„Blik 1969/Endurminningar Magnúsar á Vesturhúsum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Setti tengla.
(Setti tengla.)
(Setti tengla.)
Lína 87: Lína 87:


== Hálfdrættingur á „[[Halkion]]“==
== Hálfdrættingur á „[[Halkion]]“==
''„Gerðismenn“ nutu trausts og virðingar í útgerðarstarfi sínu og sjómennsku. Hverjum unglingi var það góður skóli að ráðast fastur háseti á bát þeirra „Halkion,“ þó að hann væri þar hálfdrættingur. Magnús Guðmundsson var aðeins 14 ára, er hann réðist til hins mæta formanns og kunna sjómanns Jóns bónda Jónssonar í [[Gerði|Stóra-Gerði]]. Það eitt sannar það orð, er fór nú af dugnaði „formannsefnisins“ á Vesturhúsum.''
''„Gerðismenn“ nutu trausts og virðingar í útgerðarstarfi sínu og sjómennsku. Hverjum unglingi var það góður skóli að ráðast fastur háseti á bát þeirra „Halkion,“ þó að hann væri þar hálfdrættingur. Magnús Guðmundsson var aðeins 14 ára, er hann réðist til hins mæta formanns og kunna sjómanns Jóns bónda Jónssonar í [[Gerði-stóra|Stóra-Gerði]]. Það eitt sannar það orð, er fór nú af dugnaði „formannsefnisins“ á Vesturhúsum.''


Vertíðina 1886 réri ég á sexæringi, sem hét „Halkion“. Formaðurinn var Jón Jónsson bóndi í Stóra-Gerði. Hann var talinn formaður góður og aflasæll. Sagt var um hann, að aldrei fengi hann svo vont veður á sjó, að hann gæti ekki kveikt í pípu sinni.
Vertíðina 1886 réri ég á sexæringi, sem hét „Halkion“. Formaðurinn var [[Jón Jónsson bóndi í Stóra-Gerði]]. Hann var talinn formaður góður og aflasæll. Sagt var um hann, að aldrei fengi hann svo vont veður á sjó, að hann gæti ekki kveikt í pípu sinni.


Ég var ráðinn hálfdrættingur. Hálfdrættingarnir áttu við setningu skips að annast hlunnana, draga þá fram fyrir stafn, þegar skipin voru sett í hróf, og draga þá aftur fyrir skutinn, þegar sett var fram. Hlunnarnir voru hvalbeinshlunnar með gati í enda og dráttartaug í.
Ég var ráðinn hálfdrættingur. Hálfdrættingarnir áttu við setningu skips að annast hlunnana, draga þá fram fyrir stafn, þegar skipin voru sett í hróf, og draga þá aftur fyrir skutinn, þegar sett var fram. Hlunnarnir voru hvalbeinshlunnar með gati í enda og dráttartaug í.
Lína 162: Lína 162:
Loks lét ég tilleiðast og hét því að stýra og lesa bænina. Að öðru leyti skyldu allir ráða.  
Loks lét ég tilleiðast og hét því að stýra og lesa bænina. Að öðru leyti skyldu allir ráða.  


Þegar við vorum komnir út fyrir [[Hringsker]], spyr ég strákana, hvert halda skuli. Þeir hlógu og svöruðu því til, að ég væri formaðurinn og skyldi ráða í einu og öllu í dag. Ég afréð þá að halda vestur að [[Smáeyjar|Smáeyjum]], því að ég vissi ekki, hvert hin skipin hefðu farið.  
Þegar við vorum komnir út fyrir [[Örnefnaskrá Gísla Lárussonar|Hringskerið]], spyr ég strákana, hvert halda skuli. Þeir hlógu og svöruðu því til, að ég væri formaðurinn og skyldi ráða í einu og öllu í dag. Ég afréð þá að halda vestur að [[Smáeyjar|Smáeyjum]], því að ég vissi ekki, hvert hin skipin hefðu farið.  


Þegar við komum vestur að [[Hrauney]], var þar stór sílatorfa. Þar hlóðum við bátinn fljótlega.  
Þegar við komum vestur að [[Hrauney]], var þar stór sílatorfa. Þar hlóðum við bátinn fljótlega.  
Lína 168: Lína 168:
Ekki sáum við neitt til annarra skipa.
Ekki sáum við neitt til annarra skipa.


Við rerum austur að Eiðinu, seiluðum aflann þar og skildum einn hásetann eftir til þess að bjarga fiskinum undan sjó. Síðan átti hann að fara heim og útvega sér bát til þess að flytja fiskinn yfir [[Botn]]inn. Um leið bar honum að ráða sér kvenfólk til þess að draga fiskinn yfir Eiðið. Einnig skyldi hann skipta aflanum réttlátlega.
Við rerum austur að Eiðinu, seiluðum aflann þar og skildum einn hásetann eftir til þess að bjarga fiskinum undan sjó. Síðan átti hann að fara heim og útvega sér bát til þess að flytja fiskinn yfir [[Höfnin|Botninn]]. Um leið bar honum að ráða sér kvenfólk til þess að draga fiskinn yfir Eiðið. Einnig skyldi hann skipta aflanum réttlátlega.


Síðan rérum við hinir aftur. Það var kallað „að róa út“ eða „að tvíróa“. Og við Smáeyjar þennan dag hlóðum við í annað sinn. Fleiri skip komu þangað og hlóðu.
Síðan rérum við hinir aftur. Það var kallað „að róa út“ eða „að tvíróa“. Og við Smáeyjar þennan dag hlóðum við í annað sinn. Fleiri skip komu þangað og hlóðu.
Lína 177: Lína 177:


==Formennskan. Sjóferðarmannsbænin. Þóknun til formanns af hverjum hlut, 10 krónur. „Skipsáróður“, 4 krónur==
==Formennskan. Sjóferðarmannsbænin. Þóknun til formanns af hverjum hlut, 10 krónur. „Skipsáróður“, 4 krónur==
Formennskan hófst með því hverju sinni, að ég varð sem aðrir formenn að lesa langa sjóferðamannsbæn upphátt og Faðir vor að lokinni bæninni. Bænin var alltaf lesin úti á höfninni. Haldið var úti árum á meðan, svo að báturinn héldist á sama stað. Oft voru skipin dreifð um höfnina ([[Botninn]]), meðan flestir eða allir lásu bænina samtímis.
Formennskan hófst með því hverju sinni, að ég varð sem aðrir formenn að lesa langa sjóferðamannsbæn upphátt og Faðir vor að lokinni bæninni. Bænin var alltaf lesin úti á höfninni. Haldið var úti árum á meðan, svo að báturinn héldist á sama stað. Oft voru skipin dreifð um höfnina ([[Höfnin|Botninn]]), meðan flestir eða allir lásu bænina samtímis.


Fyrsti róður hvers og eins á vertíð var kallaður „útdráttur“. Helzt vildu menn „draga út“ á föstudögum eða laugardögum, því að menn höfðu almenna ótrú á fyrri dögum vikunnar.
Fyrsti róður hvers og eins á vertíð var kallaður „útdráttur“. Helzt vildu menn „draga út“ á föstudögum eða laugardögum, því að menn höfðu almenna ótrú á fyrri dögum vikunnar.

Leiðsagnarval