„Blik 1969/Vesturhúsafeðgarnir“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lagfæringar.
m (Changed protection level for "Blik 1969/Vesturhúsafeðgarnir" [edit=autoconfirmed:move=autoconfirmed])
(Lagfæringar.)
Lína 8: Lína 8:
Árið 1848 var Þórarinn Jónsson, fóstursonur Ólafar ömmu sinnar í Ey, orðinn 16 ára. Það ár flytja þau hjónin Ólöf og Sigurður frá Ey í Landeyjum austur undir Eyjafjöll og fá þar ábúð á hálfu Berjanesinu, Berjanesi undir Eyjafjöllum. Hinn hluta Berjanesjarðarinnar sátu hjónin Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir. Fyrir þrem árum höfðu hjón þessi flutt frá Minni-Borg í Steinasókn að Berjanesi.
Árið 1848 var Þórarinn Jónsson, fóstursonur Ólafar ömmu sinnar í Ey, orðinn 16 ára. Það ár flytja þau hjónin Ólöf og Sigurður frá Ey í Landeyjum austur undir Eyjafjöll og fá þar ábúð á hálfu Berjanesinu, Berjanesi undir Eyjafjöllum. Hinn hluta Berjanesjarðarinnar sátu hjónin Hafliði Þórarinsson og Halla Gunnlaugsdóttir. Fyrir þrem árum höfðu hjón þessi flutt frá Minni-Borg í Steinasókn að Berjanesi.


Hjónin Hafliði og Halla áttu 6 börn, þrjár stúlkur og þrjá drengi. Einn sona þeirra var Þórarinn Hafliðason, fyrsti mormónaprestur á Íslandi (sjá [[Blik 1960]]). Hann bjó og starfaði í Vestmannaeyjum, eftir að hann lauk „snikkara“-námi í Danmörku og öðlaðist þar prestsréttindi til þess að skíra fólk á Íslandi til mormónatrúar. Hér notaði hann Mormónapollinn óspart að ósk Eyjafólks, skírði og blessaði í nafni guðs síns og mormónasafnaðarins í Utah. Þórarinn Hafliðason drukknaði í fiskiróðri vestur af Vestmannaeyjum árið 1852. Sóknarprestinum i Eyjum létti stórlega!
Hjónin Hafliði og Halla áttu 6 börn, þrjár stúlkur og þrjá drengi. Einn sona þeirra var [[Þórarinn Hafliðason]], fyrsti mormónaprestur á Íslandi (sjá [[Blik]] 1960). Hann bjó og starfaði í Vestmannaeyjum, eftir að hann lauk „snikkara“-námi í Danmörku og öðlaðist þar prestsréttindi til þess að skíra fólk á Íslandi til mormónatrúar. Hér notaði hann [[Mormónapollur|Mormónapollinn]] óspart að ósk Eyjafólks, skírði og blessaði í nafni guðs síns og mormónasafnaðarins í Utah. Þórarinn Hafliðason drukknaði í fiskiróðri vestur af Vestmannaeyjum árið 1852. Sóknarprestinum i Eyjum létti stórlega!


Tvær dætur þeirra hjóna, Hafliða og Höllu hétu báðar Margrétarnafninu, og voru fimm aldursár á milli þeirra. Sú eldri var fædd 1830. Hún ein kemur hér við sögu.  
Tvær dætur þeirra hjóna, Hafliða og Höllu, hétu báðar Margrétarnafninu, og voru fimm aldursár á milli þeirra. Sú eldri var fædd 1830. Hún ein kemur hér við sögu.  


Þegar leið á sumarið 1851 var Margrét eldri Hafliðadóttir, heimasæta í Berjanesi, tekin að gildna undir svuntustrengnum sínum, svo að umtal olli í sveitinni. Ýmsir þóttust vita með vissu, að Þórarinn Jónsson á hinum bænum væri valdur að gildleika þessum hjá heimasætunni. Einhver orðrómur hafði komizt á kreik um samdrátt þeirra Þórarins og Margrétar, þótt lágt færi, enda hæg heimatökin þar í sambýlinu.
Þegar leið á sumarið 1851 var Margrét eldri Hafliðadóttir, heimasæta í Berjanesi, tekin að gildna undir svuntustrengnum sínum, svo að umtal olli í sveitinni. Ýmsir þóttust vita með vissu, að Þórarinn Jónsson á hinum bænum væri valdur að gildleika þessum hjá heimasætunni. Einhver orðrómur hafði komizt á kreik um samdrátt þeirra Þórarins og Margrétar, þótt lágt færi, enda hæg heimatökin þar í sambýlinu.
Lína 18: Lína 18:
Allt virtist með felldu um ástarsamband foreldranna ungu, þó að leitt þætti að fá orðin „fyrsta lausaleiksbrot“ skráð í kirkjubókina hjá sóknarprestinum, en þar gerði hann aðeins skyldu sína samkv. löglegum boðum og ákvæðum.
Allt virtist með felldu um ástarsamband foreldranna ungu, þó að leitt þætti að fá orðin „fyrsta lausaleiksbrot“ skráð í kirkjubókina hjá sóknarprestinum, en þar gerði hann aðeins skyldu sína samkv. löglegum boðum og ákvæðum.


Sveinninn ungi í Berjanesi undir Eyjafjöllum hlaut nafnið Guðmundur, - [[Guðmundur Þórarinsson]], síðar bóndi á Vesturhúsum í Vestmannaeyjum um tugi ára.
Sveinninn ungi í Berjanesi undir Eyjafjöllum hlaut nafnið Guðmundur, - [[Guðmundur Þórarinsson]], síðar bóndi á [[Vesturhús]]um í Vestmannaeyjum um tugi ára.


