84.482
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
(Lagfæringar.) |
||
| Lína 17: | Lína 17: | ||
Eins og ég gat um, þá fiskuðum við vel á Ingólfi báðar síðari vertíðirnar, eftir því sem þá taldist góður afli. | Eins og ég gat um, þá fiskuðum við vel á Ingólfi báðar síðari vertíðirnar, eftir því sem þá taldist góður afli. | ||
Þá ympraði Ólafur Magnússon á því við mig, hvort ég vildi ekki verða | Þá ympraði Ólafur Magnússon á því við mig, hvort ég vildi ekki verða hjá sér formaður á stórum áttæringi. Hann gat þess, að svo legðist það í sig, að næstu árin yrðu aflaár. Nú vildi hann stækka Ingólf og gera hann að áttæringi, - stærsta áttæringi í Eyjum. | ||
Ég leitaði nú ráða föður míns sem oftar, - spurði hann hvað hann legði til þessara mála. Hann latti mig mjög og sagði ýmsa formenn, sem hefðu fiskað vel á minni skip, aflað illa á þau hin stærri. Nefndi hann nokkur dæmi þessa. Þá óttaðist hann, að ég kynni ekki að stilla sjósókn minni í hóf, þegar ég væri búinn að fá eitt af hinum stærstu skipunum. Einnig ræddi ég þetta við ýmsa háseta mína, - mest við þá yngri, og hvöttu þeir mig eindregið til að taka tilboði Ólafs. | Ég leitaði nú ráða föður míns sem oftar, - spurði hann hvað hann legði til þessara mála. Hann latti mig mjög og sagði ýmsa formenn, sem hefðu fiskað vel á minni skip, aflað illa á þau hin stærri. Nefndi hann nokkur dæmi þessa. Þá óttaðist hann, að ég kynni ekki að stilla sjósókn minni í hóf, þegar ég væri búinn að fá eitt af hinum stærstu skipunum. Einnig ræddi ég þetta við ýmsa háseta mína, - mest við þá yngri, og hvöttu þeir mig eindregið til að taka tilboði Ólafs. | ||
| Lína 34: | Lína 34: | ||
Á Ingólfi var loggortusigling, eins og tíðast var um önnur skip hér. Siglutrén voru tvö. Framsiglan reis á mörkum kjalar og stefnis. Aftursiglan reis miðskips og var mun hærri en framsiglan. Afturseglið var mikið stærra en framseglið. Útleggjari (bugspjót) var hafður og oftast eitt forsegl, en á þessum áttæringi var einnig stagfokka. Árar voru 8 og voru 9 álna langar (5,67 m). | Á Ingólfi var loggortusigling, eins og tíðast var um önnur skip hér. Siglutrén voru tvö. Framsiglan reis á mörkum kjalar og stefnis. Aftursiglan reis miðskips og var mun hærri en framsiglan. Afturseglið var mikið stærra en framseglið. Útleggjari (bugspjót) var hafður og oftast eitt forsegl, en á þessum áttæringi var einnig stagfokka. Árar voru 8 og voru 9 álna langar (5,67 m). | ||
Síðar, eða eftir að lína og lóð varð hér aðal-veiðarfærið, voru árarnar bæði styttri og grennri. Þá var settur barka- | Síðar, eða eftir að lína og lóð varð hér aðal-veiðarfærið, voru árarnar bæði styttri og grennri. Þá var settur barka- eða skutróður á áttæringana og hætt að „falla á“, sem oft var áður gjört. | ||
== Áttæringurinn == | == Áttæringurinn == | ||
| Lína 43: | Lína 43: | ||
Bæði í barka og skut voru hafðar fjalir til að sitja á, þegar færunum var rennt - barkafjalir og skutfjalir. | Bæði í barka og skut voru hafðar fjalir til að sitja á, þegar færunum var rennt - barkafjalir og skutfjalir. | ||
Í botni skipsins, nema í austur og fyrirrúmi, voru þiljur, til þess að leggja fiskinn á, sem fyrst var dreginn. Hét það | Í botni skipsins, nema í austur og fyrirrúmi, voru þiljur, til þess að leggja fiskinn á, sem fyrst var dreginn. Hét það „að leggja á þiljur". Það var gjört til þess að sjór rynni betur til austurrúms og stæði ekki kyrr í rúmum þeim, sem fiskur var í. Í austurrúmi og fyrirrúmi voru austurtrog til að ausa með. Bitinn (þóftan), sem aðskildi skut og austurrúm, var eiginlega stokkur, er náði þvert yfir skipið. Hann var hólfaður sundur og op á. Í hólfum þessum voru geymd ýmis smærri tæki eða áhöld, svo sem seilarnálar (gjörðar úr hvalbeini), hamar, öxi o. fl. | ||
