Jarþrúður Jónsdóttir (Hlíðarenda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jarþrúður Elínborg Jónsdóttir frá Ólafsvöllum á Skeiðum, húsfreyja á Hlíðarenda fæddist 10. júní 1905 og lést 8. október 1947.
Foreldrar hennar voru Jón Jóhann Brynjólfsson bóndi frá Stóru-Heiði í Mýrdal, f. 13. september 1880, d. 13. nóvember 1951, og kona hans Guðríður Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1880, d. 30. ágúst 1948.

Jarþrúður Elínborg var með foreldrum sínum á Ólafsvöllum til fullorðinsára.
Hún giftist Júlíusi í júlí 1947, fæddi Jarþrúði 8. október og lést sama dag.

Maður hennar, (6. júlí 1947), var Júlíus Sölvi Snorrason útgerðarmaður, vélstjóri frá Hlíðarenda, f. 26. júlí 1903, d. 8. febrúar 1993.
Barn þeirra:
1. Jarþrúður Júlíusdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 8. október 1947, d. 20. ágúst 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.