Brátt eftir fæðingu sveinsins slitnaði upp úr ástarsambandi foreldranna. [[Margrét Hafliðadóttir]] eldri í Berjanesi giftist aldrei. Næstu 20 árin var hún vinnukona á ýmsum bæjum undir Eyjafjöllum með drenginn sinn með sér á framfæri sínu.
Brátt eftir fæðingu sveinsins slitnaði upp úr ástarsambandi foreldranna. [[Margrét Hafliðadóttir]] eldri í Berjanesi giftist aldrei. Næstu 20 árin var hún vinnukona á ýmsum bæjum undir Eyjafjöllum með drenginn sinn með sér á framfæri sínu.
Lína 28: Lína 28:
Guðmundur Þórarinsson var ráðinn vinnumaður til hjónanna á Kirkjubæ, [[Sveinn Sveinsson|Sveins bónda Sveinssonar]] og [[Helga Þorláksdóttir|Helgu Þorláksdóttur]].
Guðmundur Þórarinsson var ráðinn vinnumaður til hjónanna á Kirkjubæ, [[Sveinn Sveinsson|Sveins bónda Sveinssonar]] og [[Helga Þorláksdóttir|Helgu Þorláksdóttur]].


Ýmis erindi þurfti piltur þessi að reka við verzlanir í Eyjum, meðan Fjallaskipið stóð þar við þennan dag. Meðferðis hafði hann t. d. tvö bréf. Þeim þurfti hann að koma til skila. Annað þeirra a. m. k. var þess efnis, að hann þurfti að snúast í að taka út vörur samkvæmt því og koma þeim til skips. Það bréf var frá [[Einar Jóhannsson|Einari hreppstjóra Jóhannssyni]], bónda í Þórisholti í Mýrdal til verzlunarstjóra Austurbúðarinnar, [[Jóhann Bjarnasen|Jóhanns P. Bjarnasen]] og hljóðaði á þessa leið:
Ýmis erindi þurfti piltur þessi að reka við verzlanir í Eyjum, meðan Fjallaskipið stóð þar við þennan dag. Meðferðis hafði hann t. d. tvö bréf. Þeim þurfti hann að koma til skila. Annað þeirra a. m. k. var þess efnis, að hann þurfti að snúast í að taka út vörur samkvæmt því og koma þeim til skips. Það bréf var frá [[Einar Jóhannsson|Einari hreppstjóra Jóhannssyni]], bónda í Þórisholti í Mýrdal til verzlunarstjóra [[Austurbúðin|Austurbúðarinnar]], [[Jóhann Bjarnasen|Jóhanns P. Bjarnasen]] og hljóðaði á þessa leið:


::„Herra Factor Jóh. Bjarnasen, Vestmannaeyjum.
::„Herra Factor Jóh. Bjarnasen, Vestmannaeyjum.
Lína 43: Lína 43:
Pilturinn frá Steinum arkaði síðan með bréfið til verzlunarþjónsins við einokunarverzlunina og fékk kornvöruna afhenta þar samkvæmt „bevísnum“, sem bréfið hafði breytzt í.
Pilturinn frá Steinum arkaði síðan með bréfið til verzlunarþjónsins við einokunarverzlunina og fékk kornvöruna afhenta þar samkvæmt „bevísnum“, sem bréfið hafði breytzt í.


Hitt bréfið, sem Guðmundur Þórarinsson hafði meðferðis, var frá séra Magnúsi Hákonarsyni sóknarpresti í Vík í Mýrdal. Það var stílað til Thomsens kaupmanns í Miðbúðinni í Eyjum. Að einu leyti var það bréf markvert og þess vegna birt hér. Það sannar okkur, að Jón forseti hefur annast útvegun og innkaup bóka í Kaupmannahöfn til handa ýmsum menntamönnum í landinu og sent bækurnar heim með verzlunarskipunum. Þarna sannast, að hann hefur sent séra Magnúsi Hákonarsyni í Vík bókaböggul með verzlunarskipinu til Vestmannaeyja og falið E. Thomsen kaupmanni að koma honum til skila austur í Vík samkv. beiðni sóknarprestsins.
Hitt bréfið, sem Guðmundur Þórarinsson hafði meðferðis, var frá séra Magnúsi Hákonarsyni sóknarpresti í Vík í Mýrdal. Það var stílað til [[E. Thomsen|Thomsens]] kaupmanns í [[Miðbúðin]]ni í Eyjum. Að einu leyti var það bréf markvert og þess vegna birt hér. Það sannar okkur, að Jón forseti hefur annazt útvegun og innkaup bóka í Kaupmannahöfn til handa ýmsum menntamönnum í landinu og sent bækurnar heim með verzlunarskipunum. Þarna sannast, að hann hefur sent séra Magnúsi Hákonarsyni í Vík bókaböggul með verzlunarskipinu til Vestmannaeyja og falið E. Thomsen kaupmanni að koma honum til skila austur í Vík samkv. beiðni sóknarprestsins.


Með bréfi þessu þakkar presturinn verzlunarstjóranum fyrir bókasendinguna, um leið og hann viðurkennir móttöku hennar. Þá þakkar prestur verzlunarstj óranum einnig fyrir súkkulaðið, sem verzlunarstjórinn hafði gætt prestsmaddömunni á, konu séra Magnúsar, frú Þuríði Bjarnadóttur frá Þykkvabæ í Álftaveri, dóttur Bjarna Jónssonar klausturhaldara þar. Innileg vinátta var jafnan ríkjandi milli prestsins og E. Thomsens kaupmanns.  
Með bréfi þessu þakkar presturinn verzlunarstjóranum fyrir bókasendinguna, um leið og hann viðurkennir móttöku hennar. Þá þakkar prestur verzlunarstjóranum einnig fyrir súkkulaðið, sem verzlunarstjórinn hafði gætt prestsmaddömunni á, konu séra Magnúsar, frú Þuríði Bjarnadóttur frá Þykkvabæ í Álftaveri, dóttur Bjarna Jónssonar klausturhaldara þar. Innileg vinátta var jafnan ríkjandi milli prestsins og E. Thomsens kaupmanns.  


