Júlía Sigurgeirsdóttir (Heiðardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Júlía Sigurgeirsdóttir frá Heiðardal, húsfreyja í Reykjanesbæ fæddist 31. ágúst 1937.
Foreldrar hennar voru Sigurgeir Þorleifsson verkamaður, f. 12. júlí 1902, d. 24. ágúst 1950, og sambýliskona hans Ásdís Jónasdóttir húsfreyja, verkakona, f. 30. október 1909 á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 10. mars 2003.

Barn Sigurgeirs og Júlíu Gísladóttur:
1. Adólf Sigurgeirsson sjómaður, járnsmiður, f. 15. ágúst 1930 á Sæbergi.

Júlía var með foreldrum sínum á Hásteinsvegi 17 1940, í Sigtúni 1945, í Heiðardal 1949.
Hún var í sveit á sumrum hjá ömmu sinni og afa í Efri-Kvíhólma, fluttist til Eyjafjalla 1957.
Þau Jóhann Bergur giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barnið fimm ára gamalt. Þau bjuggu í fyrstu með foreldrum Jóhanns Bergs í Efri-Rotum. Þau fluttu til Keflavíkur 1961 og bjuggu þar síðan.
Jóhann Bergur lést 2004.
Júlía býr við Aðalgötu 1 í Reykjanesbæ.

I. Maður Júlíu, (12. júlí 1959), var Jóhann Bergur Sveinsson bóndi, lögregluþjónn, heilbrigðisfulltrúi á Suðurnesjum, f. 19. september 1930 í Eyvindarholti, d. 24. ágúst 2004.
Börn þeirra:
1. Ásthildur Edda Jóhannsdóttir, f. 3. október 1957 í Efri-Rotum, d. 31. desember 1962.
2. Sigurgeir Svanur Jóhannsson vélstjóri til sjós, starfsmaður Bláa lónsins, f. 19. desember 1958 í Efri-Rotum, ókv. og barnlaus.
3. Guðfinna Bryndís Jóhannsdóttir húsfreyja, starfsmaður Byko, f. 19. október 1961 í Efri-Rotum. Barnsfaðir hennar Alberto Bianco. Barnsfaðir Júlíus Ólafsson. Hún er í fjarbúð með Ómari Ragnarssyni ættuðum frá Bræðratungu.
4. Kristinn Edgar Jóhannsson starfsmaður Flugleiða, f. 20. október 5. 1964 í Keflavík, býr nú á Selfossi. Kona hans Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Júlía.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1. september 2004. Minning Jóhanns Bergs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.