„Saga Vestmannaeyja I./ XIII. Herfylking Vestmannaeyja, 3. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 117: Lína 117:
Sýslumaðurinn, kapteinn von Kohl, hafði sjálfur á hendi alla aðalstjórn Herfylkingarinnar. Þjálfun foringja og liðsmanna var og hans verk og lagði hann í það mikla vinnu. Fyrst eftir að Herfylkingin var stofnuð var venja að fylkja liðinu á grasgrundunum vestur af [[Lönd]]um og þar voru æfingarnar haldnar.<br>
Sýslumaðurinn, kapteinn von Kohl, hafði sjálfur á hendi alla aðalstjórn Herfylkingarinnar. Þjálfun foringja og liðsmanna var og hans verk og lagði hann í það mikla vinnu. Fyrst eftir að Herfylkingin var stofnuð var venja að fylkja liðinu á grasgrundunum vestur af [[Lönd]]um og þar voru æfingarnar haldnar.<br>
Þegar búið var að koma upp þinghúsi Vestmannaeyja var liðinu stefnt þangað, er því var safnað til heræfinga.<br>
Þegar búið var að koma upp þinghúsi Vestmannaeyja var liðinu stefnt þangað, er því var safnað til heræfinga.<br>
[[Þinghúsið|Þinghúsi Vestmannaeyja]] var komið upp fyrir frábæran dugnað og áhuga Kohl sýslumanns. Gamla þinghúsið á [[Hvítingar|Hvítingum]] var fyrir löngu úr sögunni. Voru þinghöldin venjulegast hjá hreppstjóra, þannig alllengi í Nýjabæ hjá Magnúsi Austmann. Kohl hófst handa til byggingar hins nýja þinghúss, og voru allir ráðandi menn hér því máli mjög fylgjandi. Veitti sveitarsjóður Vestmannaeyja lán af inneign sinni í jarðabókarsjóði, 600 rd., upp í kostnað við byggingu þinghússins. Hafði Kohl útvegað leyfi stjórnarinnar til þessarar lántöku og gekk um það bréf dómsmálaráðuneytisins 16. febr. 1859.¹⁶) Þetta lán var seinna gefið eftir, sbr. bréf ráðuneytisins frá 1866. Þinghúsið var fullbyggt 1858. Það var að lengd 20 álnir og 10 álnir á breidd. Grjótveggir undir og austurgaflveggur hlaðinn af grjóti. Standþilgafl að vestan með vængjahurðum og bogagluggi yfir dyrum og að auki sinn bogaglugginn hvorum megin þeirra, 4 gluggar á veggjum, einn bogagluggi á austurgafli. Þak úr timbri. Á vesturgafli var 8 daga sigurverk, að ofanverðu slíður fyrir 12 byssur og merkisstöng. Þingstofan var í vesturenda hússins, stór stofa með hvelfingu. Þar var borð og útskornir stólar, 2 hvílubekkir og 2 ljósastikur, hrákadallar með veggjum o.fl. Í salnum var safn af uppdráttum ýmsra landa. Á töflu, er hékk frammi, voru ritaðar reglur, er gæta skyldi innanhúss. Í þinghússborðinu voru geymd ritföng og bækur voru þar, er menn gátu lesið í í tómstundum. Var þetta fyrsti vísir að bókasafni hér. Í austanverðu húsinu var bálkur mikill og breiður, uppi á honum voru bekkir, en undir bálka þessum voru 3 fangaklefar og gengið í þá að utanverðu inn um dyr á austurgafli. Þinghúsið var notað mikið í þágu Herfylkingarinnar og þar í húsinu var vopnabúrið. Voru byssurnar reistar umhverfis stöpul, ásamt hermerkjunum. Á flaggstöngina á burstinni var vitaflaggið undið upp, er hermennirnir skyldu mæta. Yfir aðaldyrum þinghússins og eins yfir dyrum á norðurveggnum var kórónumerkið. Það smíðaði [[Magnús Eyjólfsson silfursmiður]]. Á vesturgaflinum voru með stórum stöfum dregin upp einkunnarorðin: Þinghús Vestmannaeyja. Ártalið 1858 var á vindhana á burstinni.<br>
