„Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, II. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 188: Lína 188:




==Blaðaskrif um mjólkurskort og samtakaleysi.==
Ýmsir kunnir Eyjabúar höfðu áhyggjur af hinum mikla mjólkurskorti í kauptúninu og afleiðingum hans. Má þar nefna Sigurð lyfsala Sigurðsson frá Arnarholti, Björn H. Jónsson, skólastjóra barnaskólans, sem bar sérstaklega garðrækt Eyjamanna fyrir brjósti, og Pál Bjarnason, ritstjóra Skeggja, blaðs þess, sem Gísli J. Johnsen kaupmaður og útgerðarmaður gaf út á árunum 1917-1920. Með skrifum sínum hvatti ritstjórinn til framtaks og dáða í ræktunarmálum Eyjamanna. Hann fór um það mörgum orðum, hversu Eyjafólki væri miki nauðsyn á samtökum um landbúnað sinn, - hversu miki nauðsyn væri að stofna aftur búnaðarfélag í byggðarlaginu til þess að létta og bæta þessar lífsnauðsynlegu framkvæmdir.
Hinn 17. nóvember 1917 birti ritstjórinn athyglisverða grein um þessi mál í blaði sínu. Þar segir hann: „Það var bent á það í síðasta blaði, hvern usla kartöflusýkin gerði hér s.l. sumar, og jafnframt, hve nauðsynlegt væri að stemma
stigu við henni framvegis. Engar öflugar ráðstafanir verða gerðar nema með öflugum samtökum.....
Það þykir nauðsynlegt að hafa búnaðarfélög eða jarðræktarfélög í sem flestum sveitum landsins nema ef vera skyldi hér á eyjunni......
Hvergi á landinu er landrýmið svo takmarkað sem hér. Bendir það þegar á þá stefnu, að sparlega skuli með landið farið og leggja skuli stund á að rækta það vel fremur en að þenja sig yfir stór svæði......Hér getur ekki verið nema um tvær greinar jarðræktar að ræða, túnarækt og garðrækt. Hvorttveggja getur eflaust borið svo góðan arð, að talsvert væri fyrir hann vinnandi. Nú eru margir að nema lönd og fleiri munu á eftir fara, svo að tíminn er hentugur til samtaka.
Ættu samtökin að verða til þess, að menn hefðu meiri arð með minni kostnaði, sem og það að koma föstu skipulagi á jarðræktina. Það þykir alls staðar nauðsynlegt, hvar sem siðaðir menn búa.
Sérstök ástæða er til að koma á föstu skipulagi, þar sem eigandi landsins er aðeins einn og það sjálft þjóðfélagið, eins og hér á sér stað.
Ekki þarf lengi að leita eftir verkefni handa búnaðarfélagi. Lítið aðeins á ræktunaraðferðina. Menn bauka hver í sínu horni, plóglausir og fastir við gömlu þaksléttuaðferðina, sem er hin langdýrasta aðferð og gott ef ekki lakasta um leið.....Girðingar mætti spara stórlega með góðum samtökum, og væri ekki lítið í það varið, eins og girðingarefnið er dýrt. Félagsskapur sá, sem hér er um nautgripi (vátryggingin), sýnir vel, hverju góð samtök geta komið til leiðar. Væri nú ekki ráð að láta hann ná yfir kynbætur líka?
Það er bersýnilegt, að með vaxandi mannfjölda, muni verða hér hin mesta mjólkurekla, og er illt til þess að hugsa, þar sem svo mörg börn eru. Víst mætti bæta nokkuð úr mjólkurskortinum með aðkeyptu fóðri. En það verður varla lag á
þeim fóðurkaupum nema með samtökum.
Garðyrkjan út af fyrir sig er svo mikils virði, að vegna hennar væru samtök vel gerandi. Þar er svo margt, sem betur mætti fara. Getur það átt bæði við vinnusparnað og gæði uppskerunnar.
Sumt af því, sem hér er drepið á, er svo vandasamt viðfangs, að sérþekkingu þarf til að koma því vel fyrir, enda þarf ekki að líða yfir neinn, þó að fram á það væri farið að fá hingað búfræðing. Hann ætti að vera starfsmaður væntanlegs
búnaðarfélags og hafa með sér nauðsynlegustu áhöld.
Menn munu nú segja, að jarðræktin hérna sé smávægilegt atriði hjá sjávarútveginum. Því verður þó ekki neitað, að alltaf er jarðræktin gagnleg og fögur iðja og drjúg til lífsframdráttar, þegar annað bregzt. Hitt er líka, að því meir sem fólkinu fjðlgar, því dýrari verða afurðir jarðarinnar og þar með jarðabæturnar.
