84.628
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
| Lína 15: | Lína 15: | ||
leigumálinn oftast kenndur við aðaleyna, sem undir heyrði. Hvort heldur var um að tala heyskap, beitarréttindi fyrir sauðfé, veiðiréttindi o.fl. í úteyjum, mátti enginn þeirra bænda, er höfðu sömu úteyjar, fara fram fyrir annan, heldur urðu allir að fylgja hinum óskráðu samþykktum hér um, er hver og einn gekk að af sjálfu sér um leið og hann gerðist ábúandi á jörð í sameigninni. Alla framkvæmd um úteyjaferðir, köllun og undirbúning um veiðifarir, hafði einn bóndi innan hverrar sameignar á hendi, og þá fyrir það smávegis þóknun í landauragreiðslu, svo sem í fugli eða ýmsum fríðindum. Með fullkominni samvinnu og félagsátökum tókst bændum að notfæra sér fjarlægar úteyjar á sem beztan hátt og með minnstum tilkostnaði, en slíkt með öllu ókleift mjög fáum eða einum bónda. Og með reglubundnum veiðiförum eftir samþykktum, er studdust við reynslu fyrri tíma, var fuglaveiðum og eggjatekju stillt svo í hóf, að fuglastofninn rýrnaði eigi, og hélzt þannig við allarðvænlegur atvinnuvegur, fuglatekjan. Höfðu sameignarbændur vakandi auga á öllu, er hér að laut, og hinar ýmsu fuglatekjugreinar, lunda- og svartfuglaveiðar og fýlungaveiðar, er öllum var framfylgt, hverri með sínum hætti, voru eftir að eyjabændur fengu sjálfir fullkomin umráð yfir öllum veiðiskap í úteyjum starfræktar með stökustu nákvæmni um veiðiaðferðir og veiðitíma, eftir settum veiðireglum. Tilhögunin og reglurnar um veiði, er mátti heita allflókið viðfangsefni, að minnsta kosti fyrir ókunnuga, var sem óskrifað lögmál eyjamönnum, er sjálfsagt var að fara eftir. Með þessu vannst og áreiðanleg varðveizla nytjafuglsstofnsins, sem mjög var áríðandi, því að héðan kom eyjabændum árlega mikilsvert búsílag, sem bætti upp fæð kvikfénaðarins. Vér sjáum, hversu eyjamenn sækja sér föng í fjöllin og út á sjóinn, og láta eigi bugast af erfiðleikum og hættum, sem hin stranga lífsbarátta þeirra leggur þeim á herðar. Og hún krefst mikilla fórna í missi mannslífa fyrir öflun hins daglega brauðs. Með stöku harðfylgi og vægðarlausri ósérhlífni hefir eyjabúum að jafnaði tekizt á umliðnum öldum að forða héraði sínu frá ógnum hallæris og mannfellis á harðindaárum betur en víða gerðist hér á landi. Í hinni hörðu lífsbaráttu, sem eyjamenn mega heyja, hefir sóknin samt verið vonlaus lengstum fyrir bættum lífsskilyrðum, unz birti af nýjum degi. Aðalávöxtinn af stríði og striti eyjamanna um margar aldir hirtu aðrir utanaðkomandi, aðeins molarnir féllu hinum í skaut til fullnægingar einföldustu nauðsynlegum þörfum hins fábreytta lífs.