Hér kemur svo meginefni bréfsins, ýmist orðrétt eða endursagt og stafrétt, eins og það var skrifað á dönsku:<br>
Hér kemur svo meginefni bréfsins, ýmist orðrétt eða endursagt og stafrétt, eins og það var skrifað á dönsku:<br>
:„Höistærede herr Kjöpmand Thomsen.
:„Höistærede herr Kjöpmand Thomsen.
:Ærebödigst Tak for Deres gode Besögelse af en Pakke Böger til mig fra Arckivar (skjalaverði) J. Sigurdson for hvis vigtige Modtagelse jeg herved giver Dem min Tilstaaelse.“
:Ærebödigst Tak for Deres gode Besögelse af en Pakke Böger til mig fra Arckivar (skjalaverði) J. Sigurdson for hvis vigtige Modtagelse jeg herved giver Dem min Tilstaaelse...“


Bréfi þessu fylgdi smjörböggull til kaupmannsins, „overmaade lille Ubetydelighed Græssmör for Deres egen Mund með oprigtige Onske, at same maatte finne deres Behag i lignende Grad som Deres Chocolade hidsendtet har fundet Hennes Mund ...“
Bréfi þessu fylgdi smjörböggull til kaupmannsins, „overmaade lille Ubetydelighed Græssmör for Deres egen Mund með oprigtige Onske, at same maatte finne deres Behag i lignende Grad som Deres Chocolade hidsendtet har fundet Hennes Mund ...“


Að lokum æskir prestur þess, að kaupmanninum mætti þóknast að veita hinum trúverðuga vinnumanni sínum, Magnúsi Brandssyni, vörulán fyrir 5-10 dali, ef hann skyldi bera upp við kaupmanninn þá bæn sína. Býðst prestur til að vera ábyrgðarmaður fyrir þeirri úttekt, svo lengi sem Magnús Brandsson sé vinnumaður hans. Síðast biður prestur kaupmanninn að fyrirgefa sér það, hvað bréfið er flýtislega skrifað. Tíminn er naumur, segir hann. Prestur segist vera á leið til Reykjavíkur í mikilvægum erindum og hafi komið við í Steinum á leið suður.
Að lokum æskir prestur þess, að kaupmanninum mætti þóknast að veita hinum trúverðuga vinnumanni sínum, Magnúsi Brandssyni, vörulán fyrir 5-10 dali, ef hann skyldi bera upp við kaupmanninn þá bæn sína. Býðst prestur til að vera ábyrgðarmaður fyrir þeirri úttekt, svo lengi sem Magnús Brandsson sé vinnumaður hans.  


Skjóta má því hér inn, erindi prestsins til Reykjavíkur að þessu sinni, er vitað. Hann var að leggja drög að því að fá veitingu fyrir Stað í Steingrímsfirði. Þá veitingu fékk hann árið eftir (1868) ag fluttist búferlum norður að Stað árið 1869.¹
Síðast biður prestur kaupmanninn fyrirgefa sér það, hvað bréfið er flýtislega skrifað. Tíminn er naumur, segir hann. Prestur segist vera á leið til Reykjavíkur í mikilvægum erindum og hafi komið við í Steinum á leið suður.


<small>¹ Séra Magnús Hákonarson fæddist að Eyri í Skutulsfirði 16. ágúst 1812. Foreldrar hans voru séra Hákon prófastur Jónsson og kona hans maddama Helga Árnadóttir frá Meirihlíð í Bolungarvík. Séra Magnús bar nafn Magnúsar Stephensen dómstjóra í Viðey. Hann Ias við Háskólann í Kaupmannahöfn veturinn 1834-1835 og las guðfræði nokkurn hluta þess vetrar, en lauk aldrei prófi í henni. Samt fékk hann vígslu að Miklaholtsprestakalli vorið 1845 eftir að hafa gegnt skrifstofustörfum í skrifstofum Stephensensættarinnar. Sumarið 1854 fékk séra Magnús Hákonarson Reynisþing í Vestur-Skaftafellssýslu og fluttist þangað árið eftir. Þar var hann prestur í 14 ár eða þar til hann fluttist norður að Stað í Steingrímsfirði. Bréfið, sem hér er rætt um, vottar, að séra Magnús Hákonarson er enn búsettur í Vík í Mýrdal sumarið 1867, og mun því ártalið í Íslenzkum æviskrám um flutning séra Magnúsar eitthvað hafa ruglazt. <br>
Skjóta má því hér inn, að erindi prestsins til Reykjavíkur að þessu sinni, er vitað. Hann var að leggja drög að því að fá veitingu fyrir Stað í Steingrímsfirði. Þá veitingu fékk hann árið eftir (1868) og fluttist búferlum norður að Stað árið 1869.¹
 
