„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 532: Lína 532:
Hinn 2. september (1909) var haldinn almennur fundur í Kaupfélaginu Herjólfi. Þar voru m.a. lagðir fram ársreikningar Kaupfél. Vestmannaeyinga fyrir árið 1908, þetta eina starfsár þess. Þeir skyldu fást samþykktir á fundinum. Reis þá ágreiningur með fundarmönnum: Var Kaupfélagið Herjólfur arftaki Kaupfélags Vestmannaeyinga eða var það því gjörsamlega óháð? Að lokum var gengið til atkvæða um það mál og samþykkt nær einróma, að Kaupfélaginu Herjólfi kæmi Kaupfélag Vestmannaeyinga ekkert við. Það yrði því gert upp án nokkurra afskipta Kaupfélagsins Herjólfs eða fundar þess. Þrátt fyrir þessa samþykkt fundarmanna, gengu þeir Sigurður hreppstjóri og Árni gjaldkeri í Kaupfélagið Herjólf og gjörðust þar virkir starfskraftar til þess að fylgja sem öflugast fram samvinnuhugsjóninni í kauptúninu. Samvinnuhugsjónina og bætta verzlunarhætti til hagræðis Eyjafólki í heild mátu þessir menn meira en ágreining um skuldaverzlun eða hið gagnstæða. Enda var það þegar viðurkennt af öllum, að Kaupfélagið Herjólfur eins og Kaupfélag Vestmannaeyinga árið áður, hefði þá þegar haft mikil áhrif á almennt afurðaverð til mikils hagræðis útvegsbændum. Jafnframt hefði það stuðlað að mikilli lækkun á verði allrar neyzluvöru í kauptúninu.<br>
Hinn 2. september (1909) var haldinn almennur fundur í Kaupfélaginu Herjólfi. Þar voru m.a. lagðir fram ársreikningar Kaupfél. Vestmannaeyinga fyrir árið 1908, þetta eina starfsár þess. Þeir skyldu fást samþykktir á fundinum. Reis þá ágreiningur með fundarmönnum: Var Kaupfélagið Herjólfur arftaki Kaupfélags Vestmannaeyinga eða var það því gjörsamlega óháð? Að lokum var gengið til atkvæða um það mál og samþykkt nær einróma, að Kaupfélaginu Herjólfi kæmi Kaupfélag Vestmannaeyinga ekkert við. Það yrði því gert upp án nokkurra afskipta Kaupfélagsins Herjólfs eða fundar þess. Þrátt fyrir þessa samþykkt fundarmanna, gengu þeir Sigurður hreppstjóri og Árni gjaldkeri í Kaupfélagið Herjólf og gjörðust þar virkir starfskraftar til þess að fylgja sem öflugast fram samvinnuhugsjóninni í kauptúninu. Samvinnuhugsjónina og bætta verzlunarhætti til hagræðis Eyjafólki í heild mátu þessir menn meira en ágreining um skuldaverzlun eða hið gagnstæða. Enda var það þegar viðurkennt af öllum, að Kaupfélagið Herjólfur eins og Kaupfélag Vestmannaeyinga árið áður, hefði þá þegar haft mikil áhrif á almennt afurðaverð til mikils hagræðis útvegsbændum. Jafnframt hefði það stuðlað að mikilli lækkun á verði allrar neyzluvöru í kauptúninu.<br>
Fyrir forustustarf sitt og brennandi áhuga á þessum hagsmunamálum Vestmannaeyinga hlaut héraðslæknirinn Halldór Gunnlaugsson og nánustu samstarfsmenn hans almennt lof og traust Eyjamanna.<br>
Fyrir forustustarf sitt og brennandi áhuga á þessum hagsmunamálum Vestmannaeyinga hlaut héraðslæknirinn Halldór Gunnlaugsson og nánustu samstarfsmenn hans almennt lof og traust Eyjamanna.<br>
Í marzmánaðarlokin 1910 var haldinn aðalfundur hins unga kaupfélags. Hann var haldinn í [[Þinghúsið|Þinghúsinu]], sem jafnframt var barnaskólahúsið í byggðarlaginu, húseignin [[Borg]] nr. 3 við [[Heimagata|Heimagötu]]. A fundi þeim var stjórn kaupfélagsins að mestu leyti endurkjörin. Halldór læknir hlaut 67 atkvæði, Þorsteinn í Laufási 56 atkv., Magnús á Vesturhúsum 65 atkv., Gísli í Stakkagerði 43 atkv. og [[Erlendur Árnason]], smiður á Gilsbakka, 33 atkv.<br>
