Jakobína Þórunn Árnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jakobína Þórunn Árnadóttir vinnukona, húsfreyja fæddist 19. apríl 1895 í Narfakoti á Vatnsleysuströnd, Gull. og lést 23. október 1930.
Foreldrar hennar voru Árni Pálsson barnakennari, bóndi í Narfakoti í Innri-Njarðvík, f. 18. apríl 1854 á Rauðsbakka u. Eyjafjöllum, d. 27. júní 1900, og barnsmóðir hans Guðrún Ólafía Kjartansdóttir, f. 12. október 1855, d. 30. desember 1929.

Jakobína var tökubarn á Bolafæti í Njarðvíkursókn 1901, kom til Eyja frá Reykjavík 1910, var vinnukona í Stórhöfða á því ári og næstu ár.
Þau Sigurður giftu sig 1922, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu með foreldrum Sigurðar í Stórhöfða, en voru komin að Ásum við Skólaveg 47 1927.
Jakobína lést 1930.

I. Maður Jakobínu, (29. mars 1922), var Sigurður Valdimar Jónatansson frá Stórhöfða, síðar vitavörður þar, f. 3. desember 1897, d. 4. maí 1966. Þau voru barnlaus.


Heimildir

Manntöl.

  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.