<br> | leigumálinn oftast kenndur við aðaleyna, sem undir heyrði. Hvort heldur var um að tala heyskap, beitarréttindi fyrir sauðfé, veiðiréttindi o.fl. í úteyjum, mátti enginn þeirra bænda, er höfðu sömu úteyjar, fara fram fyrir annan, heldur urðu allir að fylgja hinum óskráðu samþykktum hér um, er hver og einn gekk að af sjálfu sér um leið og hann gerðist ábúandi á jörð í sameigninni. Alla framkvæmd um úteyjaferðir, köllun og undirbúning um veiðifarir, hafði einn bóndi innan hverrar sameignar á hendi, og þá fyrir það smávegis þóknun í landauragreiðslu, svo sem í fugli eða ýmsum fríðindum. Með fullkominni samvinnu og félagsátökum tókst bændum að notfæra sér fjarlægar úteyjar á sem beztan hátt og með minnstum tilkostnaði, en slíkt með öllu ókleift mjög fáum eða einum bónda. Og með reglubundnum veiðiförum eftir samþykktum, er studdust við reynslu fyrri tíma, var fuglaveiðum og eggjatekju stillt svo í hóf, að fuglastofninn rýrnaði eigi, og hélzt þannig við allarðvænlegur atvinnuvegur, fuglatekjan. Höfðu sameignarbændur vakandi auga á öllu, er hér að laut, og hinar ýmsu fuglatekjugreinar, lunda- og svartfuglaveiðar og fýlungaveiðar, er öllum var framfylgt, hverri með sínum hætti, voru eftir að eyjabændur fengu sjálfir fullkomin umráð yfir öllum veiðiskap í úteyjum starfræktar með stökustu nákvæmni um veiðiaðferðir og veiðitíma, eftir settum veiðireglum. Tilhögunin og reglurnar um veiði, er mátti heita allflókið viðfangsefni, að minnsta kosti fyrir ókunnuga, var sem óskrifað lögmál eyjamönnum, er sjálfsagt var að fara eftir. Með þessu vannst og áreiðanleg varðveizla nytjafuglsstofnsins, sem mjög var áríðandi, því að héðan kom eyjabændum árlega mikilsvert búsílag, sem bætti upp fæð kvikfénaðarins. Vér sjáum, hversu eyjamenn sækja sér föng í fjöllin og út á sjóinn, og láta eigi bugast af erfiðleikum og hættum, sem hin stranga lífsbarátta þeirra leggur þeim á herðar. Og hún krefst mikilla fórna í missi mannslífa fyrir öflun hins daglega brauðs. Með stöku harðfylgi og vægðarlausri ósérhlífni hefir eyjabúum að jafnaði tekizt á umliðnum öldum að forða héraði sínu frá ógnum hallæris og mannfellis á harðindaárum betur en víða gerðist hér á landi. Í hinni hörðu lífsbaráttu, sem eyjamenn mega heyja, hefir sóknin samt verið vonlaus lengstum fyrir bættum lífsskilyrðum, unz birti af nýjum degi. Aðalávöxtinn af stríði og striti eyjamanna um margar aldir hirtu aðrir utanaðkomandi, aðeins molarnir féllu hinum í skaut til fullnægingar einföldustu nauðsynlegum þörfum hins fábreytta lífs.<br> | ||
Í supplícatíu eyjamanna, er [[Kláus Eyjólfsson]] bar fram á Alþingi 1633, er komizt svo að orði: „ ... einkanlega þar ei fást færin með hverjum menn draga arð og fóstur að sínum heimilum, svo vel sem reiðurunum og öðrum innlenzkum og útlenzkum til gagns.“<br> | Í supplícatíu eyjamanna, er [[Kláus Eyjólfsson]] bar fram á Alþingi 1633, er komizt svo að orði: „ ... einkanlega þar ei fást færin með hverjum menn draga arð og fóstur að sínum heimilum, svo vel sem reiðurunum og öðrum innlenzkum og útlenzkum til gagns.“<br> | ||
