533
breytingar
(Ný síða: FJÖRUFERÐ ÞAÐ var árla morguns fyrir páska í fyrra, að ég vaknaði og leit út um gluggann, og sá, að fyrstu geislar sólarinnar voru að teygja sig upp fyrir Skarðshlíða...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
| Lína 4: | Lína 4: | ||
Ég klæddi mig í snatri, því ekki veitti mér af að flýta mér, því fuglinn er árla á ferli, og hirðir þá allt ætilegt, sem í fjörunni liggur. Því næst sótti ég mér hest og lagði á hann hnakk og spennti á hann allt, hvað ég gat hugsað mér, að ég þyrfti að nota til ferðarinnar. Ég klæddi mig vel, því oft er stormur við sjóinn, þó logn sé upp við fjallið. | Ég klæddi mig í snatri, því ekki veitti mér af að flýta mér, því fuglinn er árla á ferli, og hirðir þá allt ætilegt, sem í fjörunni liggur. Því næst sótti ég mér hest og lagði á hann hnakk og spennti á hann allt, hvað ég gat hugsað mér, að ég þyrfti að nota til ferðarinnar. Ég klæddi mig vel, því oft er stormur við sjóinn, þó logn sé upp við fjallið. | ||
Mér gekk ágætlega suður á fjöru. Mér varð fyrst litið á Ægi, sem kastaði til mín kveðju með þungri og dynjandi raust. | |||
Ég staðnæmdist á kampinum. Það er malar- og sandhryggur, sem sjórinn hefir myndað í stórveltum. Er ég litaðist þar um, sá ég skammt frá ágrynni af fugli, sem sýnilega var að gerja í æti. Þegar þangað kom, var þar engan fisk að sjá. Ég hélt því áfram út fjöruna. Þegar ég kom út á miðja fjöruna, sá ég þéttan hnapp af fugli á einum stað. Ég trúði varla mínum eigin augum, þegar ég kom þangað og sá, að hver fiskurinn lá við annan á smábletti, og þurfti nú snör handtök. Ég snaraði mér af baki og tók til óspilltra málanna við að seila fiskinn upp og láta hann jafnóðum á hestinn. Þegar ég hafði bjargað því, sem rekið var, rak fiskinn svo ört, að ég hafði naumast við að hirða hann upp og seila. | |||
breytingar