Jón Guðmundsson (París)
Jón Guðmundsson lifrarbræðslumaður fæddist 21. október 1861 í Sólheimakoti í Mýrdal og lést 26. apríl 1936 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, f. í janúar 1834, d. 12. febrúar 1908, og kona hans Geirdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. september 1830, d. 21. maí 1905.
Jón var með foreldrum sínum í Sólheimakoti til 1871/2, niðursetningur og síðan vinnumaður í Breiðuhlíð í Mýrdal 1871/2-1880. Hann var hjá foreldrum sínum í Sólheimakoti 1880-1883, fór þá að Skarðshlíð u. Eyjafjöllum. Hann kom frá Hrútafelli þar 1888, var vinnumaður í Nykhól í Mýrdal 1888-1889, á Felli þar 1889-1890, var hjá foreldrum sínum 1890-1893, vinnumaður í Nykhól1893-1895, í Norður-Hvammi 1895-1896, hjá foreldrum sínum 1896-1900, lausamaður á Ytri-Sólheimum 1900-1901, vinnumaður á Felli 1901-1904, í Norður-Hvammi 1904-1905, lausamaður í Nykhól 1905-1906.
Hann fór til Reykjavíkur, var vinnumaður á Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum 1910.
Jón fór til Eyja 1911, var lifrarbræðslumaður og verkamaður þar. Hann bjó í París.
Jón lést 1936.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.