Í Vestmannaeyjum fór hagur manna mjög eftir fiskaflanum. Þegar fiskiár voru góð fjölgaði fólkinu og ný tómthús risu upp, er hurfu aftur fljótlega, þegar fiskileysisárin komu. Hins vegar voru jarðirnar að jafnaði fullsetnar, þótt árferði versnaði, og björguðust bændur þá af búpeningi sínum, þótt lítill væri, og fuglatekju, er þeir höfðu betri aðstöðu til að notfæra sér heldur en tómthúsmennirnir, er þó nutu og mikils hér af. Eins og sýnt er fram á í þessu riti, versnaði ástandið í eyjunum frá síðustu árum 17. aldar, fram eftir 18. öldinni og var undir lok aldarinnar mjög bágborið. Voru þá aðeins eftir 2—3 tómthús í byggingu í eyjunum, en fyrrum höfðu þau oft verið hátt á 4. tug. Hefir á þessum síðustu tímum sorfið allfast að, eins og sjá má af hinum tíðu dauðsföllum af völdum skyrbjúgs og niðurfallssýki, sbr. dánarskýrslur presta. Barnadauðinn af völdum ginklofaveikinnar var á þessum tímum, er skýrslur ná til, afar mikill, og hefir verið það mjög lengi og sem sérkenni fyrir eyjarnar, þó að vísu væri barnadauði mikill annars staðar, en þetta mun samt eigi hafa komið verulega að sök með tilliti til fólksfækkunar hér, því að alltaf kom nægilegt fólk að af landi, ef skilyrði voru að öðru leyti góð. Ginklofaveikin hélt áfram að vera mjög skæð hér á fyrstu áratugum 19. aldar, og þótti þá eigi annað fært en að setja hér fastan lækni til útrýmingar veikinni, 1828. Gengu eyjamenn röggsamlega fram í því að fá lækni til eyjanna, og buðust til þess að taka þátt í kostnaðinum af fremsta megni. Enda voru eyjamenn því óvanir að hafður væri tilkostnaður þeirra vegna. Mátti segja, að slík framlög ættu sér engan stað utan til kirkjubyggingar, eftir að Landakirkja komst á framfæri Jarðabókarsjóðs á 18. öld. Lítils háttar þóknun og til sýslumannslauna til uppbótar á sýslumannsfiskinum. En því fékkst fyrst framgengt eftir að morðmálið, er kennt var við morðið í [[Hvíld]], kom upp, að eyjamenn fengu sýslumann búsettan í eyjum, í lok 17. aldar.<br> | Í Vestmannaeyjum fór hagur manna mjög eftir fiskaflanum. Þegar fiskiár voru góð fjölgaði fólkinu og ný tómthús risu upp, er hurfu aftur fljótlega, þegar fiskileysisárin komu. Hins vegar voru jarðirnar að jafnaði fullsetnar, þótt árferði versnaði, og björguðust bændur þá af búpeningi sínum, þótt lítill væri, og fuglatekju, er þeir höfðu betri aðstöðu til að notfæra sér heldur en tómthúsmennirnir, er þó nutu og mikils hér af. Eins og sýnt er fram á í þessu riti, versnaði ástandið í eyjunum frá síðustu árum 17. aldar, fram eftir 18. öldinni og var undir lok aldarinnar mjög bágborið. Voru þá aðeins eftir 2—3 tómthús í byggingu í eyjunum, en fyrrum höfðu þau oft verið hátt á 4. tug. Hefir á þessum síðustu tímum sorfið allfast að, eins og sjá má af hinum tíðu dauðsföllum af völdum skyrbjúgs og niðurfallssýki, sbr. dánarskýrslur presta. Barnadauðinn af völdum ginklofaveikinnar var á þessum tímum, er skýrslur ná til, afar mikill, og hefir verið það mjög lengi og sem sérkenni fyrir eyjarnar, þó að vísu væri barnadauði mikill annars staðar, en þetta mun samt eigi hafa komið verulega að sök með tilliti til fólksfækkunar hér, því að alltaf kom nægilegt fólk að af landi, ef skilyrði voru að öðru leyti góð. Ginklofaveikin hélt áfram að vera mjög skæð hér á fyrstu áratugum 19. aldar, og þótti þá eigi annað fært en að setja hér fastan lækni til útrýmingar veikinni, 1828. Gengu eyjamenn röggsamlega fram í því að fá lækni til eyjanna, og buðust