Gott búnaðarfélag ætti að sameina hugi allra þeirra, sem við jarðrækt fást á eyjunni, svo að þeim yrði léttara að inna af hendi hina sjálfsögðu skyldu sína að skila landinu fegurra en þeir tóku við því. Vitanlega yrði stjórn félagsins
að vera ötul, en það er á valdi þeirra, sem félagið stofna, að skipa stjórnina.
Það varðar mestu að vera samtaka.......“
Þetta var þá megin þeirrar greinar, sem Páll ritstjóri birti Eyjamönnum 17. nóvember 1917. - Frómt skal frá sagt. Engir Eyjamenn sinntu að sinni þessari hvatningu ritstjórans að stofna til búnaðarsamtaka i Vestmannaeyjum. Þorskaflinn með hinum hraðvaxandi vélbátaútvegi tók hugi flestra, svo að fátt annað komst þar að, og sízt það, sem engan sjáanlegan arð gaf í aðra hönd á stundinni.
En ritstjórinn lét ekki deigan síga, þó að hann fengi engu þokað um stofnun búnaðarfélags í byggðinni að svo stöddu. Fleiri greinar þessa efnis birti hann Eyjamönnum síðar. Og dropinn holaði steininn. Skilningur manna á málefninu fór
vaxandi. Hinn harði vetur 1918 átti ríkan bátt í því.
Ritstjórinn skrifaði í ágúst 1918: „Mjólkurmálið er að verða Eyjabúum áhugamál. Ástæðan er vaxandi skilningur á þörfum þess að tryggja börnum næga mjólk og sjúklingum holla næringu, hvað sem öðru líður.“
Staðreyndirnar blöstu við eftir frostaveturinn mikla 1918: Grasleysi um allt land. heyskaparhorfur mjög slæmar eftir þetta sumar. Kúm í Eyjum varð því að fækka til muna. Undanfarin sumur hafði verið keypt mikið af heyi til Eyja
„af landi“. Nú var grasbrestur um allar sveitir. Fáir urðu því aflögufærir með haustinu. - Eyjafjallasveit hafði verið aðalbjargvættur Vestmannaeyinga síðustu árin um öflun heyja. Nú leit mjög illa út með heyöflun þar sem annars staðar.
- Þó gerðu Eyjamenn ekkert enn um stofnun samtaka til að efla og tryggja búskap sinn, mjólkurframleiðslu og garðrækt.
Fleiri greinar skrifaði og birti ritstjórinn til þess að hvetja Eyjamenn
til samtaka um búnaðarmál sín og taka upp nýtízkulegri vinnubrögð við þann atvinnuveg.
Hinni gömlu ræktunaraðferð vildi ritstjórinn útrýma. Hann vildi fá búfræðing til Eyja og hann skyldi hafa með sér nýtízku jarðræktaráhöld eða verkfæri, sem ykju stórlega afköst við jarðvinnsluna, og svo yrðu allar bessar framkvæmdir um leið mun ódýrari jarðyrkjumönnunum. Til þess að þetta gæti gerzt, þyrftu Eyjamenn að stofna búnaðarfélag, sagði hann einu sinni enn, sem stuðlaði að aukinni þekk-
ingu manna á ræktunarframkvæmdum og kenndi Eyjamönnum um leið að nota nýtízku tæki við framkvæmdir þessar. - Og enn var ekki hlustað á þessar brýningar
ritstjórans.
Nokkrir bændur héldu áfram ræktunarframkvæmdum árlega með gömlu aðferðinni, þó að lítið ynnist með lélegum tækjum. Enginn þeirra virtist vilja standa að
búnaðarsamtökum í byggðarlaginu að svo stöddu. Nokkrir þurrabúðarmenn tóku
einnig til hendinni í þessum efnum. Með velvilja og fyrirgreiðslu sýslumannsins, Karl Einarssonar, fengu þeir sér útmælda bletti til ræktunar, þó að Eyjabændur hefðu enn óskoraðan rétt á öllu landi á Heimaey samkvæmt byggingarbréfum þeirra og túlkun lögfróðra manna.
Í blaði Gísla J. Johnsen, vikublaðinu Skeggja, birtist grein í nóvember 1917, þar sem Eyjamenn eru á ný brýndir til dáða í ræktunarmálum sínum og
mjólkurframleiðslumálum. Þar heldur skapmaður á penna og er ómyrkur í máli.
Hann er Sigurður Sigurðsson, lyfsali og skáld frá Arnarholti. Milli línanna hjá lyfsalanum má lesa ýmislegt sérlegt um ástandið í kauptúninu, þar sem óhemjumikill afli berst á land megin hluta vetrarins og lítil tæki eru til þess að flytja frá sér slor og annan fiskúrgang, sem þá hefði mátt '''„breyta í barnamjólk“''' eins og hann orðaði það, ef viljinn og tæknin hefðu hjálpast þar að.
