„Blik 1976/Kunnir ættliðir í Eyjum og fleira Eyjafólk“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 72: Lína 72:
Frú [[Dorthea Maria Andersdóttir]] mun hafa lifað ekkja í 28 ár og látizt árið 1916.<br>
Frú [[Dorthea Maria Andersdóttir]] mun hafa lifað ekkja í 28 ár og látizt árið 1916.<br>
[[Sigfús M. Johnsen]], fyrrv. bæjarfógeti, getur þess í einni bók sinni, að Rósa Bjarnasen hafi starfað nokkur ár símastúlka í Kaupmannahöfn. Síðan hafi hún gifzt skrifstofustjóra Sameinaða gufuskipafélagsins í Höfn. Sami höfundur segir, að Pétur Bjarnasen hafi verið verzlunarstjóri fyrir stóru fyrirtæki i Danmörku. Og síðast getur hann þess, að [[Niels Ch. B. Bjarnasen|Niels Bjarnasen]], sem hér verður rætt um á eftir, hafi stundað verzlunarstörf í París.
[[Sigfús M. Johnsen]], fyrrv. bæjarfógeti, getur þess í einni bók sinni, að Rósa Bjarnasen hafi starfað nokkur ár símastúlka í Kaupmannahöfn. Síðan hafi hún gifzt skrifstofustjóra Sameinaða gufuskipafélagsins í Höfn. Sami höfundur segir, að Pétur Bjarnasen hafi verið verzlunarstjóri fyrir stóru fyrirtæki i Danmörku. Og síðast getur hann þess, að [[Niels Ch. B. Bjarnasen|Niels Bjarnasen]], sem hér verður rætt um á eftir, hafi stundað verzlunarstörf í París.
<br>
<center>III</center>
<br>
<center>'''Níels Christian Benedikt Bjarnasen'''</center>
Fyrir nokkrum árum barst Byggðarsafni Vestmannaeyja bókaböggull frá Danmörku. Sendandi bókanna og gefandi var [[Niels Ch. B. Bjarnasen]], fæddur Vestmannaeyingur.
Hann hafði dvalizt erlendis frá hlautu barnsbeini og fylgdi barnaprófsvottorð hans gjöfinni. Það sannar okkur, að hann hefur lokið fullnaðarprófi barnafræðslu í Hindegades Friskole hinn 4. júlí 1894 og hlotið ágætiseinkunn í öllum kennslugreinum.<br>
Í böggli þessum reyndust vera þessar bækur:
Fyrra bindi af Vídalínspostillu, sem gefið var út 1828, en þá var postillan gefin út í tveim bindum. Það var 11. útgáfa af þessu kunnasta ræðusafni íslenzku þjóðarinnar og húslestrarbók.
Upprunalega hefur bókin verið bundin í skinn. En bókin er illa farin. Fyrstu blaðsíður bókarinnar eru ræksni, sem þyrfti að skrifa upp og endurbæta.
Önnur bókin, sem úr bögglinum kom, er markverð. Þetta er ,,Sú gamla vísnabók“ Guðbrands biskups Þorlákssonar prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1746.  Prentarinn var Halldór Eiríksson hinn lærði prentmeistari á biskupssetrinu.
Fróðir menn segja mér, að aðeins sex aðrar Vísnabækur biskupsins séu til i allri veröldinni. Þá er bara töluvert sagt. Byggðarsafn Vestmannaeyja á sem sé sjöundu bókina.
Þriðja bókin í bögglinum voru Passíusálmarnir, 28. útgáfa. sem kom út árið 1855. Þessi bók er fögur svo að af ber. Hún er bundin í gyllt skinnband og sérstaklega vel með farin.
Fjórða bókin í bögglinum var dönsk: Kvindelig Dannelse, en Gave for unge Piger, eftir Therese Huber ved V. Visby, prentuð í Kaupmannahöfn 1840. Þarna voru dönskum stúlkum veittar ráðleggingar um að halda fegurð sinni og auka hana eilítið, ef skaparanum hefði að einhverju leyti verið mislagðar hendur, þegar hann mótaði andlit þeirra og annað útlit! Ég hef lesið ýmislegt i þessari bók mér til nokkurrar ánægju. Sumt hefur vakið kátínu mína og aukið skilning minn á allri þeirri snyrtingu, sem danskar stúlkur og frúr báru utan á sér á Austurlandi á uppvaxtarárum mínum þar.
Og nú veiztu það, lesari minn góður, hver gefandinn var. Hann var, eins og ég hef hér greint þér frá, annað yngsta barn þeirra hjónanna frú [[Dorthea María Andersdóttir|Dortheu Maríu Andersdóttur]] frá Stakkagerði og [[S. Gísla G. J. Bjarnasen]].<br>
Niels Ch. B. Bjarnasen mun hafa gerzt verzlunarmaður eins og faðir hans og verið kaupmaður nokkurn hluta ævinnar.Námsvottorð hans frá Hindegadens Friskole bendir til þess, að hann hafi verið mikill námsmaður, bæði gáfaður og iðinn.
Og bókaböggullinn hans, sem hann sendi til bernskubyggðar sinnar, er hann nálgaðist áttatíu ára aldurinn, gefur ótvírætt í ljós tryggð hans við hana og ættland sitt.<br>
Niels Ch. B. Bjarnasen var föðurbróðir eins okkar kunnasta samborgara á sinni tíð hér í Eyjum, Jóns heitins Gíslasonar að Ármótum við Skólaveg. Sá mæti maður á hér merka afkomendur í bænum og hefur átt um árabil. Ég óska að skrifa og biðja Blik mitt að geyma stutta grein um uppruna hans og ævistarf.
<br>
<center>IV</center>
<br>
<center>Gísli Gíslason Bjarnasen og eigin</center>
<br>
<center>konan Helga Guðmundsdóttir</center><br>
Haustið 1857 dvaldist í Vestmannaeyjum stúlka nokkur frá Hallgeirsey í Landeyjum. Hún hét Halla Sigurðardóttir.
Þetta haust var S. Gísli G. J. Bjarnason starfandi búðar eða verzlunarþjónn við verzlunina Júlíushaab eða Tangaverzlunina, eins og hún vai nefnd öðru nafni. Í október var efnt til ralls í Eyjum, eins og dansleikir voru þá oft nefndir þar. Þeir fóru þá oftast fram í heimahúsum hjá þeim, sem töldust búa við töluvert húsrými. Stundum voru dansleikir þessir haldnir í fiskhúsum, t. d. á haustin, þegar þau höfðu verið tæmd og fiskurinn allur fluttur út með verzlunarskipum einokunarkaupmannsins. Þannig var það, t. d. um Kumbalda, saltgeymslu og fisk




{{Blik}}
{{Blik}}
232

breytingar

Leiðsagnarval