margir menn á bílum sem komu vestan úr bæ að skoða þessar náttúruhamfarir í nærmynd. Þessa stund sem ég stoppaði þarna fannst mér gosið magnast. Ekki varð ég var við mikla hræðslu hjá því fólki sem var að koma á svæðið og skoða gosið. Manni fannst gossprungan vera alveg við húsin sem voru þarna austast á Heimaey og ég hafði áhyggjur af fólkinu sem var að koma frá þeim húsum og húsum þarna í kring. Ég tók eftir því að nú var gossprungan að stækka og færst nær sjónum. Í spjalli við menn sem voru þarna í sömu erindagjörðum og ég kom fram að með sama áframhaldi gæti höfnin lokast, þannig að mér var hætt að lítast á blikuna. Ég ákvað því að fara aftur heim á Illugagötu, en vandamál var að snúa við og komast til baka því mikið af mönnum í bílum voru að koma þarna austur eftir til að skoða gosið. Þetta gekk nú fyrir rest og ég komst heim klakklaust, en kúplíngsdiskurinn var farinn að snuða það mikið að ég mátti vera heppinn að komast heim á bílnum. Mér er það minnistætt þegar ég keyrði upp Illugagötu, að Óskar | Ég dreif mig nú af stað og keyrði sem leið lá austur á Eyju til að skoða gosið nánar. Sú sjón sem maður sá þarna austurfrá er ógleymanleg, jörðin nötraði og sérstakur og undarlegur hávaði og drunur fylgdu þessu. Þarna voru margir menn á bílum sem komu vestan úr bæ að skoða þessar náttúruhamfarir í nærmynd. Þessa stund sem ég stoppaði þarna fannst mér gosið magnast. Ekki varð ég var við mikla hræðslu hjá því fólki sem var að koma á svæðið og skoða gosið. Manni fannst gossprungan vera alveg við húsin sem voru þarna austast á Heimaey og ég hafði áhyggjur af fólkinu sem var að koma frá þeim húsum og húsum þarna í kring. Ég tók eftir því að nú var gossprungan að stækka og færst nær sjónum. Í spjalli við menn sem voru þarna í sömu erindagjörðum og ég kom fram að með sama áframhaldi gæti höfnin lokast, þannig að mér var hætt að lítast á blikuna. Ég ákvað því að fara aftur heim á Illugagötu, en vandamál var að snúa við og komast til baka því mikið af mönnum í bílum voru að koma þarna austur eftir til að skoða gosið. Þetta gekk nú fyrir rest og ég komst heim klakklaust, en kúplíngsdiskurinn var farinn að snuða það mikið að ég mátti vera heppinn að komast heim á bílnum. Mér er það minnistætt þegar ég keyrði upp Illugagötu, að [[Óskar Matthíasson]] frændi minn og [[Þóra Sigurjónsdóotir]] kona hans sem bjuggu þá á Illugagötu 2, voru í austur kvistglugganum að horfa á gosið og veifuðu þegar ég keyrði framhjá. | ||
Þegar ég kom heim var Kolla mín orðin óþolinmóð að bíða ferðbúin með Gísla litla, sagði að hún væri dauðhrædd við þetta og fannst ég vera búinn að vera alltof lengi þarna austurfrá. Ég held að Surtseyjagosið hafi haft þau áhrif á mig og marga fleiri að maður var ekki hræddur við þetta gos. | Þegar ég kom heim var Kolla mín orðin óþolinmóð að bíða ferðbúin með Gísla litla, sagði að hún væri dauðhrædd við þetta og fannst ég vera búinn að vera alltof lengi þarna austurfrá. Ég held að Surtseyjagosið hafi haft þau áhrif á mig og marga fleiri að maður var ekki hræddur við þetta gos. | ||
Nú voru bílar farnir að keyra um bæinn og fólk hvatt til að koma sér niður á bryggju. Fyrirskipun var að allir ættu að yfirgefa Heimaey. | Nú voru bílar farnir að keyra um bæinn og fólk hvatt til að koma sér niður á bryggju. Fyrirskipun var að allir ættu að yfirgefa Heimaey. | ||
Siggi mágur og kona hans Sigurbjörg Óskarsdóttir komu heim til okkar á sínum bíl ásamt börnum sínum Sólveigu á 8. ári og Óskari rúmlega eins árs, þau fóru svo með okkur á Elliðaey VE til Þorlákshafnar. | Siggi mágur og kona hans [[Sigurbjörg Óskarsdóttir]] komu heim til okkar á sínum bíl ásamt börnum sínum Sólveigu á 8. ári og Óskari rúmlega eins árs, þau fóru svo með okkur á Elliðaey VE til Þorlákshafnar. | ||
