„Blik 1969/Endurminningar II. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 79: Lína 79:
Þegar róið var og komið út á miðja Víkina, var ,hvílt". Það var kallaður „kippur“, - fyrsti sjóferðarinnar. Svona var haldið áfram að hvíla, þegar ekki var siglt, þar til komið var í fiskileitir. Ætlazt var til, að hver kippur væri sem næst 10 mínútur. Þegar verið var á færum og kippt var á fiskimiðum, hvíldu yfirskipsmenn þá, er andæft höfðu.
Þegar róið var og komið út á miðja Víkina, var ,hvílt". Það var kallaður „kippur“, - fyrsti sjóferðarinnar. Svona var haldið áfram að hvíla, þegar ekki var siglt, þar til komið var í fiskileitir. Ætlazt var til, að hver kippur væri sem næst 10 mínútur. Þegar verið var á færum og kippt var á fiskimiðum, hvíldu yfirskipsmenn þá, er andæft höfðu.


Mjög þótti ákjósanlegt að fá góðan byr og hagstæðan úr höfn, en þó enn betra að fá hann í land.
Löngum þótti það ánægjulegt að sigla í góðum og hagstæðum byr á góðu og skemmtilegu skipi. Þó átti það stundum sér stað, að hagyrðingar tóku til að yrkja og létu þá í ljós gleði sína og nautn, - þá mestu eða næstmestu, sem þeir nutu á lífsleiðinni. Ég birti hér tvær vísur af mörgum:
:''Að sigla á fríðum súðahæng,''
:''segja lýðir yndi;''
:''blakki ríða og búa í sæng''
:''baugahlíðar undir væng.''
:''Að sigla á fleyi og sofa í meyjarfaðmi''
:''ýtar segja yndið mest, -''
:''og að teygja vakran hest. ''
Í norðanátt var oft siglt undir Sand á stærri skipunum, þó að einrifa þyrfti. Stundum kom það fyrir „að siglt var í logni“, þegar komið var austur með Sandi.
Eitt sinn sigldum við frá Faxaskeri með öllu einrifuðu og fyrir Elliðaey að norðan. Þegar við komum skammt austur fyrir eyna, varð að rifa meira. Þannig var haldið áfram um hríð. – Enn hvessti. Að síðustu var rokið orðið svo mikið, að ekki þoldi nema með einu segli tvírifuðu. Með þessari seglpjötlu sigldum við undir Bjarnarey. Þá fór heldur að lægja. Undan Bjarnarey sigldum við með öllu tvírifuðu.
Þegar við svo ætluðum að draga niður segl á Víkinni, stóð allt fast af gaddi, svo aðseglin náðust illa niður, enda var frostið 13 stig.
Þennan sama morgun komust tvö skip, sem höfðu verið all-langt á undan okur, í logn fram af Holtsvörðum. Fengu þau þar nægan fisk, en tóku aðeins hálffermi. Sigldu þau svo út með Sandi og hleyptu síðan „út í Eyjar“, þegar þau áttu nógu liðugt að sigla.
==Landkrabbar á sjó ==
Eitt sinn rérum við í norðan blæ og ládauðum sjó. Þegar við vorum að fara út Leiðina, urðum við þess varir, að stór síldartorfa óð undir Heimakletti nokkru utar en móts við Hringskerið. Við héldum á síldartorfuna. Þarna renndum við færum og drógum fljótlega um 600 fiska. Eftir stutta stund komu tvö jul mönnuð verzlunrarmönun til okkar og renndu þeir færum þarna.
Skyndilega tók að brima af austri.
Formaður, sem var að koma af sjó, ráðlagði verzlunarmönnunum á julunum að flýta sér í land, ef vildu komast inn Leiðina vandræða- og áhættulaust. Það gerðu þeir.
== „Aðgæzluverð Leið“! „Ófær Leið“! ==
Okkur rak út undir Klettshelli og vorum þá orðnir létthlaðnir. Þá var komið svo mikið brim, að boðuð hafði verið „aðgæzluverð Leið“ með einu flaggi. Brimið jókst látlaust, svo að við höfðum uppi og féllum á árar inn Leiðina. Þegar við vorum staddir utantil á „grynnstu legu“, var verið að draga upp annað merkiflaggið, sem þýddi „ófær Leið“. Við vorum því á síðasta augnablikinu að komast inn úr Leiðinni, áður en „flaggað var frá“. Þennan dag urðu mörg skip að lenda á Eiðinu og nokkur þeirra með fullfermi.




{{Blik}}
{{Blik}}
11.675

breytingar

Leiðsagnarval