<small>¹ Séra Magnús Hákonarson fæddist að Eyri í Skutulsfirði 16. ágúst 1812. Foreldrar hans voru séra Hákon prófastur Jónsson og kona hans maddama Helga Árnadóttir frá Meirihlíð í Bolungarvík. Séra Magnús bar nafn Magnúsar Stephensen dómstjóra í Viðey. Hann las við Háskólann í Kaupmannahöfn veturinn 1834-1835 og las guðfræði nokkurn hluta þess vetrar, en lauk aldrei prófi í henni. Samt fékk hann vígslu að Miklaholtsprestakalli vorið 1845 eftir að hafa gegnt skrifstofustörfum í skrifstofum Stephensensættarinnar. Sumarið 1854 fékk séra Magnús Hákonarson Reynisþing í Vestur-Skaftafellssýslu og fluttist þangað árið eftir. Þar var hann prestur í 14 ár eða þar til hann fluttist norður að Stað í Steingrímsfirði. Bréfið, sem hér er rætt um, vottar, að séra Magnús Hákonarson er enn búsettur í Vík í Mýrdal sumarið 1867, og mun því ártalið í Íslenzkum æviskrám um flutning séra Magnúsar eitthvað hafa ruglazt. <br>
Séra Magnús Hákonarson þótti knæfur íþróttamaður á yngri árum og sterkur með afbrigðum. Hann var skáldmæltur og sönghneigður og haft á orði, hversu mælskur hann var og ræður hans snjallar og kjarnyrtar.<br>
Séra Magnús Hákonarson þótti knæfur íþróttamaður á yngri árum og sterkur með afbrigðum. Hann var skáldmæltur og sönghneigður og haft á orði, hversu mælskur hann var og ræður hans snjallar og kjarnyrtar.<br>
Séra Magnús lézt að Stað í Steingrímsfirði 28. apríl 1875. Dauðamein hans var taugaveiki.</small>
Séra Magnús lézt að Stað í Steingrímsfirði 28. apríl 1875. Dauðamein hans var taugaveiki.</small>
Lína 81: Lína 83:
Síðari hluta vertíðarinnar 1872 kom Guðmundur vinnumaður að máli við húsbónda sinn, sem þá var settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, eftir að [[Bjarni Einar Magnússon|Bjarni E. Magnússon]] fluttist til embættis síns norður í Húnavatnssýslu (1871). Vinnumaðurinn fór þess á flot við húsbónda sinn, hinn setta sýslumann, að hann hlutaðist til um það, að þau hjónaefnin í Landlyst fengju byggingu fyrir vestari Vesturhúsajörðinni í Eyjum, ef ekkillinn, [[Sveinn Hjaltason]] bóndi þar, segði henni lausri. Hinn setti sýslumaður hét því að hugleiða málið fyrir vinnumanninn sinn. Sýslumaðurinn vissi þá ekki til þess, að Sveinn bóndi hygðist bregða búi.
Síðari hluta vertíðarinnar 1872 kom Guðmundur vinnumaður að máli við húsbónda sinn, sem þá var settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, eftir að [[Bjarni Einar Magnússon|Bjarni E. Magnússon]] fluttist til embættis síns norður í Húnavatnssýslu (1871). Vinnumaðurinn fór þess á flot við húsbónda sinn, hinn setta sýslumann, að hann hlutaðist til um það, að þau hjónaefnin í Landlyst fengju byggingu fyrir vestari Vesturhúsajörðinni í Eyjum, ef ekkillinn, [[Sveinn Hjaltason]] bóndi þar, segði henni lausri. Hinn setti sýslumaður hét því að hugleiða málið fyrir vinnumanninn sinn. Sýslumaðurinn vissi þá ekki til þess, að Sveinn bóndi hygðist bregða búi.


En hinn hyggni og forsjáli vinnumaður í Landlyst vissi betur en sýslumaðurinn í þessum efnum. Hann hafði í kyrrþey gert samning við Svein bónda og þeir orðið á það sáttir, að bóndi yrði húsmaður hjá ungu hjónunum vorið 1872 og hætti þar með búskap á Vesturhúsum. Þó skyldi þetta ekki að fullu afráðið fyrr en tryggt yrði, að þau Guðmundur og Guðrún fengju byggingu fyrir jörðinni. Allt var þannig undirbúið, er hinn setti sýslumaður á fund Sveins bónda til þess að tala máli vinnumanns síns.
En hinn hyggni og forsjáli vinnumaður í Landlyst vissi betur en sýslumaðurinn í þessum efnum. Hann hafði í kyrrþey gert samning við Svein bónda og þeir orðið á það sáttir, að bóndi yrði húsmaður hjá ungu hjónunum vorið 1872 og hætti þar með búskap á Vesturhúsum. Þó skyldi þetta ekki að fullu afráðið fyrr en tryggt yrði, að þau Guðmundur og Guðrún fengju byggingu fyrir jörðinni. Allt var þannig undirbúið, er hinn setti sýslumaður gekk á fund Sveins bónda til þess að tala máli vinnumanns síns.


Sveinn Hjaltason bóndi hafði misst konu sína, Kristínu Jónsdóttur árið 1859 frá tveim börnum þeirra hjóna, Margréti og Gunnari. Vegna barnanna hafði hann haldið áfram búskapnum á Vesturhúsum, þótt konan væri fallin frá. En þegar hér var komið tíð og tíma, voru börn bónda uppkomin, Margrét 25 ára og Gunnar 16 ára. Sveinn bóndi vildi því gjarnan hætta búskap nú og ráðast í húsmennsku.
Sveinn Hjaltason bóndi hafði misst konu sína, Kristínu Jónsdóttur árið 1859, frá tveim börnum þeirra hjóna, Margréti og Gunnari. Vegna barnanna hafði hann haldið áfram búskapnum á Vesturhúsum, þótt konan væri fallin frá. En þegar hér var komið tíð og tíma, voru börn bónda uppkomin, Margrét 25 ára og Gunnar 16 ára. Sveinn bóndi vildi því gjarnan hætta búskap nú og ráðast í húsmennsku.