til þess að taka þátt í kostnaðinum af fremsta megni. Enda voru eyjamenn því óvanir að hafður væri tilkostnaður þeirra vegna. Mátti segja, að slík framlög ættu sér engan stað utan til kirkjubyggingar, eftir að Landakirkja komst á framfæri Jarðabókarsjóðs á 18. öld. Lítils háttar þóknun og til sýslumannslauna til uppbótar á sýslumannsfiskinum. En því fékkst fyrst framgengt eftir að morðmálið, er kennt var við morðið í [[Hvíld, örnefni|Hvíld]], kom upp, að eyjamenn fengu sýslumann búsettan í eyjum, í lok 17. aldar.<br> | ||
Karlmennskuhugur og áræði hefir þótt einkenna eyjabúa, enda eigi heiglum hent að standa í þeim þolraunum og stórhættum, sem þeim oftlega voru búnar við öflun hins daglega brauðs. Víst fjörbragð og glaðsinni hefir og þótt vera hér yfir fólki, þrátt fyrir einangrunina. Þetta að sumu leyti að þakka stöðugu innstreymi af fólki. Að vísu hefir stundum þótt úr hófi keyra drykkjuskapur og svalllífi, svo að þörf hefir þótt til umvöndunar, eins og kemur fram í skrifum valdsmanna á síðasta hluta 18. aldar og fyrir miðja 19. öld, sbr. og ummæli í kvæði séra [[Jón Þorsteinsson|Jóns Þorsteinssonar]] frá öndverðri 17. öld. En líklega mun hér kenna um of vandlætingar, og mun sízt hafa verið verra í eyjunum í þessum efnum en í öðrum verstöðvum, þar sem saman var kominn fjöldi aðkomufólks á vertíð úr mörgum landshlutum. Á tímunum eftir [[Tyrkjaránið]] var mikill glundroði hér á ýmsum sviðum, sem eigi var að furða, er eyjarnar tóku að byggjast að nýju og fyllast tók í skörðin eftir hina herleiddu. En samt hefir furðanlega fljótt skipazt í hið fasta og skipulagsbundna form, er á öllum tímum undantekningarlítið var yfir athöfnum manna í sjósókn og fjallasókn, bundið föstum venjum og samþykktum, er hinir ráðandi menn meðal bænda og formanna vöktu yfir á öllum tímum, að eigi færðust úr skorðum innan vébanda samvinnu- og félagssamtaka, og með samlögum að því, er snertir útgerð bænda á eigin skipum og í veiðiförum og úteyjasókn innan hinna einstöku leigumála.<br> | Karlmennskuhugur og áræði hefir þótt einkenna eyjabúa, enda eigi heiglum hent að standa í þeim þolraunum og stórhættum, sem þeim oftlega voru búnar við öflun hins daglega brauðs. Víst fjörbragð og glaðsinni hefir og þótt vera hér yfir fólki, þrátt fyrir einangrunina. Þetta að sumu leyti að þakka stöðugu innstreymi af fólki. Að vísu hefir stundum þótt úr hófi keyra drykkjuskapur og svalllífi, svo að þörf hefir þótt til umvöndunar, eins og kemur fram í skrifum valdsmanna á síðasta hluta 18. aldar og fyrir miðja 19. öld, sbr. og ummæli í kvæði séra [[Jón Þorsteinsson|Jóns Þorsteinssonar]] frá öndverðri 17. öld. En líklega mun hér kenna um of vandlætingar, og mun sízt hafa verið verra í eyjunum í þessum efnum en í öðrum verstöðvum, þar sem saman var kominn fjöldi aðkomufólks á vertíð úr mörgum landshlutum. Á tímunum eftir [[Tyrkjaránið]] var mikill glundroði hér á ýmsum sviðum, sem eigi var að furða, er eyjarnar tóku að byggjast að nýju og fyllast tók í skörðin eftir hina herleiddu. En samt hefir furðanlega fljótt skipazt í hið fasta og skipulagsbundna form, er á öllum tímum undantekningarlítið var yfir athöfnum manna í sjósókn og fjallasókn, bundið föstum venjum og samþykktum, er hinir ráðandi menn meðal bænda og formanna vöktu yfir á öllum tímum, að eigi færðust úr skorðum innan vébanda samvinnu- og félagssamtaka, og með samlögum að því, er snertir útgerð bænda á eigin skipum og í veiðiförum og úteyjasókn innan hinna einstöku leigumála.<br> | ||
