„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 646: Lína 646:
Félagið getur hætt að starfa og ráðstafað eignum sínum, ef það á almennum fundi félagsmanna, þar sem mættir eru 2/3% allra félagsmanna, samþykkir að svo skuli gjört með 2/3% atkvæða þeirra, sem fund sækja.
Félagið getur hætt að starfa og ráðstafað eignum sínum, ef það á almennum fundi félagsmanna, þar sem mættir eru 2/3% allra félagsmanna, samþykkir að svo skuli gjört með 2/3% atkvæða þeirra, sem fund sækja.
Þegar þannig hefur verið samþykkt á fundi, sem formaður hefur boðað til með viku fyrirvara, að félagið skuli leysast upp, skal stjórnin koma í peninga öllum munum félagsins svo fljótt og haganlega, sem við verður komið.<br>
Þegar þannig hefur verið samþykkt á fundi, sem formaður hefur boðað til með viku fyrirvara, að félagið skuli leysast upp, skal stjórnin koma í peninga öllum munum félagsins svo fljótt og haganlega, sem við verður komið.<br>
Þegar allar skuldir eru greiddar,
 
   
Þegar allar skuldir eru greiddar, sem félagið kann að eiga óborgaðar, skiptist afgangurinn jafnt upp á stofnbréf allra félagsmanna.
14. Lögum þessum má breyta og bæta við þau á lögmætum fundi. ef það er samþykkt með % atkvæðanna, er á fundi eru.
Hér skrifa svo stofnendur Kf. Bjarma undir lög félagsins:
 
1. Gísli Lárusson <br>
2. Magnús Guðmundsson.<br>
3. Ólafur Auðunsson.<br>
4. Högni Sigurðsson, Baldurshaga.<br>
5. Geir Guðmundsson.<br>
6. Þorsteinn Jónsson, Laufási.<br>
7. Jón Einarsson, Hrauni.<br>
8. Sigurður Ingimundars., Skjaldbr.<br>
9. Helgi Guðmundsson, Steinum.<br>
10. Magnús Þórðarson.<br>
11. Magnús Isleifsson, London<br>
12. Helgi Jónsson.<br>
13. Bernódus Sigurðsson.<br>
14. Vigfús P. Schevmg, Vilb.stöðum.<br>
15. Sveinn P. Scheving, Steinsstöðum.<br>
16. Kristján Egilsson, Stað.<br>
17. Kristján Ingimundarson, Klöpp.<br>
18. Stefán Guðlaugsson, Gerði.<br>
19. Friðrik Svipmundsson, Löndum.<br>
20. Vigfús Jónsson, Holti.<br>
21. Einar Símonarson, London.<br>
22. Jón Ingimundarson, Mandal.<br>
23. Stefán Björnsson, Skuld.<br>
24. Símon Egilsson, Miðey.<br>
25. Kristmann Þorkelss., yfirfiskimm<br>
 
 
Eins og lög félagsins bera með sér, var Bjarmi sambland af pöntunarfélagi og hlutafélagi. Rekstrarfjár var aflað með sama hætti og um hlutafélag væri að ræða. Þess vegna var félagið kallað hlutafélag. En ábyrgð lélagsmanna nam meira en hlutafénu. Hún var ótakmörkuð, einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og venjan var í kaupfélögunum á þeim tímum, er Bjarmi var stofnaður. En svo var félag þetta lokað; félagsmenn gátu aðeins verið 25, og valdi stjórnin sjálf eða almennur fundur félagsmennina. Þannig var hin takmarkalausa ábyrgð hættuminni. Ofanskráðir félagar voru allir útgerðarmenn í kauptúninu.
Og nú var tekið til óspilltra málanna um rekstur félagsins undir stjórn þessara manna: Gísli Lárusson, formaður; Högni Sigurðsson, Baldurshaga, varaformaður; Magn¬ús Guðmundsson á Vesturhúsum ritari; meðstjórnendur: Ólafur Auðunsson, Þinghól, og Geir Guðmundsson á Geirlandi. Varastjórnarmenn Jón Einarsson, Hrauni, og Sveinn P Scheving, bóndi að Steinsstöðum.
Stjórnin sjálf hafði á hendi allar framkvæmdir félagsins. Skiptu stjórnarmenn stundum með sér verkum. T. d. var Högna Sigurðssyn' falið að annast framkvæmdir við byggingu félagshússins, sem byggja skyldi í kálgarði ekkjunnar á Eystri-Vesturhúsum. Félagsstjórnin greidd) henni kr. 150,00 fyrir réttindin á kálgarðinum. Það voru ódýr lóðakaup! Aðrir stjórnarmenn leituðu tilboða hjá kaupmönnunum hér og víðar um kaup á veiðarfærum handa félags¬mönnum og svo vörum til heimilanna. Þá þurfti einnig að leita tilboða í fisk félagsmanna og annast kaup á salti handa þeim. Keppnin um viðskiptin hafði drjúg áhrif á verð allrar nauðsynjavöru til lækkunar, og svo til hækkunar á söluverði afurðanna. Eftir fyrstu fisksöluna gat félagið greitt félagsmönnum 82 krónur fyrir skippundið (160 kg) af fyrsta flokks fiski. Það þótti gott verð' og hagstætt framleiðandanum.
 
Þegar leið á haustið 1914 gat stjórnin haldið félagsfundi í hinu nýbyggða „pakkhúsi" félagsins, sem það hafði byggt um sumarið, - að mestu leyti í júlí og ágúst.
Á vertíð næsta vetur (1915) seldi Bjarmi smálestina af saltinu fyrir kr.
  31,00 og þótti mjög hagstætt verð. Jafnframt bætti félagið upp fiskverðið með 3 krónum hvert skippund af 1. flokks fiski.
 
Hinn eiginlegi framkvæmdastjóri félagsins var formaður þess, Gísli Lárusson.
Um miðjan ágúst 1915 var haldinn almennur fundur í félaginu og þar tilkynnt, að félagsmenn skyldu afhenda framkvæmdastjóra daginn eftir lista yfir þær heimilisnauðsynjar, er þeir æsktu að panta hjá félaginu, svo sem rúgmjöl, rúg, hveiti, grænsápu, kex, strásykur, rúsínur, sveskjur, sætsaft, haframjöl og sagogrjón, svo að eitthvað sé nefnt svona til fróðleiks og gamans. Vörurnar voru síðan afhentar í hinu nýbyggða „pakkhúsi" félagsins norðan við Frydendal. Nauðsynjarnar voru að mestu leyti pantaðar frá Nathan og Olsen, Reykjavík.
Í september um haustið gat stjórnin afráðið verð á sjávarafurðunum til félagsmanna. Til fróðleiks skal verðið greint hér:
 
 
 
1. fl. þorskur  ... kr. 112,00 skipp.<br>
2. fl. þorskur  ... — 112,40 —<br>
Langa —  95,20 —<br>
1. fl. ýsa —    74,80 —<br>
og greitt skyldi fyrir hvert pund af <br>
verkuðum sundmaga kr. 0,66.<br>
 




83

breytingar

Leiðsagnarval