„Blik 1973/Vigfús Jónsson frá Túni“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 37: Lína 37:
Sérstaklega þótti Vigfús Jónsson hugkvæmur og laginn við það verk, sem flestir handverksmennirnir eða smiðirnir í kauptúninu leiddu hjá sér, svo sem kostur var. Það var að gera  við  eldunartæki  heimilanna, lagfæra eldavélar og önnur heimilistæki í eldhúsi. Þau störf framkvæmdi hann mjög oft fyrir kunningja sína og tók þá jafnan ekkert fyrir þau verk sín. Fannst ekki taka því, — aðeins gjörð í greiðaskyni og til þess að létta húsmæðrum heimilisannirnar og gera kunningjum sínum og vinum smágreiða. Þetta smáa atvik í daglega samlífinu við samborgarana er ef til vill ekki svo sérstaklega lítið heldur, ef við hugleiðum það út frá sálfræðilegu sjónarmiði, — hugleiðum hugarþelið og hugsunarháttinn, sem að baki býr.<br>
Sérstaklega þótti Vigfús Jónsson hugkvæmur og laginn við það verk, sem flestir handverksmennirnir eða smiðirnir í kauptúninu leiddu hjá sér, svo sem kostur var. Það var að gera  við  eldunartæki  heimilanna, lagfæra eldavélar og önnur heimilistæki í eldhúsi. Þau störf framkvæmdi hann mjög oft fyrir kunningja sína og tók þá jafnan ekkert fyrir þau verk sín. Fannst ekki taka því, — aðeins gjörð í greiðaskyni og til þess að létta húsmæðrum heimilisannirnar og gera kunningjum sínum og vinum smágreiða. Þetta smáa atvik í daglega samlífinu við samborgarana er ef til vill ekki svo sérstaklega lítið heldur, ef við hugleiðum það út frá sálfræðilegu sjónarmiði, — hugleiðum hugarþelið og hugsunarháttinn, sem að baki býr.<br>
Eins og ég drap á, þá hætti Vigfús Jónsson formennsku á opna skipinu Sæmundi að vertíðarlokum 1906. Þá gaf hann ekki kost á sér til þeirra verka lengur. Nýjung í atvinnuháttum og veiðitækni tók hug hans föstum tökum. Það voru kaup á hinum nýju vélbátum og útgerð þeirra. Vélbátaútvegurinn var að hefjast í Eyjum.<br>
Eins og ég drap á, þá hætti Vigfús Jónsson formennsku á opna skipinu Sæmundi að vertíðarlokum 1906. Þá gaf hann ekki kost á sér til þeirra verka lengur. Nýjung í atvinnuháttum og veiðitækni tók hug hans föstum tökum. Það voru kaup á hinum nýju vélbátum og útgerð þeirra. Vélbátaútvegurinn var að hefjast í Eyjum.<br>
Haustið 1906 festi Vigfús Jónsson kaup á dönskum vélbáti, sem smíðaður var í Friðrikssundi í Danmörku. Fimm Eyjamenn voru félagar hans um þessi bátskaup, og átti hver eigandi 1/6 hluta í bátnum. Þeir voru þessir: [[Jóel Eyjólfsson]] svili Vigfúsar Jónssonar, [[Jón Pétursson]], mágur Jóels Eyjólfssonar, [[Kristmann Þorkelsson]], sem falið var reikningshald útgerðarinnar, [[Maríus Jónsson]], [[Framnes]]i, kunnur sjómaður og vinur þeirra félaga, og [[Snorri Þórðarson]], faðir [[Rútur Snorrason|Rúts forstjóra]] hjá [[Haraldur Eiríksson|Haraldi Eiríkssyni og Co]], en hann var þá lausamaður á [[Hlíðarendi|Hlíðarenda]] við Skólaveg.<br>
Haustið 1906 festi Vigfús Jónsson kaup á dönskum vélbáti, sem smíðaður var í Friðrikssundi í Danmörku. Fimm Eyjamenn voru félagar hans um þessi bátskaup, og átti hver eigandi 1/6 hluta í bátnum. Þeir voru þessir: [[Jóel Eyjólfsson]] svili Vigfúsar Jónssonar, [[Jón Pétursson (Þorlaugargerði)|Jón Pétursson]], mágur Jóels Eyjólfssonar, [[Kristmann Þorkelsson]], sem falið var reikningshald útgerðarinnar, [[Maríus Jónsson]], [[Framnes]]i, kunnur sjómaður og vinur þeirra félaga, og [[Snorri Þórðarson (Steini)|Snorri Þórðarson]], faðir [[Rútur Snorrason|Rúts forstjóra]] hjá [[Haraldur Eiríksson|Haraldi Eiríkssyni og Co]], en hann var þá lausamaður á [[Hlíðarendi|Hlíðarenda]] við Skólaveg.<br>
Eigendur þessa báts voru ýmist tengdir sifjaböndum eða gamlir og grónir vinir í kauptúninu. Þannig var það um allan fjölda þeirra bátakaupa, sem nú fór í hönd í byggðarlaginu.<br>