Blaðagrein þessi heitir „óþrifnaður og óræktarmóar- heilsubót og hagnaður.“
Þar segir svo: „Svo sem eðlilegt er, safnast hér saman mjög mikið af slori, þegar vel veiðist. Almenningur hefur ekki því vinnuafli á að skipa, að þegar í stað sé unnt að fjarlægja allan þann mikla fiskúrgang, - og allra sízt geta menn
komið honum þangað, sem þrifnaður yrði af honum, þ.e.a.s. til áburðar, nema að litlu leyti. - Það er ekki nóg, að götunar niðri við höfnina eru í hverri gæftarhrotu einn syndandi viðbjóður og hrúgur í hverju skoti, heldur berast sletturnar úr slorvögnunum út um allt þorpið, og síðan bera menn þetta á fötum sér inn í húsin. - Ástand þetta er ekki siðuðum mönnum samboðið. Það er vitanlega vaninn einn sem smátt og smátt hefur sljóvgað tilfinningu manna, svo að sama versnandi ástand er látið drasla svona ár frá ári.....
Það væri mikils virði að geta hagnýtt sér slorið..... Öll þau ógrynni, sem einstakir menn hafa afgangs þörfum sínum og kosta nú ærnu fé til að flytja eitthvað frá sér og þá stundum einhverjum til ógagns. Frekari jarðrækt... er nú ekki framkvæmanleg, að minnsta kosti ekki svo að nokkru nemi...allt vegna fjarlægðar, flutningatækja og veganna... Hér mun síðar verða reynt að gera grein fyrir, með hverjum hætti hugsanlegt væri að útrýma gegndarlausum óþrifnaði úr
þorpinu og '''breyta honum í barnamjólk''', einmitt það sem bæinn skortir einna tilfinnanlegast......
...Eyjaskeggjar hafa, að því er snertir mjólkurþörf og mjólkurframleiðslu, sérstöðu í þjóðfélaginu, mannmargt þorp á litlum hólma, sem verður að sjá sjálfu sér farborða um mjólk, og hefur ekki í annað hús að venda enn sem komið er....“
Þá segist greinarhöfundur hafa gert fyrirspurn til landlæknis, Guðmundar Björnssonar, sem kynnt hafði sér og rannsakað mjólkurmál Reykjavíkur að undanförnu, hversu margar kýr Vestmannaeyingar þyrftu að hafa til þess að mjólkurþörf Eyjamanna væri sómasamlega fullnægt. Landlæknir hafði svarað lyfsalanum því til, að þær mætti helzt ekki vera færri en 360 (360 kúa nyt), ef vel ætti að vera, þar sem börn Eyjamanna væru á sjöunda hundrað og fjöldi aðkomumanna starfandi á vertíð hverri í þorpinu. „En hér eru um 110 kýr og sumar af þeim verða kálflausar og geldar næsta vetur,“ segir lyfsalinn. - Og enn segir
hann:
„Þá er ennfremur þess að gæta, að meðfram fyrir mjólkurskortinn er mjólkurverðið orðið svo hátt, að margir efnaminni menn kaupa litla eða enga mjólk, en eiga þó fleiri börn en þeir efnaðri. - Hér þarf engu við að bæta til þess að færa mönnum heim sanninn um það, að hér er alvara á ferðum, og hér er einhverju verulegu kostandi til að bæta úr þessum vandræðum. Um þetta mál tjóar ekki að láta einhverja 5 aura menn fjalla. Það eiga þeir að gera, sem skilja kjarna málsins: '''Heilsufar komandi kynslóðar.'''
- Þessi tvö málefni: Þrifnaður og mjólkurauki þorpsins eiga svo algjöra samleið, að sama fyrirtækið ræður bót á öllu saman og meir en
það.... Það er ræktun landsins, jarð- og garðrækt í stórum stíl....
Hér vantar vegi og nútímans flutnignatæki, bíla eða dráttarvélar.... En hvað sem einstökum atriðum þessa máls líður, þá verða menn að gera sér ljóst, hvaða þýðingu það hefur fyrir komandi kynslóðir, að nú fá börnin, sem hér eru að alast
upp, '''tæpan þriðjung af þeirri mjólk, sem þau þyrftu að fá''' , og kostnaður við flutninginn á fiskúrgangi af götunum verður mjög tilfinnanlegur, hvort sem hann verður að gagni eða ógagni...“
Þetta var þá kjarninn í grein lyfsalans. (Leturbreytingar eru mínar,Þ.Þ.V.)
Þegar hér var komið flutningatækninni í atvinnulífi Eyjamanna á landi, voru næstum einvörðungu notaðir handvagnar, og svo hjólbörur, þegar svo bar undir. Einn maður mun hafa haft nokkra atvinnu af því að flytja fiskúrgang o.fl. þvílíkt á hestkerru. En þeir flutningar náðu ekki til fiskúrgangs á ræktunarlönd að neinu ráði sökum skorts á vegum um Heimaey.


{{Blik}}
{{Blik}}
1.876

breytingar

Leiðsagnarval