Jón Eiríksson (sýslumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Eiríksson yngri var sýslumaður Vestmannaeyinga frá árinu 1786 til 1795. Jón fór í Skálholtsskóla árið 1755 og var þar í tvo vetur og fór síðan í Maríuskóla (Frúarskóla) í Kaupmannahöfn og las síðan lög við háskólann þar en lauk ekki prófi. Jón var settur sýslumaður í Vestmannaeyjum árið 1786 og fluttist þangað 1787. Árið 1788 fékk hann svo konungsveitingu fyrir sýslunni og hélt henni til æviloka 8. desember 1796. Kona hans var Þórunn Ólafsdóttir og bjuggu þau fyrst að Oddsstöðum og síðar í Stakkagerði. Þórunn varð síðar kona Jóns Þorleifssonar sýslumanns.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.