Eigendur þessa báts voru ýmist tengdir sifjaböndum eða gamlir og grónir vinir í kauptúninu. Þannig var það um allan fjölda þeirra bátakaupa, sem nú fór í hönd í byggðarlaginu.<br>
Vélbáturinn [[Immanuel VE-108|Immanuel]] var einn hinna 9 vélbáta, sem [[Gísli J. Johnsen]], kaupmaður og útgerðarmaður, festi kaup á í Danmörku á því herrans ári 1906 handa Eyjamönnum og lét flytja heim á skipi, eins og hvert annað „fragtgóss“, — líklega flesta í byrjun vertíðar 1907.<br>
Vélbáturinn [[Immanuel VE-108|Immanuel]] var einn hinna 9 vélbáta, sem [[Gísli J. Johnsen]], kaupmaður og útgerðarmaður, festi kaup á í Danmörku á því herrans ári 1906 handa Eyjamönnum og lét flytja heim á skipi, eins og hvert annað „fragtgóss“, — líklega flesta í byrjun vertíðar 1907.<br>
Lína 43: Lína 43:
Þessi bátur þeirra sexmenninganna hlaut nafnið Immanuel (það þýðir: Guð sé með oss) og fékk einkennisstafina VE 108. Hann var 7,5 smálestir að stærð með 8 hestafla vél. Þessi stærð vélbátanna var mjög algeng á fyrstu árum vélbátaútvegsins og vélaaflið eitt hestafl á hverja smálest eða þar um bil.<br>
Þessi bátur þeirra sexmenninganna hlaut nafnið Immanuel (það þýðir: Guð sé með oss) og fékk einkennisstafina VE 108. Hann var 7,5 smálestir að stærð með 8 hestafla vél. Þessi stærð vélbátanna var mjög algeng á fyrstu árum vélbátaútvegsins og vélaaflið eitt hestafl á hverja smálest eða þar um bil.<br>
Ekki gerðist Vigfús Jónsson formaður á þessum nýja vélbáti þeirra félaga, heldur svili hans og sameignarmaður Jóel Eyjólfsson frá Kirkjubæ, kvæntur [[Þórdís Guðmundsdóttir (Sælundi)|Þórdísi Guðmundsdóttur]] [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)| Þórarinssonar]].<br>
Ekki gerðist Vigfús Jónsson formaður á þessum nýja vélbáti þeirra félaga, heldur svili hans og sameignarmaður Jóel Eyjólfsson frá Kirkjubæ, kvæntur [[Þórdís Guðmundsdóttir (Sælundi)|Þórdísi Guðmundsdóttur]] [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)| Þórarinssonar]].<br>
Vigfús í Holti undi því ekki lengi að láta af formennskustörfum, sem hann hafði á opna skipinu Sæmundi og honum fórst vel úr hendi. Vildi hann því efna til kaupa á öðrum vélbáti og stofna til annars sameignarfélags til kaupa á honum. Þessa fyrirætlan sína framkvæmdi hann von bráðar. Sjö voru eigendur þess báts eða sex auk Vigfúsar. Fimm þeirra áttu 1/6 hluta bátsins hver og tveir þeirra 1/12 hluta hvor. Meðeigendur Vigfúsar Jónssonar voru þessir: Jóel Eyjólfsson, svili hans, [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)|Guðmundur Þórarinsson]], tengdafaðir hans, [[Jón Pétursson|Jón bóndi Pétursson]], mágur Jóels, [[Ísleifur Guðnason]], bóndi á Kirkjubæ, vinur Eyjólfs bónda þar og föður Jóels, [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn Jónsson]] á Landamótum, kunnur sjómaður í kauptúninu, og [[Sigurður Sigurðsson (Seljalandi)|Sigurður Sigurðsson]] frá [[Seljaland]]i, kunnur hagleiksmaður og talinn þá efni í afbragðs vélamann. Það varð hann á bátnum.<br>
Vigfús í Holti undi því ekki lengi að láta af formennskustörfum, sem hann hafði á opna skipinu Sæmundi og honum fórst vel úr hendi. Vildi hann því efna til kaupa á öðrum vélbáti og stofna til annars sameignarfélags til kaupa á honum. Þessa fyrirætlan sína framkvæmdi hann von bráðar. Sjö voru eigendur þess báts eða sex auk Vigfúsar. Fimm þeirra áttu 1/6 hluta bátsins hver og tveir þeirra 1/12 hluta hvor. Meðeigendur Vigfúsar Jónssonar voru þessir: Jóel Eyjólfsson, svili hans, [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)|Guðmundur Þórarinsson]], tengdafaðir hans, [[Jón Pétursson (Þorlaugargerði)|Jón bóndi Pétursson]], mágur Jóels, [[Ísleifur Guðnason]], bóndi á Kirkjubæ, vinur Eyjólfs bónda þar og föður Jóels, [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn Jónsson]] á Landamótum, kunnur sjómaður í kauptúninu, og [[Sigurður Sigurðsson (Seljalandi)|Sigurður Sigurðsson]] frá [[Seljaland]]i, kunnur hagleiksmaður og talinn þá efni í afbragðs vélamann. Það varð hann á bátnum.<br>
