Jón Árnason (Voðmúlastöðum)
Jón Árnason bóndi á Butru og Voðmúlastöðum í A-Landeyjum fæddist 1778 og drukknaði við Eyjar 22. apríl 1815.
Foreldrar hans voru Árni Hákonarson bóndi í Stóra-Gerði, f. 1741, drukknaði 16. febrúar 1793, og fyrri kona hans Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1742, d. 9. júní 1790.
Jón var bóndi á Butru í A-Landeyjum 1806-1812 og á Voðmúlastöðum 1812-dd.
Hann drukknaði 1815.
Sigríður bjó áfram á Voðmúlastöðum með síðari manni sínum Jóni Magnússyni bónda til 1822, síðan í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum til 1841 og síðast voru þau þar í húsmennsku til 1844.
Kona Jóns, (3. júní 1810), var Sigríður Pétursdóttir húsfreyja, f. 1776, á lífi 1845.
Börn þeirra voru:
1. Þuríður Jónsdóttir húsfreyja í Ey, f. 12. mars 1810, d. 22. október 1873, gift Vigfúsi Jónssyni.
2. Eiríkur Jónsson bóndi í Fíflholt-Suðurhjáleigu, f. 28. apríl 1811, d. 27. maí 1866, kvæntur Sigríð Árnadóttur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.