[[Þinghúsið|Þinghúsi Vestmannaeyja]] var komið upp fyrir frábæran dugnað og áhuga Kohl sýslumanns. Gamla þinghúsið á [[Hvítingar|Hvítingum]] var fyrir löngu úr sögunni. Voru þinghöldin venjulegast hjá hreppstjóra, þannig alllengi í Nýjabæ hjá [[Magnús Jónsson Austmann|Magnúsi Austmann]]. Kohl hófst handa til byggingar hins nýja þinghúss, og voru allir ráðandi menn hér því máli mjög fylgjandi. Veitti sveitarsjóður Vestmannaeyja lán af inneign sinni í jarðabókarsjóði, 600 rd., upp í kostnað við byggingu þinghússins. Hafði Kohl útvegað leyfi stjórnarinnar til þessarar lántöku og gekk um það bréf dómsmálaráðuneytisins 16. febr. 1859.¹⁶) Þetta lán var seinna gefið eftir, sbr. bréf ráðuneytisins frá 1866. Þinghúsið var fullbyggt 1858. Það var að lengd 20 álnir og 10 álnir á breidd. Grjótveggir undir og austurgaflveggur hlaðinn af grjóti. Standþilgafl að vestan með vængjahurðum og bogagluggi yfir dyrum og að auki sinn bogaglugginn hvorum megin þeirra, 4 gluggar á veggjum, einn bogagluggi á austurgafli. Þak úr timbri. Á vesturgafli var 8 daga sigurverk, að ofanverðu slíður fyrir 12 byssur og merkisstöng. Þingstofan var í vesturenda hússins, stór stofa með hvelfingu. Þar var borð og útskornir stólar, 2 hvílubekkir og 2 ljósastikur, hrákadallar með veggjum o.fl. Í salnum var safn af uppdráttum ýmsra landa. Á töflu, er hékk frammi, voru ritaðar reglur, er gæta skyldi innanhúss. Í þinghússborðinu voru geymd ritföng og bækur voru þar, er menn gátu lesið í í tómstundum. Var þetta fyrsti vísir að bókasafni hér. Í austanverðu húsinu var bálkur mikill og breiður, uppi á honum voru bekkir, en undir bálka þessum voru 3 fangaklefar og gengið í þá að utanverðu inn um dyr á austurgafli. Þinghúsið var notað mikið í þágu Herfylkingarinnar og þar í húsinu var vopnabúrið. Voru byssurnar reistar umhverfis stöpul, ásamt hermerkjunum. Á flaggstöngina á burstinni var vitaflaggið undið upp, er hermennirnir skyldu mæta. Yfir aðaldyrum þinghússins og eins yfir dyrum á norðurveggnum var kórónumerkið. Það smíðaði [[Magnús Eyjólfsson silfursmiður]]. Á vesturgaflinum voru með stórum stöfum dregin upp einkunnarorðin: Þinghús Vestmannaeyja. Ártalið 1858 var á vindhana á burstinni.<br>
[[Þinghúsið]] varð fljótt eins konar miðstöð fyrir samkomur og mannfundi hér. Þótti það hið prýðilegasta í alla staði, svo að annað eins hús, að frátalinni kirkjunni, hafði eigi sézt hér eða í nærhéruðunum á landi.<br>
[[Þinghúsið]] varð fljótt eins konar miðstöð fyrir samkomur og mannfundi hér. Þótti það hið prýðilegasta í alla staði, svo að annað eins hús, að frátalinni kirkjunni, hafði eigi sézt hér eða í nærhéruðunum á landi.<br>
Eins og áður segir var herliðinu safnað saman fyrir framan þinghúsið, og var þar fylkt liði. Síðan hafin herganga inn á [[Brimhólalaut|Flatirnar við Brimhóla]]. Þar voru sléttar og harðar valllendisgrundir og mjög hentugar fyrir æfingar. Í hvert sinn, er æfingar voru haldnar, var gefin út skrifleg fyrirskipun um það samkvæmt flokksreglunum. Fyrirskipunina undirritaði fylkingarstjórinn og með honum yfirflokksforinginn. Við yfirflokksforingjastöðunni hafði Jón Salómonsen fljótt tekið í forföllum Kristjáns Magnússonar. Í fyrirskipununum var ætíð getið, hvar æfingarnar áttu að fara fram.<br>
Eins og áður segir var herliðinu safnað saman fyrir framan þinghúsið, og var þar fylkt liði. Síðan hafin herganga inn á [[Brimhólalaut|Flatirnar við Brimhóla]]. Þar voru sléttar og harðar valllendisgrundir og mjög hentugar fyrir æfingar. Í hvert sinn, er æfingar voru haldnar, var gefin út skrifleg fyrirskipun um það samkvæmt flokksreglunum. Fyrirskipunina undirritaði fylkingarstjórinn og með honum yfirflokksforinginn. Við yfirflokksforingjastöðunni hafði Jón Salómonsen fljótt tekið í forföllum Kristjáns Magnússonar. Í fyrirskipununum var ætíð getið, hvar æfingarnar áttu að fara fram.<br>

Leiðsagnarval