Jón Gíslason (Norðurgarði)
Jón Gíslason bóndi fæddist 31. maí 1839 á Grímsstöðum í V.-Landeyjum og lést 29. júní 1916.
Foreldrar hans voru Gísli Magnússon bóndi á Melnum í Djúpárhreppi, Rang., f. 16. október 1808, d. 5. október 1858, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1801, d. 17. október 1880.
Þau Kristín hófu sambúð, voru vinnuhjú í Hrauki í Djúpárhreppi og talin búendur þar 1882-1884, en síðan í húsmennsku til 1887.
Þau fluttu til Eyja 1887, bjuggu í Norðurgarði til 1895, rufu þá samvistir. Hann bjó í Gvendarhúshjalli 1901, í Garðabæ 1910, lifði aðallega á eignum sínum.
Gísli lést 1916.
I. Sambúðarkona Jóns, slitu, var Kristín Gestsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1943 á Hrauki í Djúpárhreppi, d. 11. október 1921.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.