Það var ekkert annað að gera en að koma sér niður á bryggju. Því klæddum við okkur í ágæt föt og Kolla fór í nýja spariskó sem hún hafði fengið í jólagjöf, sagði ekki ætla að skilja þá eftir. Engan annan farangur tókum við með, ekki einu sinni bleiu á peyann hvað þá heldur kerru sem auðvitað var nauðsynleg. | Það var ekkert annað að gera en að koma sér niður á bryggju. Því klæddum við okkur í ágæt föt og Kolla fór í nýja spariskó sem hún hafði fengið í jólagjöf, sagði ekki ætla að skilja þá eftir. Engan annan farangur tókum við með, ekki einu sinni bleiu á peyann hvað þá heldur kerru sem auðvitað var nauðsynleg. | ||
Við fórum síðan út í bíl einungis í þeim fötum sem við stóðum í og keyrðum niður á bryggju og gekk það ágætlega þar sem þetta var allt niður á móti og reyndi ekki mikið á kúpplínguna. | Við fórum síðan út í bíl einungis í þeim fötum sem við stóðum í og keyrðum niður á bryggju og gekk það ágætlega þar sem þetta var allt niður á móti og reyndi ekki mikið á kúpplínguna. | ||
Það var komið töluvert af fólki á bryggjuna og nokkrir um borð í Elliðaey. Ekki man ég hvað margir fóru með okkur en það voru nokkrir tugir eða 70 til 80 manns. Alla vega voru allar kojur og bekkir fullir af fólki og töluvert af | Það var komið töluvert af fólki á bryggjuna og nokkrir um borð í Elliðaey. Ekki man ég hvað margir fóru með okkur en það voru nokkrir tugir eða 70 til 80 manns. Alla vega voru allar kojur og bekkir fullir af fólki og töluvert af börnum. | ||
Gamall maður kom á hjóli niður bryggjuna og bað um far sem var auðvitað sjálfsagt. Hann spurði sérstaklega um það hvort hann mætti taka með sér reiðhjólið, og var það auðsótt mál þannig að við tókum við hjólinu og gengu frá því um borð. Hann var ekki með neinn annan farangur frekar en svo margir sem með okkur fóru til Þorlákshafnar þessa minnistæðu nót. | Gamall maður kom á hjóli niður bryggjuna og bað um far sem var auðvitað sjálfsagt. Hann spurði sérstaklega um það hvort hann mætti taka með sér reiðhjólið, og var það auðsótt mál þannig að við tókum við hjólinu og gengu frá því um borð. Hann var ekki með neinn annan farangur frekar en svo margir sem með okkur fóru til Þorlákshafnar þessa minnistæðu nót. | ||
Eitthvað á bilinu 4 til 5 um nóttina lögðum við frá bryggju í Friðarhöfn og sigldum út höfnina. Flestar konurnar og börnin voru niðri í lúkkar eða aftur í káetu en margir karlar voru uppi á dekki þar sem litið pláss var niðri. Þó voru einhverjar konur uppi á dekki þegar siglt var út úr höfninni, þar á meðal Kolla mín með Gísla litla í fanginu, en hún var frekar sjóveik og vildi hafa frískt loft. Við sigldum nú út höfnina, og þegar komið var út fyrir garða byrjaði mikið öskufall sem rigndi yfir bátinn og það var eins og kraumaði í sjónum þegar askan lenti allt í kringum bátinn. Við Kolla urðum að flýja með drenginn niður í káetu þar sem ég átti mína koju. Þar var nú kannski ekki vistlegt í svo gömlum bát. Hátt véla- og skrúfuhljóð heyrðist þarna og ekki var góð bátalyktin sem oft fylgir gömlum trébátum sem óvanir þola illa. Kolla fór í kojuna mína en var strax farin að finna fyrir sjóveiki þannig að hún átti erfitt með að hugsa um Gísla litla og ég hafði takmarkaðan tíma þar sem ég þurfti að sinna mínum störfum sem stýrimaður. En við vorum heppin að niðri í káetu var komin kona sem hét Eva Valdimarsdóttir frá Bræðraborg, kona Magnúsar Magnússonar vélstjóra. Hún tók Gísla litla upp á sína arma og passaði hann þar til hann sofnaði í kojunni hjá Kollu. Eva átti eftir að standa sig vel þar sem hún var alla leiðina til Þorlákshafnar að hjálpa sjóveiku fólki og stappa í það stálinu. | Eitthvað á bilinu 4 til 5 um nóttina lögðum við frá bryggju í Friðarhöfn og sigldum út höfnina. Flestar konurnar og börnin voru niðri í lúkkar eða aftur í káetu en margir karlar voru uppi á dekki þar sem litið pláss var niðri. Þó voru einhverjar konur uppi á dekki þegar siglt var út úr höfninni, þar á meðal Kolla mín með Gísla litla í fanginu, en hún var frekar sjóveik og vildi hafa frískt loft. Við sigldum nú út höfnina, og þegar komið var út fyrir garða byrjaði mikið