Hinn setti sýslumaður hafði komið byggingu Vesturhúsajarðarinnar í hendur Guðmundar vinnumanns síns, þegar [[M. M. Aagaard]], hinn danski sýslumaður, kom til Vestmannaeyja með skipunarbréf sitt síðla vors 1872, til þess að taka við hinu nýja embætti sínu, sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum.
Hinn setti sýslumaður hafði komið byggingu Vesturhúsajarðarinnar í hendur Guðmundar vinnumanns síns, þegar [[M. M. Aagaard]], hinn danski sýslumaður, kom til Vestmannaeyja með skipunarbréf sitt síðla vors 1872, til þess að taka við hinu nýja embætti sínu, sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum.


Guðmundur Þórarinsson hafði sama háttinn á eins og svo margir mikilsvirtir borgarar í Eyjum fyrr og síðar á 19. öldinni: Hann hóf búskap sinn með „bústýru“, hjákúrunni sinni, Guðrúnu Erlendsdóttur. Þau hófu sem sé búskap sinn á Vesturhúsum í fardögum 1872 og áttu þá eftir að gera þennan garð farsælan og frægan á sína vísu næstu 44 árin,
Guðmundur Þórarinsson hafði sama háttinn á eins og svo margir mikilsvirtir borgarar í Eyjum fyrr og síðar á 19. öldinni: Hann hóf búskap sinn með „bústýru“, hjákúrunni sinni, Guðrúnu Erlendsdóttur. Þau hófu sem sé búskap sinn á Vesturhúsum í fardögum 1872 og áttu þá eftir að gera þennan garð farsælan og frægan á sína vísu næstu 44 árin, er þau bjuggu þar.
er þau bjuggu þar.


Þrem vikum eftir að þau fluttu að Vesturhúsum og hófu búskapinn, ól Guðrún Erlendsdóttir, bústýra og unnusta húsbónda síns, honum einkar efnilegan son. Það gerðist 27. júní um sumarið. Sveinbarn þetta var skírt 30. s. m. og hlaut nafnið [[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús]]. Það þýðir hinn mikli, en það vissu foreldrarnir ekki, sem vonlegt var. Annað réð nafngiftinni.
Þrem vikum eftir að þau fluttu að Vesturhúsum og hófu búskapinn, ól Guðrún Erlendsdóttir, bústýra og unnusta húsbónda síns, honum einkar efnilegan son. Það gerðist 27. júní um sumarið. Sveinbarn þetta var skírt 30. s. m. og hlaut nafnið [[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús]]. Það þýðir hinn mikli, en það vissu foreldrarnir ekki, sem vonlegt var. Annað réð nafngiftinni.


Þrem dögum eftir skírnarathöfnina settist [[séra Brynjólfur Jónsson]] prestur að Ofanleiti við skrifborðið sitt í „skrifkammersinu“ sínu og páraði sýslumanninum danska nokkrar línur: „Að ógiftar persónur, Guðmundur Þórarinsson og Guðrún Erlendsdóttir, bæði á Vesturhúsum hér í sókn, séu með sameiginlegri barneign, er að bar 27. f. m., orðin uppvís að legorðsbroti í f yrsta sinni, gefst sýslumanninum hér með til vitundar.
Þrem dögum eftir skírnarathöfnina settist [[séra Brynjólfur Jónsson]] prestur að Ofanleiti við skrifborðið sitt í „skrifkammersinu“ sínu og páraði sýslumanninum danska nokkrar línur: „Að ógiftar persónur, Guðmundur Þórarinsson og Guðrún Erlendsdóttir, bæði á Vesturhúsum hér í sókn, séu með sameiginlegri barneign, er að bar 27. f. m., orðin uppvís að legorðsbroti í fyrsta sinni, gefst sýslumanninum hér með til vitundar.
:Ofanleiti í Vestmannaeyjum,
:Ofanleiti í Vestmannaeyjum,
::3. j úlí 1872.
::3. júlí 1872.
:::Br. Jónsson.
:::''Br. Jónsson''.
:Til  
:Til  
:Sýslumannsins í Vestmannaeyjum.“
:Sýslumannsins í Vestmannaeyjum.“
Lína 112: Lína 113:


[[Halla Guðmundsdóttir|Halla]], fædd 29. ágúst 1875. Hún giftist [[Guðjón Eyjólfsson|Guðjóni Eyjólfssyni]]. Þau voru um árabil bóndahjón á Kirkjubæ.<br>
[[Halla Guðmundsdóttir|Halla]], fædd 29. ágúst 1875. Hún giftist [[Guðjón Eyjólfsson|Guðjóni Eyjólfssyni]]. Þau voru um árabil bóndahjón á Kirkjubæ.<br>
[[Þórdís Guðmundsdóttir|Þórdís]], fædd 29. ágúst 1877. Hún giftist [[Jóel Eyjólfsson|Jóel Eyjólfssyni]], bróður Guðjóns Eyjólfssonar bónda. Þau bjuggu að [[Landamót]]um í Eyjum. Síðar var Jóel Eyjólfsson kenndur við [[Sælundur|Sælund]] við Bárugötu (nú Vesturvegur 2). .<br>
[[Þórdís Guðmundsdóttir|Þórdís]], fædd 29. ágúst 1877. Hún giftist [[Jóel Eyjólfsson|Jóel Eyjólfssyni]], bróður Guðjóns Eyjólfssonar bónda. Þau bjuggu að [[Landamót]]um í Eyjum. Síðar var Jóel Eyjólfsson kenndur við [[Sælundur|Sælund]] við [[Bárustígur|Bárugötu]] (nú [[Vesturvegur]] 2). .<br>
[[Guðleif Guðmundsdóttir|Guðleif]], fædd 11. okt. 1879. Hún giftist [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfúsi Jónssyni]] frá Túni í Eyjum. Heimili þeirra var að [[Holt]]i við Ásaveg. .<br>
[[Guðleif Guðmundsdóttir|Guðleif]], fædd 11. okt. 1879. Hún giftist [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfúsi Jónssyni]] frá [[Tún (hús)|Túni]] í Eyjum. Heimili þeirra var að [[Holt]]i við [[Ásavegur|Ásaveg]]. <br>
Guðmundur, fæddur 21. febrúar 1882. Hann lifði aðeins 8 daga. Mun hafa látizt úr ginklofa („krampa", stendur í gildum heimildum).<br>
Guðmundur, fæddur 21. febrúar 1882. Hann lifði aðeins 8 daga. Mun hafa látizt úr ginklofa („krampa", stendur í gildum heimildum).<br>