Allsérkennilegt tilbrigði fyrir þjóðlíf eyjanna var stofnun hinnar svokölluðu [[Herfylkingin|Herfylkingar]] eyjabúa um miðja 19. öld, sem nær allir vopnfærir menn í eyjunum skipuðust í undir stjórn sýslumanns síns. Herfylkinguna, er það hlutverk var ætlað að vera lögreglusveit og þó einkum sem landvarnarlið gegn árásum útlendra reyfara, má eiginlega skoða að ýmsu leyti sem endurupptöku hinnar fornu vörzlu í eyjunum í sambandi við [[Skansinn]]. Að vísu var nú langt umliðið síðan hervirki og rán höfðu verið framin í eyjunum, en ennþá lifði í hugum manna minningin um Tyrkjaránið og fleiri rán og ýmsir atburðir, er urðu hér á landi í byrjun 19. aldar höfðu gert sitt til að styrkja þann ótta og ugg, er menn báru í brjósti gegn árásum af hendi erlendra ofstopamanna og ræningja. Til þess kom eigi, að Herfylkingin, sem fyrir stranga þjálfun og æfingu eftir gildum herreglum þótti og eigi standa á sporði erlendum hervarnarsveitum, fengi að glíma við viðfangsefni slík, sem henni voru upprunalega ætluð, en af hinni almennu vakningu og auknu sjálfsmeðvitund, sem upp af þessu spratt, beindust hugir manna inn á þær brautir, er miðuðu til aukinna menningarlegra framfara. ''Má segja, að frá þessum tímum eða um miðja 19. öld byrji hið eiginlega viðreisnartímabil eyjanna.''<br> | Allsérkennilegt tilbrigði fyrir þjóðlíf eyjanna var stofnun hinnar svokölluðu [[Herfylkingin|Herfylkingar]] eyjabúa um miðja 19. öld, sem nær allir vopnfærir menn í eyjunum skipuðust í undir stjórn sýslumanns síns. Herfylkinguna, er það hlutverk var ætlað að vera lögreglusveit og þó einkum sem landvarnarlið gegn árásum útlendra reyfara, má eiginlega skoða að ýmsu leyti sem endurupptöku hinnar fornu vörzlu í eyjunum í sambandi við [[Skansinn]]. Að vísu var nú langt umliðið síðan hervirki og rán höfðu verið framin í eyjunum, en ennþá lifði í hugum manna minningin um Tyrkjaránið og fleiri rán og ýmsir atburðir, er urðu hér á landi í byrjun 19. aldar höfðu gert sitt til að styrkja þann ótta og ugg, er menn báru í brjósti gegn árásum af hendi erlendra ofstopamanna og ræningja. Til þess kom eigi, að Herfylkingin, sem fyrir stranga þjálfun og æfingu eftir gildum herreglum þótti og eigi standa á sporði erlendum hervarnarsveitum, fengi að glíma við viðfangsefni slík, sem henni voru upprunalega ætluð, en af hinni almennu vakningu og auknu sjálfsmeðvitund, sem upp af þessu spratt, beindust hugir manna inn á þær brautir, er miðuðu til aukinna menningarlegra framfara. ''Má segja, að frá þessum tímum eða um miðja 19. öld byrji hið eiginlega viðreisnartímabil eyjanna.''<br> | ||