Katrín Sigurðardóttir (Hólmum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Katrín Sigurðardóttir og Gunnar Andrésson.

Katrín Sigurðardóttir frá Borgareyrum u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Hólmum í A.-Landeyjum fæddist 19. mars 1857 og lést 24. desember 1951.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 9. mars 1825, d. 12. júlí 1887, og kona hans Dýrfinna Kolbeinsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1830, d. 2. maí 1878.

Katrín var með foreldrum sínum í æsku, með ekklinum föður sínum í Hvammi u. Eyjafjöllum 1880.
Þau Gunnar giftu sig 1882, eignuðust tíu börn, fjögur þeirra bjuggu í Eyjum um lengra eða skemmra skeið. Þau Gunnar bjuggu á Hólmum í A.-Landeyjum frá 1901-1921 og Katrín til 1922.
Gunnar lést 1921.
Katrín flutti til Eyja 1924, bjó hjá Dýrfinnu dóttur sinni og Páli Bjarnasyni í Barnaskólanum 1930. Páll lést 1938. Hún flutti til Lands, lést 1951, jarðsett í Krossókn í Landeyjum.

I. Maður Katrínar, (13. október 1882), var Gunnar Andrésson frá Hemlu í V.-Landeyjum, bóndi, f. 31. desember 1853, d. 31. júlí 1921. Foreldrar hans voru Andrés Andrésson bóndi, f. 23. ágúst 1814, d. 8. júní 1862, og kona hans Guðrún Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1814, d. 22. júlí 1886.
Börn þeirra:
1. Sigurður Gunnarsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 18. september 1883, d. 16. janúar 1917.
2. Andrés Gunnarsson, f. 16. desember 1884, d. 11. maí 1898.
3. Kolbeinn Gunnarsson, f. 18. desember 1885, d. 6. febrúar 1886.
4. Ólafur Gunnarsson, f. 16. Apríl 1887, d. 3. desember 1907.
5. Dýrfinna Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 3. júlí 1889, d. 29. maí 1979.
6. Oktavía Gunnarsdóttir húsfreyja í Hallgeirsey, f. 16. október 1890.
7. Guðrún Gunnarsdóttir húsfreyja í Hallgeirsey, f. 24. febrúar 1894.
8. Magnús Gunnarsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 13. júlí 1896, d. 30. apríl 1973.
9. Katrín Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 15. desember 1901, d. 13. febrúar 1996.
10. Andrés Gunnarsson vélstjóri í Reykjavík, f. 29. september 1904.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.