Lína 120: Lína 121:
Lítið mun Guðmundur hafa fengizt við útgerð, en sjó stundaði hann um langt árabil. Hann var t. d. margar vertíðir háseti hjá Magnúsi syni sínum, eftir að hann gerðist formaður á vertíðarskipi 1890.
Lítið mun Guðmundur hafa fengizt við útgerð, en sjó stundaði hann um langt árabil. Hann var t. d. margar vertíðir háseti hjá Magnúsi syni sínum, eftir að hann gerðist formaður á vertíðarskipi 1890.


Utan vertíða stundaði Guðmundur bóndi sjósókn á vor- og sumarbátum, julum, eftir því sem hentaði honum frá vorönnum heima við búskapinn, öflun heyja að sumrinu, eggjasókn og fuglaveiðar í björgum o. s. frv. Bjargveiðar voru honum yndi og talinn var hann góður fjallamaður, meðan hann var á léttara skeiðinu. Þá seig hann í björg eftir svartfuglseggjum, „fór á bandi“ eftir fýlaeggjum, sló fýlunga á bæli, er á sumarið leið, veiddi svartfugl í snörur og lunda í net á varpstað, eða þá með grefli. Þannig var það fjögur fyrstu búskaparár hans á Vesturhúsum eða þar til Eyjamenn lærðu að nota færeyska háfinn við lundaveiðarnar. Eftir það veiddi Guðmundur bóndi lundann á klettabrúnum á færeyska vísu, og þótti það framför mikil. (Eftir 1875, að fyrsti háfurinn flytzt til Eyja).
Utan vertíða stundaði Guðmundur bóndi sjósókn á vor- og sumarbátum, julum, eftir því sem hentaði honum frá vorönnum heima við búskapinn, öflun heyja að sumrinu, eggjasókn og fuglaveiðar í björgum o. s. frv. Bjargveiðar voru honum yndi og talinn var hann góður fjallamaður, meðan hann var á léttara skeiðinu. Þá seig hann í björg eftir svartfuglseggjum, „fór á bandi“ eftir fýlaeggjum, sló fýlunga á bæli, er á sumarið leið, veiddi svartfugl í snörur og lunda í net á varpstað, eða þá með grefli. Þannig var það fjögur fyrstu búskaparár hans á Vesturhúsum eða þar til Eyjamenn lærðu að nota færeyska háfinn við lundaveiðarnar. Eftir það veiddi Guðmundur bóndi lundann á klettabrúnum á færeyska vísu, og þótti það framför mikil. (Eftir 1875, að fyrsti háfurinn flyzt til Eyja).


Guðmundur bóndi Þórarinsson gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í byggðarlaginu. Um árabil skipaði sýslumaður hann úttektarmann jarða og matsmann ýmiskonar eigna, sem sýslumannsembættið skyldi annast eða hafa umsjón með og leggja mat á.
Guðmundur bóndi Þórarinsson gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í byggðarlaginu. Um árabil skipaði sýslumaður hann úttektarmann jarða og matsmann ýmiskonar eigna, sem sýslumannsembættið skyldi annast eða hafa umsjón með og leggja mat á.
Lína 126: Lína 127:
Guðmundur bóndi sat í hreppsnefnd Vestmannaeyjahrepps í 12 ár eða tvö kjörtímabil (frá 1889-1901). Þar þótti hann jafnan glöggur og tillögugóður, enda var búhyggnin gefin honum í ríkum mæli, og svo góðvildin að sama skapi. Framfarasinnaður var hann og nærfærinn, fastur fyrir en þó sanngjarn. Manngerðin var tápmikil og traust.
Guðmundur bóndi sat í hreppsnefnd Vestmannaeyjahrepps í 12 ár eða tvö kjörtímabil (frá 1889-1901). Þar þótti hann jafnan glöggur og tillögugóður, enda var búhyggnin gefin honum í ríkum mæli, og svo góðvildin að sama skapi. Framfarasinnaður var hann og nærfærinn, fastur fyrir en þó sanngjarn. Manngerðin var tápmikil og traust.


Guðmundur bóndi hlaut tvívegis verðlaun fyrir framtak í búnaði. Hann reif niður gömlu torfgarðana um Vesturhúsatúnið, ók þar að grjóti á vetrum og hlóð grjótgarða í stað torfgarðanna. Fyrir þá endurbót hlaut hann viðurkenningar. Ég minnist þessara grjótgarða, er ég fluttist hingað í kaupstaðinn. Nokkur hluti þeirra var rifinn og fjarlægður, er húsin tóku að byggjast, sem nú standa beggja vegna Kirkjubæjabrautarinnar.
Guðmundur bóndi hlaut tvívegis verðlaun fyrir framtak í búnaði. Hann reif niður gömlu torfgarðana um Vesturhúsatúnið, ók þar að grjóti á vetrum og hlóð grjótgarða í stað torfgarðanna. Fyrir þá endurbót hlaut hann viðurkenningar. Ég minnist þessara grjótgarða, er ég fluttist hingað í kaupstaðinn. Nokkur hluti þeirra var rifinn og fjarlægður, er húsin tóku að byggjast, sem nú standa beggja vegna [[Kirkjubæjarbraut|Kirkjubæjabrautarinnar]].