Á bitann annars vegar var negld svo kölluð bitafjöl. Á henni stóð nafn skipsins útskorið og ártalið, er það var byggt. Einnig var á fjöl þessari, sérstaklega í eldri skipum, vísa eða vers. Efni hennar var bæn til guðs um það, að farnaðist vel. Ég set hér eina bitavísu sem sýnishorn: | Á bitann annars vegar var negld svo kölluð bitafjöl. Á henni stóð nafn skipsins útskorið og ártalið, er það var byggt. Einnig var á fjöl þessari, sérstaklega í eldri skipum, vísa eða vers. Efni hennar var bæn til guðs um það, að skipi og skipshöfn farnaðist vel. Ég set hér eina bitavísu sem sýnishorn: | ||
:''Ljúfur guð um landahring | :''Ljúfur guð um landahring | ||
:''leiði af miskunn sinni | :''leiði af miskunn sinni | ||
| Lína 60: | Lína 60: | ||
Öllum hásetum var skipað á sinn stað á skipinu. Í því sambandi voru þeir oft kenndir við rúmin sín í skipinu, t.d. framá- eða barka-menn, andófsmenn, fyrirrúms-, miðskips- og austurrúmsmenn, og svo að síðustu bita- og miðskutsmenn. Allir þessir menn höfðu sérstökum störfum að gegna á skipinu. Andófsmenn áttu alltaf að andæfa undir færum. Fyrirrúmsmenn lögðu næstir út árar í andófi. Einnig bar þeim að ausa, ef austurrúmsmaður hafði ekki við. | Öllum hásetum var skipað á sinn stað á skipinu. Í því sambandi voru þeir oft kenndir við rúmin sín í skipinu, t.d. framá- eða barka-menn, andófsmenn, fyrirrúms-, miðskips- og austurrúmsmenn, og svo að síðustu bita- og miðskutsmenn. Allir þessir menn höfðu sérstökum störfum að gegna á skipinu. Andófsmenn áttu alltaf að andæfa undir færum. Fyrirrúmsmenn lögðu næstir út árar í andófi. Einnig bar þeim að ausa, ef austurrúmsmaður hafði ekki við. | ||
Þá kom röðin næst að austurrúmsmönnunum, og þyrftu allir að andæfa, urðu miðskipsmenn að leggja út. Þá var það kallað „allra manna andóf“. Þeir af skipshöfninni, | Þá kom röðin næst að austurrúmsmönnunum, og þyrftu allir að andæfa, urðu miðskipsmenn að leggja út. Þá var það kallað „allra manna andóf“. Þeir af skipshöfninni, sem skipuðu skiprúm fyrir framan andófsrúm og aftan austurrúm, voru líka oft kallaðir yfirskipsmenn. | ||
Miðskipsmenn áttu að ýta skipi og fara síðastir upp í skip. Þeim bar einnig að taka á móti, þegar skipið lenti. Þá komu bitamenn í þeirra stað og réru í þeirra rúmi. | Miðskipsmenn áttu að ýta skipi og fara síðastir upp í skip. Þeim bar einnig að taka á móti, þegar skipið lenti. Þá komu bitamenn í þeirra stað og réru í þeirra rúmi. | ||
| Lína 66: | Lína 66: | ||
Miðskipsmenn áttu að reisa siglutrén, - „ganga undir möstrum“, eins og það var kallað - þegar sigla átti. Eins skyldu þeir taka á móti siglutrjánum, þegar þau voru felld. | Miðskipsmenn áttu að reisa siglutrén, - „ganga undir möstrum“, eins og það var kallað - þegar sigla átti. Eins skyldu þeir taka á móti siglutrjánum, þegar þau voru felld. | ||
Fremsta framá-manni bar að sjá um klífi, t. d. rifa hann og draga upp. Hann var líka stundum kallaður húmborumaður. | |||
Barkamenn sáu um framseglið. Skutmenn og þeir, sem um róðurinn voru, sáu um afturseglið. | Barkamenn sáu um framseglið. Skutmenn og þeir, sem um róðurinn voru, sáu um afturseglið. | ||
| Lína 77: | Lína 77: | ||
== Fyrsti kippur. „Að sigla fleyi og sofa í meyjarfaðmi ...“== | == Fyrsti kippur. „Að sigla fleyi og sofa í meyjarfaðmi ...“== | ||