Þessi vélbátur var keyptur frá Danmörku fyrir atbeina Gísla J. Johnsens, einn af þeim 17 vélbátum, sem kaupmaður þessi festi kaup á frá Danmörku fyrir Eyjamenn árið 1907 og hófu róðra með vertíð 1908.<br>
Þessi vélbátur var keyptur frá Danmörku fyrir atbeina Gísla J. Johnsens, einn af þeim 17 vélbátum, sem kaupmaður þessi festi kaup á frá Danmörku fyrir Eyjamenn árið 1907 og hófu róðra með vertíð 1908.<br>
Þessum vélbáti gaf Vigfús Jónsson nafn ömmu sinnar Sigríðar Einarsdóttur í Túni. (Sjá Blik 1958). Hann fékk einkennisstafina VE 113.<br>
Þessum vélbáti gaf Vigfús Jónsson nafn ömmu sinnar Sigríðar Einarsdóttur í Túni. (Sjá Blik 1958). Hann fékk einkennisstafina VE 113.<br>
Lína 102: Lína 102:
Hinn 13. febrúar 1928 gerðist óhappið mikla. V/b Sigríður VE 240 strandaði undir [[Ofanleitishamar|Ofanleitishamri]] í byl og brimi. Mannbjörg varð fyrir kjark og hetjudáð vélstjórans á bátnum, Jóns Vigfússonar. Hann kleif Ofanleitishamar og sótti hjálp til þess að bjarga skipshöfninni. Báturinn brotnaði og sökk. Um þennan atburð, þessa hetjudáð, hefur verið skrifað og birtar greinar, m.a. í Bliki. Það verður því ekki endurtekið hér. —  
Hinn 13. febrúar 1928 gerðist óhappið mikla. V/b Sigríður VE 240 strandaði undir [[Ofanleitishamar|Ofanleitishamri]] í byl og brimi. Mannbjörg varð fyrir kjark og hetjudáð vélstjórans á bátnum, Jóns Vigfússonar. Hann kleif Ofanleitishamar og sótti hjálp til þess að bjarga skipshöfninni. Báturinn brotnaði og sökk. Um þennan atburð, þessa hetjudáð, hefur verið skrifað og birtar greinar, m.a. í Bliki. Það verður því ekki endurtekið hér. —  
Holtsútgerðin gamla lá í rúst.<br>
Holtsútgerðin gamla lá í rúst.<br>
Síðari hluta sumars 1928 stofnuðu Holtsfeðgarnir Vigfús Jónsson og synir hans tveir, Guðmundur og Jón, til sameignarfélags um útgerð. Í þennan félagsskap tóku þeir með sér fjórða manninn, [[Ingi Kristmanns|Inga Kristmannsson]] í [[Steinholt]]i Þorkelssonar.<br>
Síðari hluta sumars 1928 stofnuðu Holtsfeðgarnir Vigfús Jónsson og synir hans tveir, Guðmundur og Jón, til sameignarfélags um útgerð. Í þennan félagsskap tóku þeir með sér fjórða manninn, [[Ingibergur Sigurjón Kristmannsson|Inga Kristmannsson]] í [[Steinholt]]i [[Kristmann Þorkelsson|Þorkelssonar]].<br>
Um haustið fóru bræðurnir Guðmundur og Jón til Noregs í því skyni að festa kaup á vélbáti. Þeir framkvæmdu þar bátakaupin og festu kaup á 26 smálesta vélbáti með 50 hestatla vél. Báturinn var ekki alveg nýr en vel með farinn og ekki lengi notaður. Þessi bátur hlaut nafnið Von og fékk einkennisstafina  
Um haustið fóru bræðurnir Guðmundur og Jón til Noregs í því skyni að festa kaup á vélbáti. Þeir framkvæmdu þar bátakaupin og festu kaup á 26 smálesta vélbáti með 50 hestatla vél. Báturinn var ekki alveg nýr en vel með farinn og ekki lengi notaður. Þessi bátur hlaut nafnið Von og fékk einkennisstafina  
[[Von VE-279|VE 279]]. — Bátnum sigldu þeir bræður heim um haustið og hófu útgerð hans með vertíð 1929. Guðmundur gerðist formaður bátsins, — eins og þeir skipstjórar voru þá titlaðir, -— og Jón bróðir hans vélstjóri. Faðir þeirra annaðist útgerðarreksturinn í landi.<br>
[[Von VE-279|VE 279]]. — Bátnum sigldu þeir bræður heim um haustið og hófu útgerð hans með vertíð 1929. Guðmundur gerðist formaður bátsins, — eins og þeir skipstjórar voru þá titlaðir, -— og Jón bróðir hans vélstjóri. Faðir þeirra annaðist útgerðarreksturinn í landi.<br>

Leiðsagnarval