„Blik 1969/Endurminningar Magnúsar á Vesturhúsum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 19: Lína 19:
Þegar skip það, sem faðir minn réri á, kom að, fékk ég að færa honum kaffi. Það var kallað í mæltu máli, að „fara í Sandinn“. Ég hlakkaði til þess allan daginn, því að „niður í Sandi“ var margt skemmtilegt að sjá, t. d. þegar sjómennirnir voru að seila fiskinn úr skipunum. Stundum unnu 12 sjómenn við að seila úr einu skipi. En hvað þeir óðu djúpt við skipin, alveg upp í mitti! Og svo, hvernig þeir bökuðu skipin við setningu! Sjá allt kvenfólkið um allar klappir og stíga við að draga fiskinn „úr Sandi“ upp að króm. Hver þeirra dró tvo fiska í hvorri hendi á þar til gerðum krókum. - Já, þarna var líf og fjör og gaman að vera, - já, ólíkt skemmtilegra en að vera heima undir strangri stjórn, - stundum „fyrir rétti“, þegar eitthvað var að hafzt, sem eldra fólkinu líkaði ekki.
Þegar skip það, sem faðir minn réri á, kom að, fékk ég að færa honum kaffi. Það var kallað í mæltu máli, að „fara í Sandinn“. Ég hlakkaði til þess allan daginn, því að „niður í Sandi“ var margt skemmtilegt að sjá, t. d. þegar sjómennirnir voru að seila fiskinn úr skipunum. Stundum unnu 12 sjómenn við að seila úr einu skipi. En hvað þeir óðu djúpt við skipin, alveg upp í mitti! Og svo, hvernig þeir bökuðu skipin við setningu! Sjá allt kvenfólkið um allar klappir og stíga við að draga fiskinn „úr Sandi“ upp að króm. Hver þeirra dró tvo fiska í hvorri hendi á þar til gerðum krókum. - Já, þarna var líf og fjör og gaman að vera, - já, ólíkt skemmtilegra en að vera heima undir strangri stjórn, - stundum „fyrir rétti“, þegar eitthvað var að hafzt, sem eldra fólkinu líkaði ekki.


==„Gengið með skipum“==
===„Gengið með skipum“===
''Svo kemur að því, að þessum þróttmikla unglingi halda engin heimilisbönd. Hann sækir ákaft sjóinn. Á 13. árinu fær hann leyfi foreldra sinna til að snuðra eftir skiprúmi með færisstúfinn sinn á svalkaldri vetrarvertíðinni. Skinnklæðin fóru honum illa, því að þau voru alltof stór. Hver lagði í það að sauma hæfilega stór skinnklæði á ungling? Það var alltof mikil vinna, því að þau entust svo stutt vegna þess að unglingurinn óx brátt upp úr þeim. Þannig varð það verk að nokkru unnið fyrir gýg. Þess vegna varð hann að notast við skinnklæði af fullvöxnum sjómanni. En hvað um það? Unglingurinn fann vissulega til sín, þegar hann gekk til skips eins og fullgildur háseti, þó að hann væri aðeins hálfdrættingur, fengi aðeins helming þess, sem hann dró á færismyndina, og sakkan var aðeins af hálfri stærð og þyngd við þær, sem hinir fullgildu notuðu.''
''Svo kemur að því, að þessum þróttmikla unglingi halda engin heimilisbönd. Hann sækir ákaft sjóinn. Á 13. árinu fær hann leyfi foreldra sinna til að snuðra eftir skiprúmi með færisstúfinn sinn á svalkaldri vetrarvertíðinni. Skinnklæðin fóru honum illa, því að þau voru alltof stór. Hver lagði í það að sauma hæfilega stór skinnklæði á ungling? Það var alltof mikil vinna, því að þau entust svo stutt vegna þess að unglingurinn óx brátt upp úr þeim. Þannig varð það verk að nokkru unnið fyrir gýg. Þess vegna varð hann að notast við skinnklæði af fullvöxnum sjómanni. En hvað um það? Unglingurinn fann vissulega til sín, þegar hann gekk til skips eins og fullgildur háseti, þó að hann væri aðeins hálfdrættingur, fengi aðeins helming þess, sem hann dró á færismyndina, og sakkan var aðeins af hálfri stærð og þyngd við þær, sem hinir fullgildu notuðu.''


Leiðsagnarval