Þegar róið var og komið út á miðja Víkina, var | Þegar róið var og komið út á miðja Víkina, var „hvílt“. Það var kallaður „kippur“, - fyrsti kippur sjóferðarinnar. Svona var haldið áfram að hvíla, þegar ekki var siglt, þar til komið var í fiskileitir. Ætlazt var til, að hver kippur væri sem næst 10 mínútur. Þegar verið var á færum og kippt var á fiskimiðum, hvíldu yfirskipsmenn þá, er andæft höfðu. | ||
Mjög þótti ákjósanlegt að fá góðan byr og hagstæðan úr höfn, en þó enn betra að fá hann í land. | Mjög þótti ákjósanlegt að fá góðan byr og hagstæðan úr höfn, en þó enn betra að fá hann í land. | ||
| Lína 95: | Lína 95: | ||
Eitt sinn sigldum við frá Faxaskeri með öllu einrifuðu og fyrir Elliðaey að norðan. Þegar við komum skammt austur fyrir eyna, varð að rifa meira. Þannig var haldið áfram um hríð. – Enn hvessti. Að síðustu var rokið orðið svo mikið, að ekki þoldi nema með einu segli tvírifuðu. Með þessari seglpjötlu sigldum við undir Bjarnarey. Þá fór heldur að lægja. Undan Bjarnarey sigldum við með öllu tvírifuðu. | Eitt sinn sigldum við frá Faxaskeri með öllu einrifuðu og fyrir Elliðaey að norðan. Þegar við komum skammt austur fyrir eyna, varð að rifa meira. Þannig var haldið áfram um hríð. – Enn hvessti. Að síðustu var rokið orðið svo mikið, að ekki þoldi nema með einu segli tvírifuðu. Með þessari seglpjötlu sigldum við undir Bjarnarey. Þá fór heldur að lægja. Undan Bjarnarey sigldum við með öllu tvírifuðu. | ||
Þegar við svo ætluðum að draga niður segl á Víkinni, stóð allt fast af gaddi, svo | Þegar við svo ætluðum að draga niður segl á Víkinni, stóð allt fast af gaddi, svo að seglin náðust illa niður, enda var frostið 13 stig. | ||
Þennan sama morgun komust tvö skip, sem höfðu verið all-langt á undan | Þennan sama morgun komust tvö skip, sem höfðu verið all-langt á undan okkur, í logn fram af Holtsvörðum. Fengu þau þar nægan fisk, en tóku aðeins hálffermi. Sigldu þau svo út með Sandi og hleyptu síðan „út í Eyjar“, þegar þau áttu nógu liðugt að sigla. | ||
==Landkrabbar á sjó == | ==Landkrabbar á sjó == | ||
Eitt sinn rérum við í norðan blæ og ládauðum sjó. Þegar við vorum að fara út Leiðina, urðum við þess varir, að stór síldartorfa óð undir Heimakletti nokkru utar en móts við Hringskerið. Við héldum á síldartorfuna. Þarna renndum við færum og drógum fljótlega um 600 fiska. Eftir stutta stund komu tvö jul mönnuð verzlunrarmönun til okkar og renndu þeir færum þarna. | Eitt sinn rérum við í norðan blæ og ládauðum sjó. Þegar við vorum að fara út Leiðina, urðum við þess varir, að stór síldartorfa óð undir Heimakletti nokkru utar en móts við Hringskerið. Við héldum á síldartorfuna. Þarna renndum við færum og drógum fljótlega um 600 fiska. Eftir stutta stund komu tvö jul mönnuð verzlunrarmönun til okkar, og renndu þeir færum þarna. | ||
Skyndilega tók að brima af austri. | Skyndilega tók að brima af austri. | ||
Formaður, sem var að koma af sjó, ráðlagði verzlunarmönnunum á julunum að flýta sér í land, ef vildu komast inn Leiðina vandræða- og áhættulaust. Það gerðu þeir. | Formaður, sem var að koma af sjó, ráðlagði verzlunarmönnunum á julunum að flýta sér í land, ef þeir vildu komast inn Leiðina vandræða- og áhættulaust. Það gerðu þeir. | ||
== „Aðgæzluverð Leið“! „Ófær Leið“! == | == „Aðgæzluverð Leið“! „Ófær Leið“! == | ||
| Lína 118: | Lína 118: | ||
Um morguninn, þegar við rérum, var logn en dimmt í lofti. Þegar við komum í fiskileiðir suður við Geirfuglasker, var að byrja að kula austan. Við komumst þarna í allgóðan fisk á vissum bletti. | Um morguninn, þegar við rérum, var logn en dimmt í lofti. Þegar við komum í fiskileiðir suður við Geirfuglasker, var að byrja að kula austan. Við komumst þarna í allgóðan fisk á vissum bletti. | ||