[[Mynd:Borg (nr. 3 við Heimagötu).jpg|thumb|400px|''Borg (nr. 3 við [[Heimagata|Heimagötu)]]. Þetta hús byggðu Eyjamenn á árunum 1903 og 1904. Efri hæð þess var vistarvera barnaskólans. En neðri hæðin var þingsalur (fundarhús) byggðarinnar, barnaskólahús 1904-1917.]]''Í marzmánaðarlokin 1910 var haldinn aðalfundur hins unga kaupfélags. Hann var haldinn í [[Þinghúsið|Þinghúsinu]], sem jafnframt var barnaskólahúsið í byggðarlaginu, húseignin [[Borg]] nr. 3 við [[Heimagata|Heimagötu]]. A fundi þeim var stjórn kaupfélagsins að mestu leyti endurkjörin. Halldór læknir hlaut 67 atkvæði, Þorsteinn í Laufási 56 atkv., Magnús á Vesturhúsum 65 atkv., Gísli í Stakkagerði 43 atkv. og [[Erlendur Árnason]], smiður á Gilsbakka, 33 atkv.<br>
Nú skyldu gjörðar breytingar á lögum kaupfélagsins. Til þess starfs voru kjörnir hinir fyrrum forustumenn Kaupfélags Vestmannaeyinga, Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson og Árni gjaldkeri Filippusson. Þeim var bezt til þess trúandi.<br>
Nú skyldu gjörðar breytingar á lögum kaupfélagsins. Til þess starfs voru kjörnir hinir fyrrum forustumenn Kaupfélags Vestmannaeyinga, Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson og Árni gjaldkeri Filippusson. Þeim var bezt til þess trúandi.<br>
Á aukafundi í félaginu 21. sept 1910 var mjög til umræðu allur sá rógur, sem spunnizt hafði utan um starfsemi Kaupfélagsins Herjólfs á liðnu sumri. Virðist stjórnin hafa boðað til þessa fundar til þess að kveða hann niður, veita félagsmönnum svör við ýmsum spurningum, svo að þeir vissu hið sanna um rekstur þess og áhrif til hins betra í daglegum viðskiptum alls almennings í kauptúninu. Á fundi þessum hélt Magnús Guðmundsson ræðu. Óska ég að birta kafla úr henni. Á milli orðanna má álykta um uppsprettu rógsins á starf félagsins o.s.frv. Þar segir í frumheimild: „Magnús Guðmundsson talaði um nauðsyn kaupfélagsins, og hve áríðandi væri, að góður andi ríkti innan þess félagsskapar og hve mikið það hefði að segja, að menn töluðu svo vel um hann, sem hann verðskuldaði. Gat hann þess, að óhyggilegt væri fyrir einn og sérhvern að taka trúanleg orð kaupmanna um hann vegna þess, að það væri öllum vitanlegt, að þeim væri illa við slíkan félagsskap.“ — <br>
Á aukafundi í félaginu 21. sept 1910 var mjög til umræðu allur sá rógur, sem spunnizt hafði utan um starfsemi Kaupfélagsins Herjólfs á liðnu sumri. Virðist stjórnin hafa boðað til þessa fundar til þess að kveða hann niður, veita félagsmönnum svör við ýmsum spurningum, svo að þeir vissu hið sanna um rekstur þess og áhrif til hins betra í daglegum viðskiptum alls almennings í kauptúninu. Á fundi þessum hélt Magnús Guðmundsson ræðu. Óska ég að birta kafla úr henni. Á milli orðanna má álykta um uppsprettu rógsins á starf félagsins o.s.frv. Þar segir í frumheimild: „Magnús Guðmundsson talaði um nauðsyn kaupfélagsins, og hve áríðandi væri, að góður andi ríkti innan þess félagsskapar og hve mikið það hefði að segja, að menn töluðu svo vel um hann, sem hann verðskuldaði. Gat hann þess, að óhyggilegt væri fyrir einn og sérhvern að taka trúanleg orð kaupmanna um hann vegna þess, að það væri öllum vitanlegt, að þeim væri illa við slíkan félagsskap.“ — <br>

Leiðsagnarval