Um árabil var Guðmundur bóndi fiskimatsmaður í Vestmannaeyjum. Ekki er mér ljóst, hve mörg ár hann gegndi þeim trúnaðarstarfa, en það mun hann hafa gert æðimörg efri árin sín.
Um árabil var Guðmundur bóndi fiskimatsmaður í Vestmannaeyjum. Ekki er mér ljóst, hve mörg ár hann gegndi þeim trúnaðarstarfa, en það mun hann hafa gert æðimörg efri árin sín.
Lína 140: Lína 141:
Árið 1916 var blíðviðristíð í marzmánuði og úteyjar grænkuðu næstum óvenjulega snemma, - þar sem þá ekki héldust græn grös allt árið sökum dýpri og rakari jarðvegs, þar sem lundinn verpir og frjóvgar og fæðir grösin í ríkulegum mæli í byggðum sínum.
Árið 1916 var blíðviðristíð í marzmánuði og úteyjar grænkuðu næstum óvenjulega snemma, - þar sem þá ekki héldust græn grös allt árið sökum dýpri og rakari jarðvegs, þar sem lundinn verpir og frjóvgar og fæðir grösin í ríkulegum mæli í byggðum sínum.


Sunnudaginn 12. marz 1916 sat Guðmundur bóndi Þórarinsson fund í Stúkunni Báru nr. 2. Þar hafði hann starfað um árabil, og enginn sótti þar fundi af meiri kostgæfni og áhuga en hann. Með bónda þessum bjó bæði vit og vilji til þess að meta blessun bindisins til gæfu sér og sínum. Þessi bóndi leit á bindindisstarfið frá kristilegu sjónarmiði til stuðnings og hjálpar hinum veikari bróður með óbifandi trú á orðin kunnu: „Það sem þér gjörið mínum minnsta
Sunnudaginn 12. marz 1916 sat Guðmundur bóndi Þórarinsson fund í [[Stúkan Bára nr. 2|Stúkunni Báru nr. 2]]. Þar hafði hann starfað um árabil, og enginn sótti þar fundi af meiri kostgæfni og áhuga en hann. Með bónda þessum bjó bæði vit og vilji til þess að meta blessun bindisins til gæfu sér og sínum. Þessi bóndi leit á bindindisstarfið frá kristilegu sjónarmiði til stuðnings og hjálpar hinum veikari bróður með óbifandi trú á orðin kunnu: „Það sem þér gjörið mínum minnsta
bróður ...“
bróður ...“


Daginn eftir þennan stúkufund eða mánudagsmorguninn 13. marz hafði verið afráðin ferð í Álsey með fé af fóðrum vetrarins, gemlinga og veturgamlar ær. Það heitir á Eyjamáli að „setja fé“ í eyna.
Daginn eftir þennan stúkufund eða mánudagsmorguninn 13. marz hafði verið afráðin ferð í Álsey með fé af fóðrum vetrarins, gemlinga og veturgamlar ær. Það heitir á Eyjamáli að „setja fé“ í eyna.


Til fararinnar réðust þessir menn: Guðmundur Þórarinsson bóndi á Vesturhúsum, Guðjón Eyjólfsson, tengdasonur Guðmundar, bóndi á Kirkjubæ, [[Magnús Eiríksson|Magnús bóndi Eiríksson]] á Eystri-Vesturhúsum og [[Þorsteinn Þorsteinsson]], þá vinnumaður í [[Ólafshús]]um, síðar búandi um árabil að [[Hjálmholt]]i við Urðaveg, þá unnusti Kristínar Jónsdóttur úr Mjóafirði eystra Brynjólfssonar.
Til fararinnar réðust þessir menn: Guðmundur Þórarinsson bóndi á Vesturhúsum, [[Guðjón Eyjólfsson]], tengdasonur Guðmundar, bóndi á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]], [[Magnús Eiríksson|Magnús bóndi Eiríksson]] á [[Vesturhús austari|Eystri-Vesturhúsum]] og [[Þorsteinn Þorsteinsson]], þá vinnumaður í [[Ólafshús]]um, síðar búandi um árabil að [[Hjálmholt]]i við [[Urðavegur|Urðaveg]], þá unnusti Kristínar Jónsdóttur úr Mjóafirði eystra Brynjólfssonar.


Ekki er mér kunnugt, hve margt fé þeir höfðu með sér í bátnum frá þessum fjórum jörðum. Farkosturinn var sex-æringur.
Ekki er mér kunnugt, hve margt fé þeir höfðu með sér í bátnum frá þessum fjórum jörðum. Farkosturinn var sex-æringur.


Þegar að Álsey kom, reyndist nokkur súgur við steðjann. Nokkurn tíma biðu þeir lags við steðja Önundarkórsins, þar sem heppilegra eða auðveldara þótti að koma fé á land en við Lundakórssteðjann.
Þegar að Álsey kom, reyndist nokkur súgur við steðjann. Nokkurn tíma biðu þeir lags við steðja [[Önundarkór|Önundarkórsins]], þar sem heppilegra eða auðveldara þótti að koma fé á land en við [[Lundakór]]ssteðjann.


