Júlíus Jóhann Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Júlíus Jóhann Ólafsson bóndi og kennari, verslunarmaður fæddist 20. júlí 1863 á Þingvöllum í Helgafellssveit á Snæf. og lést 25. marz 1941.
Foreldrar hans voru Ólafur jarðyrkjumaður á Þingvöllum, síðar aðstoðarmaður lyfsalans í Stykkishólmi, f. 3. jan. 1833, d. 31. júlí 1873, Jónsson bónda á Hvallátrum á Breiðafirði Ólafssonar og k.h. Þorbjörg húsfreyja, f. 3. okt. 1829, d. 2. des. 1869, Magnúsdóttir bónda í Skáleyjum á Breiðafirði Einarssonar.

Júlíus var búfræðingur frá Ólafsdal 1882.

Hann var kennari víða um land, á Tindum í Geiradal, á Suðureyri, heimiliskennari á Vatneyri í Patreksfirði, á Þorfinnsstöðum í Önundarfirði, í Tjörneshreppi, S.-Þing., á Laxamýri þar, Auðnum í Láxárdal, var skólastjóri barnaskólans á Húsavík, í Víðirhóls-, Skinnastaða- og Ásmundarsrtaðasóknum, í Vopnafjarðarhreppi, barnaskólanum á Vopnafirði, síðar smábarnaskóla í 7-8 vetur samtals á Húsavík, Eyjum og á Skildinganesi í Rvk.
Hann fékkst eitthvað við verzlun og um skeið var hann símstjóri á Vopnafirði.
Júlíus flutti til Rvk um eða fyrir 1910, var þar við verslun.
Hann var bóndi á Miðjanesi í Reykhólasveit í A-Barð. 1913-19, var síðan ýmist þar vestra eða í Rvk.
Hann eignaðist barn með Jórunni 1890.
Þau Helga giftu sig 1913, eignuðust tvö börn.

I. Barnsmóðir hans var Jórunn Eyjólfsdóttir frá Múla í Gilsfirði, f. 14. maí 1857, d. 31. mars 1931.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Linnet, f. 6. mars 1890, d. 29. apríl 1968.

II. Kona Júlíusar, (4. des. 1913), var Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1880, d. 15. apríl 1939. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson bóndi á Brandsstöðum í Reykhólasveit og á Miðjanesi, f. 21. október 1854, d. 9. apríl 1936, og kona hans Steinunn Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1855, d. 3. febrúar 1913.
Börn þeirra:
2. Játvarður Jökull Júlíusson bóndi, rithöfundur á Miðjanesi, f. 6. nóv. 1914, d. 15. október 1988.
3. Steinunn Júlíusdóttir skrifstofumaður, hagyrðingur í Mosfellsbæ, f. 31. jan. 1920, d. 13. apríl 2003.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.