öskufall sem rigndi yfir bátinn og það var eins og kraumaði í sjónum þegar askan lenti allt í kringum bátinn. Við Kolla urðum að flýja með drenginn niður í káetu þar sem ég átti mína koju. Þar var nú kannski ekki vistlegt í svo gömlum bát. Hátt véla- og skrúfuhljóð heyrðist þarna og ekki var góð bátalyktin sem oft fylgir gömlum trébátum sem óvanir þola illa. Kolla fór í kojuna mína en var strax farin að finna fyrir sjóveiki þannig að hún átti erfitt með að hugsa um Gísla litla og ég hafði takmarkaðan tíma þar sem ég þurfti að sinna mínum störfum sem stýrimaður. En við vorum heppin að niðri í káetu var komin kona sem hét [[Eva Valdimarsdóttir]] frá Bræðraborg, kona [[Magnúsar Magnússonar]] vélstjóra. Hún tók Gísla litla upp á sína arma og passaði hann þar til hann sofnaði í kojunni hjá Kollu. Eva átti eftir að standa sig vel þar sem hún var alla leiðina til Þorlákshafnar að hjálpa sjóveiku fólki og stappa í það stálinu. | ||
Öskufallið stóð stutt yfir var að mestu hætt þegar við komum í Faxasund. | Öskufallið stóð stutt yfir var að mestu hætt þegar við komum í Faxasund. | ||
Það er mér mjög minnistætt þegar við sigldum út úr höfninni og fyrir klettinn hvað gosið var tignarlegt í myrkrinu ef hægt er að nota það orðalag yfir þessa ógeðfeldu sjón sem blasti við og sem ég mun aldrei gleyma. | Það er mér mjög minnistætt þegar við sigldum út úr höfninni og fyrir klettinn hvað gosið var tignarlegt í myrkrinu ef hægt er að nota það orðalag yfir þessa ógeðfeldu sjón sem blasti við og sem ég mun aldrei gleyma. | ||
Lína 30: | Lína 30: | ||
Eftir 4 til 5 tíma siglingu var komið til hafnar í Þorlákshöfn og það er einnig eftirminnilegt að sjá bryggjurnar fullar af rútum og bílum og góðu fólki sem var tilbúið að hjálpa okkur Eyjamönnum. | Eftir 4 til 5 tíma siglingu var komið til hafnar í Þorlákshöfn og það er einnig eftirminnilegt að sjá bryggjurnar fullar af rútum og bílum og góðu fólki sem var tilbúið að hjálpa okkur Eyjamönnum. | ||
Við Kolla og Gísli litli fórum upp á bryggju þar sem ég kvaddi þegar þau fóru í litla rútu sem flutti hluta af Vestmannaeyingunum sem komu með Elliðaey í Kópavog. | Við Kolla og Gísli litli fórum upp á bryggju þar sem ég kvaddi þegar þau fóru í litla rútu sem flutti hluta af Vestmannaeyingunum sem komu með Elliðaey í Kópavog. | ||
Tekið var vel á móti þeim í Kópavogi og þá loksins gat Kolla náð sambandi við Soffíu Zophaníasdóttir móður sína sem hafði alla nóttina og morguninn reynt að fá fréttir af sínum börnum. Ekki verður hér nánar skrifað um veru okkar á Reykjavíkursvæðinu, en við bjuggum á 4 stöðum þetta ár sem við vorum uppi á landi. Sú saga er efni í aðra grein. | Tekið var vel á móti þeim í Kópavogi og þá loksins gat Kolla náð sambandi við [[Soffíu Zophaníasdóttir]] móður sína sem hafði alla nóttina og morguninn reynt að fá fréttir af sínum börnum. Ekki verður hér nánar skrifað um veru okkar á Reykjavíkursvæðinu, en við bjuggum á 4 stöðum þetta ár sem við vorum uppi á landi. Sú saga er efni í aðra grein. | ||
Við á Elliðaey VE stoppuðum ekki lengi í Þorlákshöfn, því strax og fólkið var farið upp úr bát slepptum við landfestum og sigldum aftur til Eyja. Menn voru búnir að átta sig á því að það vantaði ýmislegt ef við áttum að staldra við einhvern tíma á fastalandinu, þá vorum við aðalega að hugsa um föt, skó og rúmföt. | Við á Elliðaey VE stoppuðum ekki lengi í Þorlákshöfn, því strax og fólkið var farið upp úr bát slepptum við landfestum og sigldum aftur til Eyja. Menn voru búnir að átta sig á því að það vantaði ýmislegt ef við áttum að staldra við einhvern tíma á fastalandinu, þá vorum við aðalega að hugsa um föt, skó og rúmföt. | ||
Siglingin til Vestmannaeyja gekk vel. Þegar við nálguðumst Heimaey og sigldum inn til Eyja sáum við að ekkert lát var á gosinu. | Siglingin til Vestmannaeyja gekk vel. Þegar við nálguðumst Heimaey og sigldum inn til Eyja sáum við að ekkert lát var á gosinu. |
breytingar