Loks kom lag og þeir renndu stafni bátsins upp að steðjanum og Guðmundur bóndi reyndi að stökkva upp á klöppina með kollubandið eða fangalínuna. En með því að hann var aldraður orðinn og þess vegna svifaseinni en þurfti að vera, náði hann ekki að komast upp á klöppina nægilega fljótt og ýta bátnum frá henni í sömu andránni. Báturinn sat því fastur á hnísunni, þegar sjórinn sogaðist niður með klöppinni. Hann stakkst þannig á endann og fyllti samstundis. Féð flaut út úr bátnum. Sumt bjargaðist af sjálfdáðum upp á næstu klappir. Nokkrar kindur drukknuðu eftir að hafa svamlað í sjónum um stund.
Loks kom lag og þeir renndu stafni bátsins upp að steðjanum og Guðmundur bóndi reyndi að stökkva upp á klöppina með kollubandið eða fangalínuna. En með því að hann var aldraður orðinn og þess vegna svifaseinni en þurfti að vera, náði hann ekki að komast upp á klöppina nægilega fljótt og ýta bátnum frá henni í sömu andránni. Báturinn sat því fastur á hnísunni, þegar sjórinn sogaðist niður með klöppinni. Hann stakkst þannig á endann og fyllti samstundis. Féð flaut út úr bátnum. Sumt bjargaðist af sjálfdáðum upp á næstu klappir. Nokkrar kindur drukknuðu eftir að hafa svamlað í sjónum um stund.
Lína 155: Lína 156:
Um leið og Guðjón bóndi Eyjólfsson skynjaði hina aðsteðjandi hættu, snaraðist hann upp á steðjann og náði handfestu á kollubandinu. Við næsta aðsog flaut báturinn borðstokkafullur. Þorsteinn og Magnús héldu sér í bátnum, en aldan tók Guðmund bónda Þórarinsson með sér út af steðjanum og sogaði hann niður í djúpið. Hann sást aldrei framar. Slys hafði orðið, - hörmulegt slys.
Um leið og Guðjón bóndi Eyjólfsson skynjaði hina aðsteðjandi hættu, snaraðist hann upp á steðjann og náði handfestu á kollubandinu. Við næsta aðsog flaut báturinn borðstokkafullur. Þorsteinn og Magnús héldu sér í bátnum, en aldan tók Guðmund bónda Þórarinsson með sér út af steðjanum og sogaði hann niður í djúpið. Hann sást aldrei framar. Slys hafði orðið, - hörmulegt slys.


[[Jórunn Hannesdóttir]] húsfreyja á Vesturhúsum, tengdadóttir þeirra hjóna, Guðrúnar og Guðmundar, kona Magnúsar á Vesturhúsum, hafði skroppið frá tengdamóður sinni, - sem hún gjarnan veitti liðsinni og hafði hug með, þegar Guðmundur bóndi var ekki heima, - niður að [[Miðhús]]um til foreldra sinna þennan dag og var sonur hennar Magnús, þá 11 ára, með henni. Frá Miðhúsum reyndi drengurinn að fylgjast með því, þegar afi hans kæmi úr Álsey. Þá var ætlunin að hlaupa vestur á Bæjarbryggju og taka á móti honum, því að samband þeirra var innilegt og umhyggjusamt, eins og oft á sér stað um afann og sonar- eða dóttursoninn. Loks sást báturinn koma fyrir Klettsnefið.
[[Jórunn Hannesdóttir]] húsfreyja á Vesturhúsum, tengdadóttir þeirra hjóna, Guðrúnar og Guðmundar, kona Magnúsar á Vesturhúsum, hafði skroppið frá tengdamóður sinni, - sem hún gjarnan veitti liðsinni og hafði hug með, þegar Guðmundur bóndi var ekki heima, - niður að [[Miðhús]]um til foreldra sinna þennan dag og var sonur hennar Magnús, þá 11 ára, með henni. Frá Miðhúsum reyndi drengurinn að fylgjast með því, þegar afi hans kæmi úr Álsey. Þá var ætlunin að hlaupa vestur á [[Bæjarbryggja|Bæjarbryggju]] og taka á móti honum, því að samband þeirra var innilegt og umhyggjusamt, eins og oft á sér stað um afann og sonar- eða dóttursoninn. Loks sást báturinn koma fyrir [[Klettsnef]]ið.


Þegar báturinn renndi upp að bryggjunni, stóð drengurinn þar.
Þegar báturinn renndi upp að bryggjunni, stóð drengurinn þar.


„Afi? - Afi? Hvar er afi minn?“ spurði drengur. - Steinhljóð. „Hvar er hann afi minn?“ spurði drengurinn hærri röddu, og var ekki laust við ótta í röddinni. Það var sem drengnum byði í grun. - Steinhljóð. Þá hljóp Magnús litli austur í Miðhús og sagði þau tíðindi, að hann hefði ekki séð hann afa sinn í bátnum. Hannes móðurafi hans gekk þá vestur á bryggjuna til þess að hitta bátsverja og hafa tal af þeim. Hannes flutti síðan sorgarfregnina heim í rannið.
„Afi? - Afi? Hvar er afi minn?“ spurði drengur. - Steinhljóð. „Hvar er hann afi minn?“ spurði drengurinn hærri röddu, og var ekki laust við ótta í röddinni. Það var sem drengnum byði í grun. - Steinhljóð. Þá hljóp Magnús litli austur í Miðhús og sagði þau tíðindi, að hann hefði ekki séð hann afa sinn í bátnum. [[Hannes Jónsson|Hannes]] móðurafi hans gekk þá vestur á bryggjuna til þess að hitta bátsverja og hafa tal af þeim. Hannes flutti síðan sorgarfregnina heim í rannið.


Strax og færi gafst fór Hannes Jónsson á vel mönnuðum báti vestur að Álsey og gerði ítrekaðar tilraunir til að slæða upp lík Guðmundar Þórarinssonar, en það tókst aldrei.
Strax og færi gafst fór Hannes Jónsson á vel mönnuðum báti vestur að Álsey og gerði ítrekaðar tilraunir til að slæða upp lík Guðmundar Þórarinssonar, en það tókst aldrei.

Leiðsagnarval