„Blik 1946. Ársrit/Þáttur skáta“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Þáttur skáta'''
'''''Þáttur skáta'''''


Herra skólastjóri [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ. Þ. V.]] hefur sýnt skátafélaginu Faxa þann velvilja, að bjóða því nokkurt rúm í skólablaðinu „Bliki“.<br>
Herra skólastjóri [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ. Þ. V.]] hefur sýnt skátafélaginu Faxa þann velvilja, að bjóða því nokkurt rúm í skólablaðinu „Bliki“.<br>
Lína 16: Lína 16:


:::''Einn af stofnendunum.''
:::''Einn af stofnendunum.''
[[KRISTJÁN GEORGSSON]]:
'''Fyrsta sjóferð skátafélagsins Faxa'''
Það var fimmtudagur. Við höfðum verið boðaðir á fund að [[Breiðablik]]i kl. 6,30. Hvað skyldi nú vera á seyði? hugsuðum við, sem ekki vissum í tilefni hvers til fundarins var boðað.<br>
Kl. 6,30. Flestir mættir, og deildarforingi tilkynnti þá gleðifrétt, að fara ætti í sjóferð á sunnudagsmorguninn kl. 9 f.h. og mæta við björgunarskýlið á [[Skansinn|Skansinum]]. Fara átti á báðum björgunarbátum Björgunarfélagsins, og hafði fengizt leyfi hjá [[Runólfur Jóhannsson|Runólfi Jóhannssyni]] fyrir bátunum, og það með, að hann ætlaði sjálfur að koma með okkur, og ekki rýrði það tilhlökkunina. Það var aðeins eitt, sem skyggði á, og það var það, að eftir reglunni voru einn tveir dagar til sunnudags, og fannst okkur það óralangur tími. Jæja, hvað um það, ekki var hægt að breyta dagatalinu, og við urðum því að bíða.<br>
Sunnudagsmorgunninn rann upp með suðaustan golu og sólskini. Um kl. 8,45 voru um 30 drengir mættir. Runólfur opnaði bátsskýlið, og þá var ekki lengi verið að setja bátinn fram, og gekk það mjög greiðlega. Síðan fóru allir um borð í bátinn og haldið var inn á [[Eiði]], til að setja fram bátinn þar. Framsetning hans gekk mun greiðlegar, þó að hann sé mun stærri en Skans-báturinn, enda eru betri tæki og skilyrði fyrir hendi þar. Er bátarnir voru báðir komnir á flot, var skipt liði í bátana, og var Runólfur skipstjóri á stærri bátnum, en [[Friðrik Haraldsson]], þáverandi deildarforingi, skipstjóri á minni bátnum. Fánar voru síðan dregnir að hún á bátunum og síðan haldið af stað.<br>
Hvert á nú að fara? hugsuðum við, en það vissu aðeins Friðrik og Runólfur, og höfðu þeir komið sér saman um það, áður en ferðin hófst. Margir spurðu, hvert ætti að fara, en alltaf kom sama svarið: „Það fáið þið að vita bráðum“. Þess var heldur ekki langi að bíða. Er við vorum komnir út fyrir hafnargarða, var stanzað, og við fengum skipun um að setja á okkur björgunarbelti, því að Runólfur sagði okkur, að mörgum þætti léttara að róa með belti, enda kom það á daginn, að flestum okkar þótti það þægilegra, og einnig gerði þetta ferðina ævintýralegri<br>
Síðan var okkur skýrt frá því, hvert halda ætti, og var ferðinni heitið í [[Stakkabót]] og [[Kópavík]], og vorum við mjög ánægðir með það, því að fáir okkar höfðu komið þar áður.<br>
Er haldið var af stað aftur, var hálfgerður metingur um það, hvor ætti að vera á undan, og réru því báðir knálega. Ferðin gekk mjög greiðlega, og komum við í Stakkabót um kl. 10,30. — Róið var í kringum [[Stakkar|Stakkana]] og síðan haldið undir [[Kerkvíkurfjall]] og þar stanzað og nestið borðað, en þó voru það sumir, sem ekki höfðu list á sínu nesti, en orsakirnar til þess verða ekki gefnar upp hér, en marga mun þó  renna grun í þær. Að lokinni máltíð var róið svo langt sem komizt var inn í Kópavík, og síðan út með [[Litlihöfði|Litla-Höfða]] og svo tekin stefnan heim.<br>
Er við vorum komnir á móts við [[Urðavitinn|Urðavitann]], sáum við, hvar m/b „Léttir“ kom út á milli hafnargarðanna og stefndi til okkar, og gátum við ekki áttað okkur á, af hverju  það stafaði, en lausnin var ekki langt undan, því að er um 300 metrar voru á milli okkar og „Léttis“, sneri hann skyndilega við, og sáum við þá, að um borð voru nokkrir setuliðsmenn og menn að heiman, en þá þekktinn við ekki, nema hina borðalögðu tollþjóna. Er „Léttir“ snéri  við, skyldum við, hvað á seiði hafði verið, og hafa varðmenn setuliðsins  haldið, að við værum skipbrotsmenn, en þegar þeir hafa heyrt hina glaðlegu skátasöngva okkar, hafa þeir  skilið,  hvers kyns var og snúið við. Þessi atburður gerði  sitt  til  að auka á  ævintýrablæ ferðarinnar.<br>
Er  við komum inn á [[Botninn|Botn]], rérum við einn hring á Botninum og síðan inn á Eiði. Þar var gengið frá bátnum og síðan farið inn á Skans og gengið frá hinum bátnum þar.<br>
Að þessu loknu var tekið eitt „hróp“ fyrir ferðinni, og Runólfi þakkað fyrir samveruna og kennsluna um róður, gerðir og meðferð róðrabáta og sögur þær, er hann sagði okkur og fleira.<br>
Klukkan 12,30 var öllu lokið og hver hélt heim til sín, glaður og ánægður, og með góða matarlyst eftir ferðina.<br>
::::::::::::———————
Síðan þessi fyrsta róðrarferð var farin, hafa verið farnar margar róðrarferðir, hjá félaginu og sveitum, á bátum [[Björgunarfélag Vestmannaeyja|Björgunarfélagsins]], og erum við innilega þakklát þeim [[Ársæll Sveinsson|Ársæli Sveinssyni]] og Runólfi Jóhannssyni skipasmið, umsjónarmanni björgunartækja hér, sem báðir hafa verið okkur mjög velviljaðir og hjálpsamir í sambandi við þessar ferðir, með bátalán og aðra aðstoð, og færum við þeim okkar beztu þakkir fyrir.

Leiðsagnarval