Austankulið varð brátt að stormi. Þá var ekki lengur til | Austankulið varð brátt að stormi. Þá var ekki lengur til setu boðið. Sett voru upp segl og haldið heim á leið. – Brátt rokhvessti, svo að við urðum að rifa öll segl. Okkur hrakti mjög af leið, því að vesturfallið var sérstaklega hart. Vestur af [[Álfsey]] hættum við að sigla og tókum að berja undir eyna. Allt var í einu rokkófi, er við loks náðum undir Álfsey. Flestir hásetar mínir lögðu til, að við lægjum undir Moldarnefinu og biðum þess að lygndi. Það vildi ég ekki. Ég benti á, að við værum flestir eða allir meira og minna blautir; einnig værum við matarlausir og drykkjarvatn næst gengið til þurrðar; engrar hjálpar væri að vænta úr landi. | ||
Svo var seglubúið og lagt á stað inn eftir flóanum sunnan verðum. Mikil var ágjöfin austur flóann, en allur seglaumbúnaður var traustur og bilaði ekki þótt í blési. Við náðum fyrir Hænu. Þá voru felld segl og tekið að berja austur með Heimaey norðanverðri. Lengi vorum við að berja austur að Örn og strangt var austur á Eiði. – Þegar þangað kom, var þar enginn maður, því að enginn gat búizt við, að við drægjum þangað. Við settum því upp veifu á Eiðinu, eins og stundum var gjört. Eftir stuttan tíma tók fólkið okkar að tínast inneftir. Það færði okkur kaffi og brauð, og var hvorttveggja vel þegið eftir allan hrakninginn og barninginn. | Svo var seglubúið og lagt á stað inn eftir flóanum sunnan verðum. Mikil var ágjöfin austur flóann, en allur seglaumbúnaður var traustur og bilaði ekki þótt í blési. Við náðum fyrir Hænu. Þá voru felld segl og tekið að berja austur með Heimaey norðanverðri. Lengi vorum við að berja austur að Örn og strangt var austur á Eiði. – Þegar þangað kom, var þar enginn maður, því að enginn gat búizt við, að við drægjum þangað. Við settum því upp veifu á Eiðinu, eins og stundum var gjört. Eftir stuttan tíma tók fólkið okkar að tínast inneftir. Það færði okkur kaffi og brauð, og var hvorttveggja vel þegið eftir allan hrakninginn og barninginn. | ||
== Við sjóróðra í Mjóafirði sumrin 1895 og 1896 með Vigfúsi í Holti og Jóni í Brautarholti. Sjórinn sóttur af kappi og metingi. Þarna lærðu Eyjasjómenn að nota línu. Síðar ruddu þeir línunni braut í heimabyggð sinni. == | == Við sjóróðra í Mjóafirði sumrin 1895 og 1896 með Vigfúsi í Holti og Jóni í Brautarholti. Sjórinn sóttur af kappi og metingi. Þarna lærðu Eyjasjómenn að nota línu. Síðar ruddu þeir línunni braut í heimabyggð sinni. == | ||
Sumarið 1895 og 1896 fórum við [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfús]] í Holti og [[Jón Jónsson (Brautarholti)|Jón]] í Brautarholti austur í Mjóafjörð til þess að stunda fiskveiðar. Við vorum ráðnir hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni á Brekku. | Sumarið 1895 og 1896 fórum við [[Vigfús Jónsson (formaður)|Vigfús]] í Holti og [[Jón Jónsson (Brautarholti)|Jón]] í Brautarholti austur í Mjóafjörð til þess að stunda fiskveiðar. Við vorum ráðnir hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni á Brekku. | ||
| Lína 144: | Lína 145: | ||
== Fiskverð á Austfjörðum sumarið 1895 == | == Fiskverð á Austfjörðum sumarið 1895 == | ||
Bæði þessi ár (1895 og 1896) var verð á þurrfiski í Mjóafirði sem hér segir: | Bæði þessi ár (1895 og 1896) var verð á þurrfiski í Mjóafirði sem hér segir: | ||
:Þorskur kr. 32,00 hvert skippund | :Þorskur kr. 32,00 hvert skippund | ||
| Lína 150: | Lína 152: | ||
Smáfiskur, þ.e. minni en 18 þm. | Smáfiskur, þ.e. minni en 18 þm. | ||
{{Blik}} | {{Blik}} | ||