Jón Pétursson Einarsson (Reynivöllum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Pétursson Einarsson frá Reynivöllum, bifreiðastjóri í Reykjavík fæddist 27. september 1914 á Reynivöllum og lést 29. október 1994.
Foreldrar hans voru Einar Einarsson sjómaður á Reynivöllum, f. 14. ágúst 1881 á Reynivöllum í Suðursveit í A-Skaft, d. 8. febrúar 1925, og kona hans Oktavía Kristín Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, húsfreyja, f. 31. desember 1887, d. 8. desember 1944.

Jón var með foreldrum sínum á Reynivöllum 1920 og mun hafa flust með þeim til Reykjavíkur 1922.
Hann stundaði sjómennsku á ýmsum togurum og bátum fyrstu starfsárin, en frá 1940 var hann bílstjóri á vörubílum, langferðabílum og leigubílum og það varð aðalstarf hans.
Jón lést 1994.

Kona hans, (2. mars 1940), var Sigfríður Georgsdóttir húsfreyja frá Ytri-Njarðvík, f. 31. mars 1920 á Brekku þar, d. 27. ágúst 2014. Foreldrar hennar voru Georg Emil Pétur Pétursson Rasmussen bóndi, sjómaður á Brekku, f. 2. apríl 1880, d. 21. desember 1950, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1890, d. 15. júlí 1985.
Börn þeirra:
1. Ottó Einar Jónsson múrarameistari í Borgarnesi, f. 31. desember 1936 í Reykjavík, d. 30. desember 2010.
2. Örn Snævar Jónsson múrarameistari, f. 21. desember 1938 í Reykjavík.
3. Baldur Jónsson múrarameistari, f. 4. maí 1939 í Reykjavík.
4. Sigfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1941 í Reykjavík, síðast á Eyrarbakka, d. 8. febrúar 1991.
5. Jón Jónsson verslunarmaður, niðursuðufræðingur, múrari í Danmörku, f. 7. júní 1943 í Reykjavík, d. 5. febrúar 2007.
6. Pétur Ingiberg Jónsson stúdent, sjávarútvegsfræðingur, múrarameistari, f. 3. janúar 1947.
7. Laufey Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1950.
8. Emilía Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1951.
9. Ólafur Jónsson starfsmannastjóri, f. 4. maí 1954.
10. Ragnar Jónsson tónmenntakennari, f. 30. júní 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.